Áfengisfrumvarpið - blekkingarleikur? Róbert H. Haraldsson skrifar 15. febrúar 2017 07:00 Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Þannig segir við upphaf greinargerðarinnar: „Í frumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er miðað við það markmið að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Og í niðurlaginu segir: Frumvarpið felur „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Athyglisvert er að þessar fullyrðingar standa óbreyttar frá fyrri útgáfum þótt nýja frumvarpið sé róttækara og heimili t.d. áfengisauglýsingar. Jafnvel þó þessar dæmalausu fullyrðingar væru sannar þætti orðalagið ankannalegt. Þetta er eins og ef læknir segðist leggja til eins lítil inngrip í líf sjúklings „og mögulegt er“ miðað við það að hausinn verði tekinn af sjúklingnum, eða ef stjórnmálamaður segðist vilja gera eins litlar breytingar á stjórnun fiskveiða á Íslandi „og mögulegt er“ miðað við að kvótakerfið verði lagt niður og gervallur flotinn þjóðnýttur. Það er undarlegt að kenna hámarksbreytingar við eitthvert ímyndað eða afstætt lágmark. En fullyrðingarnar eru ekki bara undarlegar, þær eru líka ósannar. Það væri hægt að færa smásölu áfengis frá ríki til einkaaðila, sem er markmið frumvarpsflytjenda, án þess að fallið væri með svo róttækum hætti frá núverandi áfengisstefnu Íslendinga sem takmarkar aðgengi að áfengi og leggur bann við áfengisauglýsingum. Í fyrsta lagi væri hægt að afnema einkaleyfi ríkisins en hafa áfengi áfram í sérvöruverslunum (ekki matvöruverslunum). Í öðru lagi væri hægt að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en hafa vín og sterkara áfengi í sérvöruverslunum, eða vín og bjór í matvöruverslunum en sterkt áfengi aðeins í sérvöruverslunum. Hægt væri að flytja sölu áfengis til einkaaðila en takmarka fjölda útsölustaða. Þá væri ekki sjálfgefið að verslunarkeðja fengi að selja áfengi í öllum verslunum sínum. Einkavæða mætti áfengissölu en banna áfram áfengisauglýsingar. Þannig mætti lengi telja upp einkavæðingarleiðir sem farnar hafa verið t.d. í Bandaríkjunum og taka a.m.k. eitthvert tillit lýðheilsusjónarmiða.Gott fyrirkomulag Þessar ábendingar ber ekki að skilja sem stuðning við einkavæðingu áfengissölu. Ég hef ekki séð nein traust rök sem mæla með því að umtalsverður hagnaður af smásölu áfengis verði færður til einkaaðila frá ríkinu sem ber verulegasta kostnaðinn af skaðsemi áfengis. Núverandi skipan á smásölu áfengis á Íslandi er gott fyrirkomulag sem virðir í senn frelsi einstaklinga til að neyta áfengis og rétt samfélagsins til að verja sig gegn þeim skaðvaldi sem áfengi er. Ég veit ekki betur en starfsfólk ÁTVR hafi sinnt störfum sínum vel og hafi hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir þetta starfsfólk að þurfa á ári hverju að óttast um framtíð sína og hlusta á linnulítinn áróður markaðssinna um að aðrir mundu sinna störfum þess betur. Með þessari hugleiðingu vil ég einungis benda á að vel er hægt að einkavæða sölu áfengis án þess að galopna allar dyr og falla í öllum aðalatriðum frá farsælli áfengisstefnu Íslendinga líkt og lagt er til í frumvarpinu. Frumvarpsflytjendur hafi annaðhvort ekki unnið heimavinnu sína eða þeir beita vísvitandi blekkingum. Hvort tveggja er óafsakanlegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Sjá meira
Greinargerðin fyrir áfengisfrumvarpinu sem nú liggur illu heilli enn og aftur fyrir Alþingi er römmuð inn af fullyrðingum sem virðast þjóna því eina hlutverki að afvegaleiða þingmenn og almenning. Þannig segir við upphaf greinargerðarinnar: „Í frumvarpinu eru lagðar til eins litlar breytingar á lagaumhverfi áfengis- og tóbakssölu og mögulegt er miðað við það markmið að smásala áfengis verði frjáls að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.“ Og í niðurlaginu segir: Frumvarpið felur „ekki í sér tillögur um breytingu á áfengisstefnu, áherslum í tóbaksvörnum eða tekjuöflunarkerfi ríkisins á þessu sviði“. Athyglisvert er að þessar fullyrðingar standa óbreyttar frá fyrri útgáfum þótt nýja frumvarpið sé róttækara og heimili t.d. áfengisauglýsingar. Jafnvel þó þessar dæmalausu fullyrðingar væru sannar þætti orðalagið ankannalegt. Þetta er eins og ef læknir segðist leggja til eins lítil inngrip í líf sjúklings „og mögulegt er“ miðað við það að hausinn verði tekinn af sjúklingnum, eða ef stjórnmálamaður segðist vilja gera eins litlar breytingar á stjórnun fiskveiða á Íslandi „og mögulegt er“ miðað við að kvótakerfið verði lagt niður og gervallur flotinn þjóðnýttur. Það er undarlegt að kenna hámarksbreytingar við eitthvert ímyndað eða afstætt lágmark. En fullyrðingarnar eru ekki bara undarlegar, þær eru líka ósannar. Það væri hægt að færa smásölu áfengis frá ríki til einkaaðila, sem er markmið frumvarpsflytjenda, án þess að fallið væri með svo róttækum hætti frá núverandi áfengisstefnu Íslendinga sem takmarkar aðgengi að áfengi og leggur bann við áfengisauglýsingum. Í fyrsta lagi væri hægt að afnema einkaleyfi ríkisins en hafa áfengi áfram í sérvöruverslunum (ekki matvöruverslunum). Í öðru lagi væri hægt að leyfa sölu bjórs í matvöruverslunum en hafa vín og sterkara áfengi í sérvöruverslunum, eða vín og bjór í matvöruverslunum en sterkt áfengi aðeins í sérvöruverslunum. Hægt væri að flytja sölu áfengis til einkaaðila en takmarka fjölda útsölustaða. Þá væri ekki sjálfgefið að verslunarkeðja fengi að selja áfengi í öllum verslunum sínum. Einkavæða mætti áfengissölu en banna áfram áfengisauglýsingar. Þannig mætti lengi telja upp einkavæðingarleiðir sem farnar hafa verið t.d. í Bandaríkjunum og taka a.m.k. eitthvert tillit lýðheilsusjónarmiða.Gott fyrirkomulag Þessar ábendingar ber ekki að skilja sem stuðning við einkavæðingu áfengissölu. Ég hef ekki séð nein traust rök sem mæla með því að umtalsverður hagnaður af smásölu áfengis verði færður til einkaaðila frá ríkinu sem ber verulegasta kostnaðinn af skaðsemi áfengis. Núverandi skipan á smásölu áfengis á Íslandi er gott fyrirkomulag sem virðir í senn frelsi einstaklinga til að neyta áfengis og rétt samfélagsins til að verja sig gegn þeim skaðvaldi sem áfengi er. Ég veit ekki betur en starfsfólk ÁTVR hafi sinnt störfum sínum vel og hafi hlotið fyrir þau ýmsar viðurkenningar. Það hlýtur að vera ömurlegt fyrir þetta starfsfólk að þurfa á ári hverju að óttast um framtíð sína og hlusta á linnulítinn áróður markaðssinna um að aðrir mundu sinna störfum þess betur. Með þessari hugleiðingu vil ég einungis benda á að vel er hægt að einkavæða sölu áfengis án þess að galopna allar dyr og falla í öllum aðalatriðum frá farsælli áfengisstefnu Íslendinga líkt og lagt er til í frumvarpinu. Frumvarpsflytjendur hafi annaðhvort ekki unnið heimavinnu sína eða þeir beita vísvitandi blekkingum. Hvort tveggja er óafsakanlegt þegar um svo mikilvægt mál er að ræða. Segjum nei við áfengi í matvöruverslanir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun