Strákapör sögunnar Pétur Gunnarsson skrifar 31. janúar 2017 07:00 „Bragðvísi sögunnar“ er hugtak sem leikur stórt hlutverk í heimspeki Hegels og gerir honum fært að líta sögu mannkyns sem samfellda þróun til hins æskilegasta ástands. Í Fyrirbærafræði andans frá árinu 1807 kynnir hann til leiks Heimsandann sem er í raun lífið sjálft frá því að það kviknar, tekur á sig ótal myndir og form, stöðugt háþróaðri uns við stígum á svið, því við erum hluti af þessari alheimsveru og þau okkar sem skara fram úr verða gerendur hennar (Napóleon á dögum Hegels) og málpípur (Hegel sjálfur). En á þessari þroskagöngu heimsandans er stundum eins og slái í bakseglin og rás viðburðanna taki öndverða stefnu við heillasporin (styrjaldir og plágur). Sem þegar frá líður kemur einatt í ljós að voru liður í að koma til leiðar hinni æskilegustu niðurstöðu, úthugsuð gabbhreyfing eða bragðvísi sögunnar. Öldin tuttugasta átti eftir að setja gæsalappir á þessa bláeygu sýn. Hver óskapnaðurinn rak annan: heimsstyrjaldir, gúlög, gasofnar, hírósímu ... Í stað þess að vera þunguð af fagnaðarerindi tók sagan á sig mynd martraðar. „Sagan er martröð sem ég er að reyna að vakna af“ segir Stefán Dedalus í Ódisseifi Joyce. Og Freud smíðaði hugtakið „dauðahvöt“ til að skýra sjálfseyðingaráráttu mannsskepnunnar, að dauðahvötin væri eftir allt saman sterkari en lífshvötin – þrá mannsins eftir að komast aftur í vökvaform. Að vísu gekk kenning Hegels í skamma endurnýjun lífdaga á tíunda áratug síðustu aldar í verki bandaríska stjórnmálafræðingsins Francis Fukyama, Endalokum sögunnar (1992). Sovétríkin voru nýfallin saman og kapítalisminn stóð einn eftir á sviðinu, keppninni lokið og endanlegt jafnvægi virtist fundið undir samhentri forystu kínverska kommúnistaflokksins og Wall Street. En eins og Halldór Laxness orðar svo ágætlega í viðtali við Örn Ólafsson, bókmenntafræðing, árið 1981: „Heimurinn er fljótur að skipta um grímu. Stundum fellur meira að segja allt í ljúfa löð sem snöggvast í veraldarsögunni – og þá er sjaldan von á góðu.“ Lygnan reyndist svikalogn, undanfari djöfulgangs sem ekki sér fyrir endann á. Um þessar mundir er talið að eitt hundrað milljónir Asíu- og Afríkubúa séu að sýna á sér fararsnið upp til Evrópu ýmist á flótta undan styrjöldum eða búsifjum vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Ef okkur væri sjálfrátt væri búið að breyta heiminum í allsherjar stjórnstöð almannavarna. En því er aldeilis ekki að heilsa, á valdastól í voldugasta ríki veraldar er sestur fársjúkur einstaklingur sem ætlar að gefa orkusóðunum lausan tauminn og sendir heimsbyggðinni fingurinn með þeim hætti að kjarnorkuvofan, sem friðarhreyfingum tókst að svæfa á níunda áratug síðustu aldar, er komin á kreik á nýjan leik. Og í Evrópu gera þjóðflutningarnir nýju að verkum að afneitunarsinnaðir hægrimenn komast til valda á þjóðrembunni einni. Í Frakklandi er talið meira en hugsanlegt að forsetakosningar á vori komanda leiði til valda Marie Le Pen, en hún aðhyllist stefnu mjög í anda Donalds Trump. Sérstaka athygli vekur fylgispekt þeirra beggja við Pútín Rússlandsforseta sem raunar er talinn hafa átt þátt í kjöri Trumps og fjármagnar að hluta kosningabaráttu Le Pen. Næði hún kjöri hefði Pútín eignast volduga bandamenn beggja vegna Atlantsála sem aftur gæfi honum frjálsar hendur til að hefja sömu ásælni við Eystrasaltslöndin og Úkraínu. Upp úr því klórinu væri Evrópustyrjöld ekki fjarlægur möguleiki. Af öllu þessu og fleiru sem rúmast ekki í lítilli blaðagrein má ljóst vera að við erum stödd á ískyggilegum stað. Nema þetta séu enn eina ferðina „klækjabrögð sögunnar“. Að ástandinu sé ætlað að knýja okkur til viðbragða. Og víst er að andmælaöldur eiga eftir að rísa austan hafs og vestan með allsherjarverkföllum, uppreisnum og Austurvöllum á færibandi. Því eins og segir í Hamlet, fyrsta þætti, senu fimm:„Úr liði er öldin! Ó, mig hryllir viðþeim örlögum að kippa henni í lið ...“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Sjá meira
