Hversu mikið eiga lífeyrissjóðirnir af innlendum hlutabréfum? Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar Skoðun Hanna Katrín og Co, koma til bjargar Björn Ólafsson skrifar Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Aðför ríkisstjórnar Kristrúnar Frostadóttur að flóttafólki Hópur stjórnarkvenna í Solaris skrifar