Hversu mikið eiga lífeyrissjóðirnir af innlendum hlutabréfum? Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar