Milljónasti Porsche 911 af færiböndunum Finnur Thorlacius skrifar 11. maí 2017 14:23 Milljónasti Porsche 911 er grænn Carrera S. Það tók Porsche 54 ár að framleiða eina milljón eintaka af hinum goðsagnarkennda Porsche 911 bíl. Milljónasti bíllinn er grænn 911 Carrera S og var hann framleiddur í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Porsche 911 er hætt að vera söluhæsta bílgerð Porsche og seljast t.d. Macan og Cayenne í miklu meira magni en 911, en það er hinsvegar 911 bíllinn sem er táknmynd þessa fræga þýska sportbílaframleiðenda. Porsche kæmist til að mynda aldrei upp með að hætta framleiðslu 911 bílsins, því ekkert segir meira „Porsche“ en sá bíll. Porsche fullyrðir að meira en 70% allra þeirra Porsche 911 bíla sem framleiddir hafa verið séu enn ökuhæfir, en það er með ólíkindum fyrir framleiðslu til 54 ára. Það þýðir að yfir 700.000 Porsche 911 eru ganghæfir og til vitnis um þá gæðaframleiðslu sem 911 hefur ávallt verið og einnig til vitnis um væntumþykju eigenda bílanna. Smíðagæði Porsche 911 hefur margoft komið bílnum efst á lista yfir áreiðanlega bíla. Þessi milljónasti græni Porsche 911 Carrera S mun fara á næstu mánuðum um allan heim í tilefni tímamótanna, þar á meðal til skosku hálandanna, á Nürburgring brautina, til New York, Kína og víðar. Eftir ferðalagið verður honum svo komið fyrir á Porsche safninu í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart.Stoltir starfsmenn Porsche við milljónasta 911 bílinn.Gullfallegur milljónasti Porsche 911 bíllinn. Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent
Það tók Porsche 54 ár að framleiða eina milljón eintaka af hinum goðsagnarkennda Porsche 911 bíl. Milljónasti bíllinn er grænn 911 Carrera S og var hann framleiddur í verksmiðju Porsche í Zuffenhausen. Porsche 911 er hætt að vera söluhæsta bílgerð Porsche og seljast t.d. Macan og Cayenne í miklu meira magni en 911, en það er hinsvegar 911 bíllinn sem er táknmynd þessa fræga þýska sportbílaframleiðenda. Porsche kæmist til að mynda aldrei upp með að hætta framleiðslu 911 bílsins, því ekkert segir meira „Porsche“ en sá bíll. Porsche fullyrðir að meira en 70% allra þeirra Porsche 911 bíla sem framleiddir hafa verið séu enn ökuhæfir, en það er með ólíkindum fyrir framleiðslu til 54 ára. Það þýðir að yfir 700.000 Porsche 911 eru ganghæfir og til vitnis um þá gæðaframleiðslu sem 911 hefur ávallt verið og einnig til vitnis um væntumþykju eigenda bílanna. Smíðagæði Porsche 911 hefur margoft komið bílnum efst á lista yfir áreiðanlega bíla. Þessi milljónasti græni Porsche 911 Carrera S mun fara á næstu mánuðum um allan heim í tilefni tímamótanna, þar á meðal til skosku hálandanna, á Nürburgring brautina, til New York, Kína og víðar. Eftir ferðalagið verður honum svo komið fyrir á Porsche safninu í Zuffenhausen í nágrenni Stuttgart.Stoltir starfsmenn Porsche við milljónasta 911 bílinn.Gullfallegur milljónasti Porsche 911 bíllinn.
Mest lesið Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Innlent Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Innlent Steinn reistur við með eins konar blöðrum Innlent Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Innlent „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Innlent Dúxinn fjarri góðu gamni Innlent Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Innlent Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð Innlent