Sjálfbærni og fjölskyldan Sveinn Margeirsson og Rakel Halldórsdóttir og Páll Gunnar Pálsson skrifa 1. nóvember 2017 07:00 Sjálfbærni er hugtak sem er mikið í umræðunni um þessar mundir. Hugtakið sjálfbærni og sú hugsun sem það felur í sér er fremur nýtt af nálinni sem meðvituð skilgreining og markmið, þó samfélög hafi í raun framan af og ef til vill allt til iðnvæðingar fylgt þeirri hugsun sem eðlilegum, náttúrulegum og sjálfsögðum grunni samfélags. Bændur í gegnum aldirnar hafa til að mynda yrkt jörðina með því sjónarmiði að taka beri tillit til náttúrunnar og ekki megi ganga svo á hana að möguleikar til áframhaldandi yrkju verði skertir, enda myndi það setja lífsviðurværi og möguleika þeirra sjálfra til afkomu í hættu. Sjálfbærni vísar einmitt til þessa, þess að auðlindir jarðar sem samfélagið nýtir sér til næringar og framdráttar, og eru meðal annars grunnur efnahagslegs öryggis og möguleika til framþróunar, séu meðhöndlaðar á þann hátt að framtíð þeirra og möguleikar til áframhaldandi tilurðar og uppsprettu sé tryggt. Í dag er það almennt viðhorf að ágangur manna á auðlindir jarðar sé of mikill og takmarki þar með og hafi neikvæð áhrif á bæði framtíð jarðar og mannkyns. Þessi ágangur hefur fyrst og fremst orðið til við iðnvæðingu og vegna þeirra gróðasjónarmiða sem eru ríkjandi í nýtingu auðlinda, fremur en sjálfbærnisjónarmið, virðing og vernd. Í dag er talið augljóst að afar brýnt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni til betri vegar og meiri sjálfbærni, með framtíð jarðar, auðlinda og lífs, þar á meðal mannkyns, í huga.Sjálfbærnimarkmið/ heimsmarkið SÞ Sjálfbærnimarkmið eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SÞ, voru sett árið 2015 til næstu 15 ára á eftir og eru 17 talsins. Þau eiga að enda fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð og framtíð fyrir alla: Nánari útskýringu á markmiðunum má finna á www.un.is, en 6 fyrstu markmiðin eru útskýrð á eftirfarandi hátt:1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu Parísarsamkomulagið frá 12. desember 2015, innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sem tekur á aðgerðum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðlögun og fjármögnun, frá árinu 2020, fellur að Sjálfbærni-/heimsmarkmiðunum.Þáttur fjölskyldunnar Í dag er talið mikilvægt að allar einingar samfélagsins, stórar sem smáar, lifi samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Grunneining samfélagsins, fjölskyldan, getur til að mynda lifað samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum með ýmsum leiðum, svo sem með flokkun úrgangs, með vistvænum samgöngum, og ekki síst með meðvitaðri neyslu sem byggir á hugsun um sjálfbærni, endurnýtingu og vistvænar aðferðir. Með því að velja staðbundna framleiðslu, þar sem vistvænar aðferðir og sjálfbær hugsun er viðhöfð leggur fjölskyldan sitt af mörkum til sjálfbærari jarðar, með því að styðja við sjálfbært samfélag og minnka um leið kolefnissporið, eða þá mengun sem langur flutningur neysluvörunnar veldur. Aðrar stofnanir samfélagsins, bæði á einka- og opinbera sviðinu, gegna allar mikilvægu hlutverki í aukinni virkni samfélags í átt að sjálfbærni. Við val á matvælum, neyslu og lifnaðarháttum getur þó grunneining samfélagsins, fjölskyldan, haft gífurleg samlegðaráhrif í átt að sjálfbæru samfélagi og sjálfbærri jörð. Sjálfbær jörð byrjar í raun á neytandanum, á fjölskyldunni.Greinin er fyrsti hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Árásir á ferðaþjónustu skaða allt samfélagið Jóhannes Þór Skúlason Skoðun Hvar eru konurnar í byggingariðnaði? Aron Leví Beck Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Til ritstjóra DV Ívar Halldórsson Skoðun Ert þú með þráhyggju? Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Endurhæfing skiptir öllu máli í Parkinson Helga G Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hinsegin í vinnunni Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Við stöndum þeim næst en fáum ekki rödd Svava Bjarnadóttir skrifar Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisstefnan og frelsið Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Sjö staðreyndir í útlendingamálum Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Sjá meira
Sjálfbærni er hugtak sem er mikið í umræðunni um þessar mundir. Hugtakið sjálfbærni og sú hugsun sem það felur í sér er fremur nýtt af nálinni sem meðvituð skilgreining og markmið, þó samfélög hafi í raun framan af og ef til vill allt til iðnvæðingar fylgt þeirri hugsun sem eðlilegum, náttúrulegum og sjálfsögðum grunni samfélags. Bændur í gegnum aldirnar hafa til að mynda yrkt jörðina með því sjónarmiði að taka beri tillit til náttúrunnar og ekki megi ganga svo á hana að möguleikar til áframhaldandi yrkju verði skertir, enda myndi það setja lífsviðurværi og möguleika þeirra sjálfra til afkomu í hættu. Sjálfbærni vísar einmitt til þessa, þess að auðlindir jarðar sem samfélagið nýtir sér til næringar og framdráttar, og eru meðal annars grunnur efnahagslegs öryggis og möguleika til framþróunar, séu meðhöndlaðar á þann hátt að framtíð þeirra og möguleikar til áframhaldandi tilurðar og uppsprettu sé tryggt. Í dag er það almennt viðhorf að ágangur manna á auðlindir jarðar sé of mikill og takmarki þar með og hafi neikvæð áhrif á bæði framtíð jarðar og mannkyns. Þessi ágangur hefur fyrst og fremst orðið til við iðnvæðingu og vegna þeirra gróðasjónarmiða sem eru ríkjandi í nýtingu auðlinda, fremur en sjálfbærnisjónarmið, virðing og vernd. Í dag er talið augljóst að afar brýnt sé að bregðast við þessari þróun og snúa henni til betri vegar og meiri sjálfbærni, með framtíð jarðar, auðlinda og lífs, þar á meðal mannkyns, í huga.Sjálfbærnimarkmið/ heimsmarkið SÞ Sjálfbærnimarkmið eða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna, SÞ, voru sett árið 2015 til næstu 15 ára á eftir og eru 17 talsins. Þau eiga að enda fátækt, vernda jörðina og tryggja velferð og framtíð fyrir alla: Nánari útskýringu á markmiðunum má finna á www.un.is, en 6 fyrstu markmiðin eru útskýrð á eftirfarandi hátt:1. Útrýma fátækt í allri sinni mynd alls staðar2. Útrýma hungri, tryggja fæðuöryggi og bætta næringu og stuðla að sjálfbærum landbúnaði3. Stuðla að heilbrigðu líferni og vellíðan fyrir alla á öllum aldri4. Tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að símenntun fyrir alla5. Tryggja jafnrétti kynjanna og styrkja frumkvæðisrétt allra kvenna og stúlkna6. Tryggja aðgengi, og sjálfbæra nýtingu, allra að hreinu vatni og salernisaðstöðu Parísarsamkomulagið frá 12. desember 2015, innan Rammasamnings Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (UNFCCC), sem tekur á aðgerðum sem hafa það markmið að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda, aðlögun og fjármögnun, frá árinu 2020, fellur að Sjálfbærni-/heimsmarkmiðunum.Þáttur fjölskyldunnar Í dag er talið mikilvægt að allar einingar samfélagsins, stórar sem smáar, lifi samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum. Grunneining samfélagsins, fjölskyldan, getur til að mynda lifað samkvæmt sjálfbærnimarkmiðum með ýmsum leiðum, svo sem með flokkun úrgangs, með vistvænum samgöngum, og ekki síst með meðvitaðri neyslu sem byggir á hugsun um sjálfbærni, endurnýtingu og vistvænar aðferðir. Með því að velja staðbundna framleiðslu, þar sem vistvænar aðferðir og sjálfbær hugsun er viðhöfð leggur fjölskyldan sitt af mörkum til sjálfbærari jarðar, með því að styðja við sjálfbært samfélag og minnka um leið kolefnissporið, eða þá mengun sem langur flutningur neysluvörunnar veldur. Aðrar stofnanir samfélagsins, bæði á einka- og opinbera sviðinu, gegna allar mikilvægu hlutverki í aukinni virkni samfélags í átt að sjálfbærni. Við val á matvælum, neyslu og lifnaðarháttum getur þó grunneining samfélagsins, fjölskyldan, haft gífurleg samlegðaráhrif í átt að sjálfbæru samfélagi og sjálfbærri jörð. Sjálfbær jörð byrjar í raun á neytandanum, á fjölskyldunni.Greinin er fyrsti hluti greinaraðarinnar Sjálfbært Ísland – sjálfbær jörð.Sveinn Margeirsson er forstjóri Matís.Rakel Halldórsdóttir er annar stofnenda Frú Laugu bændamarkaðar, stjórnarmaður SLOW FOOD Reykjavík og ráðgjafi hjá Matís.Páll Gunnar Pálsson er sérfræðingur hjá Matís.
Skoðun Sumarorlofið fór í baráttuna fyrir barni - er það sanngjarnt? Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar