Hversu mikið eiga lífeyrissjóðirnir af innlendum hlutabréfum? Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson Skoðun Skoðun Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Flótti ríkisstjórnarinnar frá Flóttamannavegi Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hvernig byggjum við upp hágæða almenningssamgöngur? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Urðum ekki yfir staðreyndir Anna Sigríður Guðnadóttir skrifar Skoðun Leysum leikskólamálin í Reykjavík Anna Björk Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Bjargráð Heiða Kristín Helgadóttir skrifar Skoðun Prófkjör D-lista í Mosfellsbæ 31. janúar Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Að framkvæma fyrst og spyrja svo Regína Hreinsdóttir skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Hættum að tala niður til barna og ungmenna Ómar Bragi Stefánsson skrifar Skoðun Ekki urða yfir okkur Brynja Hlíf Hjaltadóttir skrifar Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Æska mótar lífið – lærdómar af einstæðri langtímarannsókn Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Miðstýring sýslumanns Íslands Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Óeðlilegu afskipti Hönnu Katrínar Jón Kaldal skrifar Skoðun Fyllerí eru hættuleg Hjalti Már Björnsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri og sterkari skólar Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ævintýri á slóðum Vesturfara Karítas Hrundar Pálsdóttir skrifar Skoðun Ég er tilbúinn! Birkir Snær Brynleifsson skrifar Skoðun Lífið er soðin ýsa Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Hagur okkar allra Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Persónuvernd – hvert stefnum við? Helga Þórisdóttir skrifar Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun
Skoðun Rósa Björk Brynjólfsdóttir og aðförin að málfrelsi og frjálslyndi Hjörvar Sigurðsson skrifar
Skoðun Opinber áskorun til borgarstjóra: Hvar er kaffispjallið í Grafarvogi? Elísabet Gísladóttir skrifar
Skoðun Þegar stæðaleitin verður að umferð: Reykjavík þarf skýrari lausnir Gunnar Einarsson skrifar
Skoðun Nei elskan, við eigum hlutfall af heildarlaxamagni heima Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Fjarnám – við erum tilbúin, hvar eruð þið? Brynhildur Jónsdóttir,Sandra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Frá biðlistum til raunhæfra lausna - Félagsbústaðir fyrr og nú Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Tími til að breyta: Lóðaskortur og skipulagsleysi hækkar íbúðaverð Aðalsteinn Leifsson skrifar
Skoðun Hagur barnsins er leiðarljós að betra samfélagi Heiðdís Geirsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Fimm ástæður fyrir því að fullyrðing dómsmálaráðherra er röng Askur Hrafn Hannesson,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Fimm rangfærslur um Byrjendalæsi Gunnar Gíslason,Guðmundur Engilbertsson,Jenný Gunnbjörnsdóttir ,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson Skoðun