Er stærsta ferðamannaár sögunnar hafið? Kristín Hrönn Guðmundsdóttir skrifar 9. mars 2017 14:48 Eftir mikinn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði einnig hraður í ár. Í nýútgefinni skýrslu okkar um íslenska ferðaþjónustu spáum við því að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30% frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þús. milli áranna 2016 og 2017 sem er mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Fjölgun ferðamanna elur af sér mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og reiknum við með að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði um 560 ma.kr. í ár, eða sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Mikilvægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins mun því aukast enn frekar á þessu ári. Saga ferðaþjónustunnar er saga samgangna. Í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands eru góðar flugsamgöngur íslenskri ferðaþjónustu og hagkerfinu öllu mjög mikilvægar. Rúmlega 90% erlendra ferðamanna ferðast hingað til lands með flugi. Til samanburðar er þetta hlutfall um 54% í ríkjum OECD. Erlend flugfélög hafi aukið komur sínar hingað síðustu ár og eru þau mikilvægur sveiflujafnari fyrir innlenda ferðaþjónustu auk þess sem þau draga úr rekstaráhættu í greininni. Þrátt fyrir fjölgun erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll má engu að síður reikna með að um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðist hingað til lands með íslensku flugfélögunum tveimur. Ferðaþjónustan sem og íslenska þjóðin á því mikið undir rekstri þessara tveggja íslensku flugfélaga.Hótelgisting ein sú dýrasta á Norðurlöndum Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga á sviði flugsamgangna en einnig á öðrum sviðum s.s. í gistirými, bifreiðum, veitingaþjónustu og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi fjárfesting verið sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Þannig má rekja um helming þeirra starfa sem skapast hafa í hagkerfinu frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá er hvert starf innan ferðaþjónustunnar einnig að skila auknum virðisauka og hefur framleiðni vinnuafls innan greinarinnar aukist talsvert síðustu ár. Greinin glímir um þessar mundir við skort á vinnuafli og er þeim skorti í vaxandi mæli mætt með erlendu vinnuafli. Ætla má að hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu verði u.þ.b. þrefalt hærra en í íslensku atvinnulífi almennt á þessu ári. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hefur umtalsverð aukning orðið í framboði hótelherbergja. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna hefur þó verið fjórfalt meiri en fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja á því svæði er með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og hótelgisting í Reykjavík er orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Á móti hefur önnur gistiþjónusta vaxið hratt og þá sérstaklega í gegnum deilihagkerfið. Tölurnar sýna að deilihagkerfið hefur átt stóran þátt í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja hér á landi. Útlit er fyrir sambærilega þróun í ár en áætluð fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 nemur að okkar mati um þriðjung af áætlaðri þörf. Mun það að öðru óbreyttu, stuðla að hærri nýtingu hótelherbergja og auknu umfangi deilihagkerfisins og annars konar gistiþjónustu.Gerist ekki yfir nóttu Mikil umræða hefur skapast um gengi krónunnar sem hefur styrkst talsvert undanfarið. Hækkun á gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í útflutningi sem mörg hver verja ekki gengisáhættu í rekstrinum. Hækkun á gengi krónunnar ætti einnig að öllu jafna að draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað, stytta dvalarlengd og draga úr útgjöldum þeirra hér í krónum talið. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu heldur koma áðurgreind áhrif gengisbreytinga fram með töf. Því verður að teljast líklegt að áhrifin af styrkingu krónunnar undanfarið eigi ennþá eftir að koma að fullu fram í íslenskri ferðaþjónustu. Ennþá sér ekki fyrir endann á uppgangi ferðaþjónustunnar og verður áhugavert að fylgjast með þróun greinarinnar og hvernig henni tekst til við þær áskoranir og þau tækifæri sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir Skoðun 37 milljarðar gefins á silfurfati Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Halldór 09.08.2025 Halldór Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Aukum faglegan stuðning í skólum borgarinnar Þorleifur Örn Gunnarsson Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Er nóg að starfsfólkið sé gott? Sigrún Huld Þorgrímsdóttir Skoðun Næturstrætó um helgar í og úr Hafnarfirði Katrín Ósk Ásgeirsdóttir Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Sjá meira
Eftir mikinn vöxt íslenskrar ferðaþjónustu á síðustu árum er útlit fyrir að vöxtur greinarinnar verði einnig hraður í ár. Í nýútgefinni skýrslu okkar um íslenska ferðaþjónustu spáum við því að um 2,3 milljónir ferðamanna muni heimsækja Ísland á þessu ári sem nemur fjölgun um 30% frá síðasta ári. Gangi spáin eftir mun ferðamönnum fjölga um 530 þús. milli áranna 2016 og 2017 sem er mesta fjölgun ferðamanna á einu ári hér á landi. Fjölgun ferðamanna elur af sér mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið og reiknum við með að gjaldeyristekjur af erlendum ferðamönnum verði um 560 ma.kr. í ár, eða sem nemur um 45% af gjaldeyristekjum þjóðarbúsins. Mikilvægi greinarinnar í gjaldeyrissköpun þjóðarbúsins mun því aukast enn frekar á þessu ári. Saga ferðaþjónustunnar er saga samgangna. Í ljósi landfræðilegrar stöðu Íslands eru góðar flugsamgöngur íslenskri ferðaþjónustu og hagkerfinu öllu mjög mikilvægar. Rúmlega 90% erlendra ferðamanna ferðast hingað til lands með flugi. Til samanburðar er þetta hlutfall um 54% í ríkjum OECD. Erlend flugfélög hafi aukið komur sínar hingað síðustu ár og eru þau mikilvægur sveiflujafnari fyrir innlenda ferðaþjónustu auk þess sem þau draga úr rekstaráhættu í greininni. Þrátt fyrir fjölgun erlendra flugfélaga um Keflavíkurflugvöll má engu að síður reikna með að um þrír af hverjum fjórum ferðamönnum ferðist hingað til lands með íslensku flugfélögunum tveimur. Ferðaþjónustan sem og íslenska þjóðin á því mikið undir rekstri þessara tveggja íslensku flugfélaga.Hótelgisting ein sú dýrasta á Norðurlöndum Vöxtur ferðaþjónustunnar hefur krafist mikilla fjárfestinga á sviði flugsamgangna en einnig á öðrum sviðum s.s. í gistirými, bifreiðum, veitingaþjónustu og afþreyingu svo eitthvað sé nefnt. Hefur þessi fjárfesting verið sjálfstæð uppspretta hagvaxtar og aukinnar atvinnu hér á landi. Þannig má rekja um helming þeirra starfa sem skapast hafa í hagkerfinu frá árinu 2010 til ferðaþjónustunnar beint eða óbeint. Þá er hvert starf innan ferðaþjónustunnar einnig að skila auknum virðisauka og hefur framleiðni vinnuafls innan greinarinnar aukist talsvert síðustu ár. Greinin glímir um þessar mundir við skort á vinnuafli og er þeim skorti í vaxandi mæli mætt með erlendu vinnuafli. Ætla má að hlutfall erlends vinnuafls í ferðaþjónustu verði u.þ.b. þrefalt hærra en í íslensku atvinnulífi almennt á þessu ári. Samhliða mikilli fjölgun ferðamanna hefur umtalsverð aukning orðið í framboði hótelherbergja. Hlutfallsleg fjölgun ferðamanna hefur þó verið fjórfalt meiri en fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu. Hefur það leitt til þess að nýting hótelherbergja á því svæði er með hæsta móti hér á landi í alþjóðlegum samanburði og hótelgisting í Reykjavík er orðin ein sú dýrasta á Norðurlöndunum og þó víðar væri leitað. Á móti hefur önnur gistiþjónusta vaxið hratt og þá sérstaklega í gegnum deilihagkerfið. Tölurnar sýna að deilihagkerfið hefur átt stóran þátt í að gera þeim fjölda ferðamanna sem hingað hefur ferðast á undanförnum árum kleift að dvelja hér á landi. Útlit er fyrir sambærilega þróun í ár en áætluð fjölgun hótelherbergja á höfuðborgarsvæðinu á árinu 2017 nemur að okkar mati um þriðjung af áætlaðri þörf. Mun það að öðru óbreyttu, stuðla að hærri nýtingu hótelherbergja og auknu umfangi deilihagkerfisins og annars konar gistiþjónustu.Gerist ekki yfir nóttu Mikil umræða hefur skapast um gengi krónunnar sem hefur styrkst talsvert undanfarið. Hækkun á gengi krónunnar hefur neikvæð áhrif á rekstur fyrirtækja í útflutningi sem mörg hver verja ekki gengisáhættu í rekstrinum. Hækkun á gengi krónunnar ætti einnig að öllu jafna að draga úr vilja ferðamanna til að koma hingað, stytta dvalarlengd og draga úr útgjöldum þeirra hér í krónum talið. Þetta gerist þó ekki yfir nóttu heldur koma áðurgreind áhrif gengisbreytinga fram með töf. Því verður að teljast líklegt að áhrifin af styrkingu krónunnar undanfarið eigi ennþá eftir að koma að fullu fram í íslenskri ferðaþjónustu. Ennþá sér ekki fyrir endann á uppgangi ferðaþjónustunnar og verður áhugavert að fylgjast með þróun greinarinnar og hvernig henni tekst til við þær áskoranir og þau tækifæri sem hún stendur frammi fyrir um þessar mundir.
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar