Bjarni Ben stjórnmálasnillingur? Sverrir Björnsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Við sem erum ósammála Bjarna Ben í pólitík hljótum þó að viðurkenna að enginn er honum sleipari nú um stundir. Maðurinn hefur alla hljóma hins pólitíska tónstiga á valdi sínu, frá ljúfasta þyt yfir í gjallandi stríðslúðra. Það er langt síðan við sáum Bjarna spila á allra fínustu strengina, er hann táraðist í sjónvarpssal og hélt þannig velli fyrir Hönnu Birnu. Hneykslismál sem myndu enda feril flestra stjórnmálamanna hrindast af honum eins og fitubrák af teflonpönnu; Milljarða afskriftir, einkavinavæðing og Panamaskjöl, ekkert skilur eftir blett á bláu jakkafötunum. Í síðustu kosningum sáum við bálreiða Bjarna húðskamma fréttamenn í sjónvarpsumræðum fyrir að spyrja út í svik hans í stórmáli síðustu kosninga, ESB þjóðaratkvæðagreiðsluna. Augnabliki síðar var mjúki Bjarni mættur segjandi mildum rómi að nú væri einmitt kominn tími á að fátækir og sjúkir nytu góðærisins. Það breyttist þó strax á kosninganóttina þegar ljóst var að Lækjabrekku hrærigrauturinn náði ekki sínum vísa kosningasigri. Síðan fengum við að sjá brosmilda Bjarna á stuttermabolnum sjarmera Óttarr Proppé inn í einkavæðingar ríkisstjórnina. Það var reyndar létt verk því einn ekki síður klókur, Benedikt frændi, kom ríðandi í hlað með Óttar í taumi. Nýjustu tóndæmin eru að ljúfi Bjarni telur mjög miður að stóru skýrslurnar tvær – sem hann stakk sjálfur undir stól – hafi ekki komið fram fyrr!? Þá setur hann í brýrnar og segir algjörlega fráleitt að það hefði haft áhrif á kosningarnar ef fólk hefði vitað að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi með skipulegum hætti efnuðu fólki leið til skattaundanskota með því að innleiða ekki CFC og að 86% af skuldaleiðréttingunni fór til ríkari helmings þjóðarinnar. Bjarni er rétti maðurinn á tímum sjálfvalins sannleika, háll sem áll og fréttafólk nær engu taki á honum. Bestu kostir stjórnmálamanns eru þó heilindi og að fólk viti hvert erindi hans er. Bjarni Ben hefur aldrei minnist einu orði á raunverulegt erindi Sjálfstæðisflokksins: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Þá eru nú vinstriflokkarnir heiðarlegri, þeirra erindi liggur alveg ljóst fyrir: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Við sem erum ósammála Bjarna Ben í pólitík hljótum þó að viðurkenna að enginn er honum sleipari nú um stundir. Maðurinn hefur alla hljóma hins pólitíska tónstiga á valdi sínu, frá ljúfasta þyt yfir í gjallandi stríðslúðra. Það er langt síðan við sáum Bjarna spila á allra fínustu strengina, er hann táraðist í sjónvarpssal og hélt þannig velli fyrir Hönnu Birnu. Hneykslismál sem myndu enda feril flestra stjórnmálamanna hrindast af honum eins og fitubrák af teflonpönnu; Milljarða afskriftir, einkavinavæðing og Panamaskjöl, ekkert skilur eftir blett á bláu jakkafötunum. Í síðustu kosningum sáum við bálreiða Bjarna húðskamma fréttamenn í sjónvarpsumræðum fyrir að spyrja út í svik hans í stórmáli síðustu kosninga, ESB þjóðaratkvæðagreiðsluna. Augnabliki síðar var mjúki Bjarni mættur segjandi mildum rómi að nú væri einmitt kominn tími á að fátækir og sjúkir nytu góðærisins. Það breyttist þó strax á kosninganóttina þegar ljóst var að Lækjabrekku hrærigrauturinn náði ekki sínum vísa kosningasigri. Síðan fengum við að sjá brosmilda Bjarna á stuttermabolnum sjarmera Óttarr Proppé inn í einkavæðingar ríkisstjórnina. Það var reyndar létt verk því einn ekki síður klókur, Benedikt frændi, kom ríðandi í hlað með Óttar í taumi. Nýjustu tóndæmin eru að ljúfi Bjarni telur mjög miður að stóru skýrslurnar tvær – sem hann stakk sjálfur undir stól – hafi ekki komið fram fyrr!? Þá setur hann í brýrnar og segir algjörlega fráleitt að það hefði haft áhrif á kosningarnar ef fólk hefði vitað að Sjálfstæðisflokkurinn greiddi með skipulegum hætti efnuðu fólki leið til skattaundanskota með því að innleiða ekki CFC og að 86% af skuldaleiðréttingunni fór til ríkari helmings þjóðarinnar. Bjarni er rétti maðurinn á tímum sjálfvalins sannleika, háll sem áll og fréttafólk nær engu taki á honum. Bestu kostir stjórnmálamanns eru þó heilindi og að fólk viti hvert erindi hans er. Bjarni Ben hefur aldrei minnist einu orði á raunverulegt erindi Sjálfstæðisflokksins: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Þá eru nú vinstriflokkarnir heiðarlegri, þeirra erindi liggur alveg ljóst fyrir: Að verja og efla auð og völd baklands síns. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar