Lyfjarisinn Teva vill grynnka á skuldum með sölu á Medis Kristinn Ingi Jónsson skrifar 11. ágúst 2017 06:00 Höfuðstöðvar lyfjasölufélagsins Medis eru í Hafnarfirði, þar sem um 85 manns starfa. vísir/eyþór Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira
Ísraelska samheitalyfjafyrirtækið Teva hefur í hyggju að selja lyfjasölufyrirtækið Medis. Starfsmönnum Medis, sem er til húsa í Hafnarfirði, var tilkynnt um áformin í tölvupósti fyrir um þremur vikum, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Um eitt hundrað manns starfa hjá Medis, þar af um 85 hér á landi. Teva eignaðist Medis þegar fyrirtækið tók yfir Actavis Generics, samheitalyfjahluta Allergan, síðasta sumar. Medis selur lyf og lyfjahugvit Actavis til annarra lyfjafyrirtækja um allan heim eða alls um 190 vörur sem seldar eru í yfir eitt hundrað löndum undir merkjum viðskiptavina Medis. Fyrirtækið var stofnað hér á landi árið 1985. Forsvarsmenn Teva staðfestu í samtali við fréttaveitu Reuters að ákveðið hafi verið að hefja söluferli á Medis. Samkvæmt heimildum fréttaveitu Bloomberg gæti fyrirtækið verið metið á milli 500 til 1.000 milljónir Bandaríkjadala sem jafngildir um 53 til 106 milljörðum króna.Valur Ragnarsson, forstjóri MedisEkki náðist í forsvarsmenn Medis við vinnslu fréttarinnar. Skuldabyrði Teva hefur þyngst verulega eftir að fyrirtækið, sem er umsvifamesti samheitalyfjaframleiðandi í heimi, tók yfir rekstur Actavis, og þar með Medis, í ágúst í fyrra. Kaupverðið var 40,5 milljarðar dala, en skuldir Teva nema nú um 32 milljörðum dala samkvæmt nýju uppgjöri fyrirtækisins sem birt var í síðustu viku. Margir greinendur og fjárfestar telja að Teva hafi greitt of hátt verð fyrir Actavis, að því er segir í frétt Reuters. Sigurður Óli Ólafsson lét af starfi forstjóra samheitalyfjasviðs Teva í kjölfar yfirtökunnar á Actavis, en hann hafði gegnt forstjórastarfinu frá árinu 2014. Teva leitar nú leiða til þess að selja eignir og draga úr kostnaði og grynnka þannig á skuldum sínum. Nýverið var greint frá áformum fyrirtækisins um að segja upp sjö þúsund starfsmönnum og loka eða selja fimmtán verksmiðjur víða um heim fyrir árslok. Hlutabréf í Teva hafa fallið um næstum því fimmtíu prósent í verði frá því að félagið birti uppgjör sitt fyrir annan fjórðung ársins í síðustu viku. Hefur verðið ekki verið lægra síðan árið 2003. Hlutabréfin hafa lækkað um 95 prósent frá því í byrjun árs 2016.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Tilkynna breytingar á lánaframboði Viðskipti innlent Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Viðskipti innlent Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Viðskipti innlent Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Viðskipti innlent Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Viðskipti innlent Högnuðust um tæpa sjö milljarða Viðskipti innlent Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Viðskipti innlent Verðbólguþróunin áhyggjuefni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Bein útsending: Listi Framúrskarandi fyrirtækja birtur Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Finna meira gull á Grænlandi Jónas Már til Réttar „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Sjá meira