„Bragðvísi sögunnar“ er hugtak sem leikur stórt hlutverk í heimspeki Hegels og gerir honum fært að líta sögu mannkyns sem samfellda þróun til hins æskilegasta ástands. Í Fyrirbærafræði andans frá árinu 1807 kynnir hann til leiks Heimsandann sem er í raun lífið sjálft frá því að það kviknar, tekur á sig ótal myndir og form, stöðugt háþróaðri uns við stígum á svið, því við erum hluti af þessari alheimsveru og þau okkar sem skara fram úr verða gerendur hennar (Napóleon á dögum Hegels) og málpípur (Hegel sjálfur). En á þessari þroskagöngu heimsandans er stundum eins og slái í bakseglin og rás viðburðanna taki öndverða stefnu við heillasporin (styrjaldir og plágur). Sem þegar frá líður kemur einatt í ljós að voru liður í að koma til leiðar hinni æskilegustu niðurstöðu, úthugsuð gabbhreyfing eða bragðvísi sögunnar. Öldin tuttugasta átti eftir að setja gæsalappir á þessa bláeygu sýn. Hver óskapnaðurinn rak annan: heimsstyrjaldir, gúlög, gasofnar, hírósímu ... Í stað þess að vera þunguð af fagnaðarerindi tók sagan á sig mynd martraðar. „Sagan er martröð sem ég er að reyna að vakna af“ segir Stefán Dedalus í Ódisseifi Joyce. Og Freud smíðaði hugtakið „dauðahvöt“ til að skýra sjálfseyðingaráráttu mannsskepnunnar, að dauðahvötin væri eftir allt saman sterkari en lífshvötin – þrá mannsins eftir að komast aftur í vökvaform. Að vísu gekk kenning Hegels í skamma endurnýjun lífdaga á tíunda áratug síðustu aldar í verki bandaríska stjórnmálafræðingsins Francis Fukyama, Endalokum sögunnar (1992). Sovétríkin voru nýfallin saman og kapítalisminn stóð einn eftir á sviðinu, keppninni lokið og endanlegt jafnvægi virtist fundið undir samhentri forystu kínverska kommúnistaflokksins og Wall Street. En eins og Halldór Laxness orðar svo ágætlega í viðtali við Örn Ólafsson, bókmenntafræðing, árið 1981: „Heimurinn er fljótur að skipta um grímu. Stundum fellur meira að segja allt í ljúfa löð sem snöggvast í veraldarsögunni – og þá er sjaldan von á góðu.“ Lygnan reyndist svikalogn, undanfari djöfulgangs sem ekki sér fyrir endann á. Um þessar mundir er talið að eitt hundrað milljónir Asíu- og Afríkubúa séu að sýna á sér fararsnið upp til Evrópu ýmist á flótta undan styrjöldum eða búsifjum vegna manngerðra loftslagsbreytinga. Ef okkur væri sjálfrátt væri búið að breyta heiminum í allsherjar stjórnstöð almannavarna. En því er aldeilis ekki að heilsa, á valdastól í voldugasta ríki veraldar er sestur fársjúkur einstaklingur sem ætlar að gefa orkusóðunum lausan tauminn og sendir heimsbyggðinni fingurinn með þeim hætti að kjarnorkuvofan, sem friðarhreyfingum tókst að svæfa á níunda áratug síðustu aldar, er komin á kreik á nýjan leik. Og í Evrópu gera þjóðflutningarnir nýju að verkum að afneitunarsinnaðir hægrimenn komast til valda á þjóðrembunni einni. Í Frakklandi er talið meira en hugsanlegt að forsetakosningar á vori komanda leiði til valda Marie Le Pen, en hún aðhyllist stefnu mjög í anda Donalds Trump. Sérstaka athygli vekur fylgispekt þeirra beggja við Pútín Rússlandsforseta sem raunar er talinn hafa átt þátt í kjöri Trumps og fjármagnar að hluta kosningabaráttu Le Pen. Næði hún kjöri hefði Pútín eignast volduga bandamenn beggja vegna Atlantsála sem aftur gæfi honum frjálsar hendur til að hefja sömu ásælni við Eystrasaltslöndin og Úkraínu. Upp úr því klórinu væri Evrópustyrjöld ekki fjarlægur möguleiki. Af öllu þessu og fleiru sem rúmast ekki í lítilli blaðagrein má ljóst vera að við erum stödd á ískyggilegum stað. Nema þetta séu enn eina ferðina „klækjabrögð sögunnar“. Að ástandinu sé ætlað að knýja okkur til viðbragða. Og víst er að andmælaöldur eiga eftir að rísa austan hafs og vestan með allsherjarverkföllum, uppreisnum og Austurvöllum á færibandi. Því eins og segir í Hamlet, fyrsta þætti, senu fimm:„Úr liði er öldin! Ó, mig hryllir viðþeim örlögum að kippa henni í lið ...“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar