Hversu mikið eiga lífeyrissjóðirnir af innlendum hlutabréfum? Jóhann Gísli Jóhannesson skrifar 1. nóvember 2017 07:00 Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson skrifar Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason skrifar Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Sjá meira
Íslenska lífeyrissjóðskerfið er með því stærsta sem gerist í alþjóðlegum samanburði sem hlutfall af landsframleiðslu. Heildareignir íslenskra lífeyrissjóða nema rúmlega 3.500 milljörðum króna eða tæplega einni og hálfri landsframleiðslu. Mikið hefur verið rætt og ritað undanfarið um eignasamsetningu lífeyrissjóðanna og þá sérstaklega um hlutfall erlendra eigna. Eins og aðrir hér á landi voru lífeyrissjóðirnir fastir með fjármagn sitt innan gjaldeyrishafta í mörg ár og þannig dró úr hlutfalli erlendra eigna en samhliða jukust innlendar eignir og þá sérstaklega innlend hlutabréf. Það verður þó að hafa það í huga að í kjölfar bankahrunsins árið 2008 þurrkuðust yfir 90% af markaðsvirði innlendra hlutabréfa út og því var hlutfall þess í eignasafni lífeyrissjóða mjög lítið fyrst um sinn. Af umræðunni að dæma virðist það vera trú margra að eign íslenskra lífeyrissjóða í innlendum hlutabréfum sé mjög mikil en raunveruleikinn er annar. Heildarmarkaðsvirði skráðra fyrirtækja er tæplega 1.000 milljarðar og eiga lífeyrissjóðirnir samtals tæplega 400 milljarða af því. Tvö fyrirtæki bera höfuð og herðar yfir önnur hvað stærð varðar en það eru Marel og Össur með markaðsvirði upp á 250 og 200 milljarða hvort um sig. Þessi tvö fyrirtæki eru því meira en 45% af stærð innlenda hlutabréfamarkaðarins og eru lífeyrissjóðir stórir hluthafar í þeim. Af markaðsvirði Marels eiga lífeyrissjóðir um 85 milljarða en í tilfelli Össurar er eign þeirra um 50 milljarðar. Marel og Össur eru stór alþjóðleg fyrirtæki, bæði leiðandi í sinni atvinnugrein, tekjur þeirra beggja eru nær allar erlendar og starfsemi þeirra að sama skapi að miklu leyti erlendis. Þau eru bæði í samkeppni við önnur alþjóðleg fyrirtæki og rekstrarhorfur sveiflast mun meira með hagsveiflum erlendis en hér á landi. Að þessu sögðu er eðlilegt að skoða hvernig eign lífeyrissjóðanna liti út ef félögin væru flokkuð sem erlend eign. Þess ber að geta að Össur hefur þegar tilkynnt að hlutabréf fyrirtækisins muni verða afskráð af íslenska markaðnum fyrir lok árs. Þau munu því einungis verða skráð í Danmörku og ættu því sjálfkrafa að flokkast sem erlend eign í bókum lífeyrissjóðanna við þá breytingu.Eins og sést á myndinni mun innlend hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna lækka um 50 milljarða þegar bréf Össurar verða afskráð af íslenska markaðnum, og ef Marel færi sömu leið myndu 85 milljarðar í viðbót flokkast sem erlend hlutabréfaeign lífeyrissjóða. Samtals myndi innlend hlutabréfaeign þeirra því lækka um tæplega 40 prósent. Ekki er vitað til þess að Marel íhugi erlenda skráningu en engu að síður er ekki óeðlilegt að horft sé á eignarhlut í Marel sem erlenda eign þar sem fyrirtækið á meira sameiginlegt með erlendum fyrirtækjum en innlendum. Auk þess er alls ekki ólíklegt að bréf Marels verði skráð í erlenda kauphöll í framtíðinni enda fram undan mikill vöxtur hjá fyrirtækinu sem mögulega væri auðveldara að fjármagna ef félagið væri skráð erlendis. Athyglisvert er að skoða hvaða áhrif þessi sviðsmynd hefur á samsetningu heildareigna lífeyrissjóða. Af heildareignum lífeyrissjóðanna eru í dag um 11% fjárfest beint í innlendum hlutabréfum. Við afskráningu Össurar fer hlutfallið í 9,6% en væri Marel flokkað sem erlend eign, lækkar hlutfallið í einungis 7,3%. Að sama skapi mun hlutfall erlendra eigna lífeyrissjóða hækka úr um 22% í 23,4% við afskráningu Össurar og í 25,7% væri Marel flokkað sem erlend eign. Í því samhengi má benda á að af erlendum eignum lífeyrissjóðanna er yfirgnæfandi meirihluti þeirra í hlutabréfum, með því hæsta sem gerist í OECD-löndunum. Við fyrstu sýn lítur út fyrir að lífeyrissjóðirnir eigi mikið undir í íslenskum hlutabréfum en við nánari athugun kemur annað í ljós. Ljóst er að Össur mun verða afskráð úr íslensku kauphöllinni fyrir árslok og þá má færa góð rök fyrir því að líta ætti á Marel sem erlenda eign. Sé þessi mynd teiknuð upp kemur í ljós að hlutfall innlendra hlutabréfa af heildareignum lífeyrissjóðanna er rúmlega 7%. Því er engin ástæða til þess lífeyrissjóðirnir haldi ekki áfram fjárfestingum í innlendum hlutabréfum samhliða auknum erlendum fjárfestingum. Höfundur er sjóðsstjóri hlutabréfasjóða GAMMA.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson skrifar
Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun