Að vaða elg og hóta VSV Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar 9. mars 2017 07:00 Til allrar lukku er Kristinn H. Gunnarsson ekki húsasmiður því þá myndi hann lesa sentimetra og tommur til skiptis af mælistokknum sínum, allt eftir því hvað honum þætti henta hverju sinni í sama verkinu. Hætt er við að húsin hans yrðu fyrir vikið ekki endilega hornrétt og innréttingar myndu hvergi passa í ætluð rými. Mælikvarðar eru nauðsynlegir en það verður að kunna að brúka þá. Í Fréttablaðinu 2. mars víkur Kristinn að skrifum mínum í sama blaði 28. febrúar og ruglar saman framlegð (EBITDA), framlegðarhlutfalli og rekstrarafgangi í skattaspori KPMG. Í fyrsta lagi er Kristinn H. í málflutningi sínum á svipuðum slóðum og til dæmis Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem aldrei skildi mun á hagnaði og framlegð frekar en svo margir stjórnmálamenn. Frá framlegð dragast fjármagnskostnaður, skattar og gjaldfærðar afskriftir og þar kemur hagnaðurinn sem fellur í hlut hluthafa og nýtist til afborgana lána, nýfjárfestinga eða útgreiðslu arðs. Þetta ætti maður með mikla reynslu í stjórnmálum og störfum Alþingis og stjórnsýslu að vita. Á vefjum DV og BB má sjá að Kristinn hafi numið hagfræði og stjórnmálafræði að þingmennsku lokinni, auk BS-náms í stærðfræði í HÍ á yngri árum. Þess vegna verður að ætlast til þess að hann skilji lykilhugtök og beri saman sambærilegar tölur! Hvort Vinnslustöðin er vel eða illa rekin skiptir engu máli í þessari umræðu en að gefnu tilefni má nefna að á dögunum lýsti Creditinfo hana fyrirmyndartæki, þriðja árið í röð. Árið 2016 var Vinnslustöðin í 35. sæti best rekinna fyrirtækja landsins af alls 35.000 fyrirtækjum sem Creditinfo kannaði. Creditinfo gerir strangar kröfur í mati sínu og færir rök fyrir niðurstöðum en Kristinn H. veður elg í eigin orðaleppum. Í öðru lagi nýtir Kristinn hlutfallstölur frá Hagstofu Íslands um uppsjávarveiðar og vinnslu sem honum þykir sér henta. Upplýsingar Hagstofu Íslands byggjast á úrtakstölum um sjávarútveg, þar á meðal frá Vinnslustöðinni. Hann talar annars vegar um hreinan hagnað, sem er reiknuð stærð hjá Hagstofunni, og hins vegar um framlegð sem byggist á upplýsingum frá hluta sjávarútvegsfyrirtækjanna eftir því hvað á við hverju sinni. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Hann nefnir árið 2015 sem dæmi um góða afkomu uppsjávarveiða þar sem framlegð var 21,5% en lætur hjá líða að geta um að þá var hreint tap 0,2%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Gögn Hagstofunnar eru sem slík góð til síns brúks en sjálf hefur hún reyndar lýst efasemdum um að eigin gögn geti verið grundvöllur skattlagningar í sjávarútvegi.Skilja ekki mikilvægi loðnuleitar Í þriðja lagi greinir Kristinn ekki þann kjarna í grein minni að hvorki framkvæmdarvaldið né Alþingi, og augljóslega ekki Kristinn H. Gunnarsson sjálfur, skilja mikilvægi loðnuleitar og grunnrannsókna á sjávarauðlindinni. Ég benti á að loðnuleitin var fjárhagslega á ábyrgð loðnuútgerðanna af því að ríkisvaldið vildi ekki verja 20-40 milljónum króna í verkefnið. Loðnan sem fannst skilar ríki og sveitarfélögum 3,3 milljörðum króna í beinar tekjur sem sjávarútvegurinn stendur skil á, ef miðað er við „speglun“ skattaspors KPMG fyrir Vinnslustöðina yfir á loðnuvertíðina, og miklum óbeinum tekjum að auki. Mér kæmi ekki á óvart að hátt í 10 milljarðar króna rynnu í ríkiskassann af alls 17 milljörðum sem loðnuvertíðin skilar. Í fjórða lagi hlýtur Kristinn að átta sig á að skattaspor félags fyrir rekstrarár getur ekki átt við eina vertíð sem stendur yfir í einn mánuð. Á sama hátt hlýtur hagfræðineminn að átta sig á að ef ekki hefði komið til þessara tekna af loðnuveiðum í ár hefði skattaspor Vinnslustöðvarinnar og sjávarútvegsins í heild verið mun minna. Hér liggur líka munur annars vegar á þeirri hugsun heilbrigðrar skynsemi að tekna sé aflað í þjóðarbúið og kakan stækkuð öllum til hagsbóta en hins vegar á þeirri fásinnu og þráhyggju sósíalískrar hugsunar og þekkingarleysis að tekjur verði aðallega til með sköttum. Í fimmta og síðasta lagi þakka ég Kristni H. fyrir hreinskilnina í nafni hluthafa, starfsmanna og viðskiptavina Vinnslustöðvarinnar og Eyjamanna yfirleitt. Hann hótar því undir rós að taka af okkur lífsbjörgina, atvinnuna sjálfa. Kjarninn í málflutningi hans og annarra uppboðssinna á opinberum vettvangi er einmitt sá að bjóða skuli fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi reglulega upp líkt og gert var með niðursetninga í sveitum fyrr á öldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Til allrar lukku er Kristinn H. Gunnarsson ekki húsasmiður því þá myndi hann lesa sentimetra og tommur til skiptis af mælistokknum sínum, allt eftir því hvað honum þætti henta hverju sinni í sama verkinu. Hætt er við að húsin hans yrðu fyrir vikið ekki endilega hornrétt og innréttingar myndu hvergi passa í ætluð rými. Mælikvarðar eru nauðsynlegir en það verður að kunna að brúka þá. Í Fréttablaðinu 2. mars víkur Kristinn að skrifum mínum í sama blaði 28. febrúar og ruglar saman framlegð (EBITDA), framlegðarhlutfalli og rekstrarafgangi í skattaspori KPMG. Í fyrsta lagi er Kristinn H. í málflutningi sínum á svipuðum slóðum og til dæmis Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrverandi forsætisráðherra, sem aldrei skildi mun á hagnaði og framlegð frekar en svo margir stjórnmálamenn. Frá framlegð dragast fjármagnskostnaður, skattar og gjaldfærðar afskriftir og þar kemur hagnaðurinn sem fellur í hlut hluthafa og nýtist til afborgana lána, nýfjárfestinga eða útgreiðslu arðs. Þetta ætti maður með mikla reynslu í stjórnmálum og störfum Alþingis og stjórnsýslu að vita. Á vefjum DV og BB má sjá að Kristinn hafi numið hagfræði og stjórnmálafræði að þingmennsku lokinni, auk BS-náms í stærðfræði í HÍ á yngri árum. Þess vegna verður að ætlast til þess að hann skilji lykilhugtök og beri saman sambærilegar tölur! Hvort Vinnslustöðin er vel eða illa rekin skiptir engu máli í þessari umræðu en að gefnu tilefni má nefna að á dögunum lýsti Creditinfo hana fyrirmyndartæki, þriðja árið í röð. Árið 2016 var Vinnslustöðin í 35. sæti best rekinna fyrirtækja landsins af alls 35.000 fyrirtækjum sem Creditinfo kannaði. Creditinfo gerir strangar kröfur í mati sínu og færir rök fyrir niðurstöðum en Kristinn H. veður elg í eigin orðaleppum. Í öðru lagi nýtir Kristinn hlutfallstölur frá Hagstofu Íslands um uppsjávarveiðar og vinnslu sem honum þykir sér henta. Upplýsingar Hagstofu Íslands byggjast á úrtakstölum um sjávarútveg, þar á meðal frá Vinnslustöðinni. Hann talar annars vegar um hreinan hagnað, sem er reiknuð stærð hjá Hagstofunni, og hins vegar um framlegð sem byggist á upplýsingum frá hluta sjávarútvegsfyrirtækjanna eftir því hvað á við hverju sinni. Á þessu tvennu er mjög mikill munur. Hann nefnir árið 2015 sem dæmi um góða afkomu uppsjávarveiða þar sem framlegð var 21,5% en lætur hjá líða að geta um að þá var hreint tap 0,2%, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar. Gögn Hagstofunnar eru sem slík góð til síns brúks en sjálf hefur hún reyndar lýst efasemdum um að eigin gögn geti verið grundvöllur skattlagningar í sjávarútvegi.Skilja ekki mikilvægi loðnuleitar Í þriðja lagi greinir Kristinn ekki þann kjarna í grein minni að hvorki framkvæmdarvaldið né Alþingi, og augljóslega ekki Kristinn H. Gunnarsson sjálfur, skilja mikilvægi loðnuleitar og grunnrannsókna á sjávarauðlindinni. Ég benti á að loðnuleitin var fjárhagslega á ábyrgð loðnuútgerðanna af því að ríkisvaldið vildi ekki verja 20-40 milljónum króna í verkefnið. Loðnan sem fannst skilar ríki og sveitarfélögum 3,3 milljörðum króna í beinar tekjur sem sjávarútvegurinn stendur skil á, ef miðað er við „speglun“ skattaspors KPMG fyrir Vinnslustöðina yfir á loðnuvertíðina, og miklum óbeinum tekjum að auki. Mér kæmi ekki á óvart að hátt í 10 milljarðar króna rynnu í ríkiskassann af alls 17 milljörðum sem loðnuvertíðin skilar. Í fjórða lagi hlýtur Kristinn að átta sig á að skattaspor félags fyrir rekstrarár getur ekki átt við eina vertíð sem stendur yfir í einn mánuð. Á sama hátt hlýtur hagfræðineminn að átta sig á að ef ekki hefði komið til þessara tekna af loðnuveiðum í ár hefði skattaspor Vinnslustöðvarinnar og sjávarútvegsins í heild verið mun minna. Hér liggur líka munur annars vegar á þeirri hugsun heilbrigðrar skynsemi að tekna sé aflað í þjóðarbúið og kakan stækkuð öllum til hagsbóta en hins vegar á þeirri fásinnu og þráhyggju sósíalískrar hugsunar og þekkingarleysis að tekjur verði aðallega til með sköttum. Í fimmta og síðasta lagi þakka ég Kristni H. fyrir hreinskilnina í nafni hluthafa, starfsmanna og viðskiptavina Vinnslustöðvarinnar og Eyjamanna yfirleitt. Hann hótar því undir rós að taka af okkur lífsbjörgina, atvinnuna sjálfa. Kjarninn í málflutningi hans og annarra uppboðssinna á opinberum vettvangi er einmitt sá að bjóða skuli fólk og fyrirtæki í sjávarútvegi reglulega upp líkt og gert var með niðursetninga í sveitum fyrr á öldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun