Fyrrverandi forstjóri biðst afsökunar á ummælum um hæstaréttardómara á Facebook Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. janúar 2017 09:30 Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku. Vísir/Hörður Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“ Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Magnús Jónsson, fyrrverandi forstjóri Atorku Group, hefur dregið til baka ummæli sem hann lét falla um hæstaréttardómarana Benedikt Bogason og Karl Axelsson. Ummælin féllu á Facebook í desember og ákváðu dómararnir að stefna honum vegna þeirra.Benedikt Bogason hæstaréttardómari.Vísir/Valli„Þann 13. desember 2016, birti ég færslu hér á Facebook þar sem ég dróttaði að æru hæstaréttardómaranna Benedikts Bogasonar og Karls Axelssonar. Ég fjarlægði færsluna stuttu síðar enda áttu þau atvik sem ég lýsti í færslunni sér aldrei stað og því voru umræddar ásakanir með öllu tilhæfulausar,“ skrifaði Magnús á Facebook-síðu sína í síðustu viku. Ummæli Magnúsar tengdust dómi sem féll í einkamáli í Hæstarétti á síðasta ári en Magnús var ekki sáttur við niðurstöðuna. Málið snerist um fjárskipti Magnúsar og fyrrverandi eiginkonu hans sem tekist var á um fyrir dómstólum. Benedikt var einn þeirra sem kvað upp dóminn. Magnús er sem fyrr segir best þekktur sem forstjóri Atorku Group sem var umsvifamikið á árunum fyrir hrun en það sérhæfði sig í alþjóðlegum fjárfestingum í öðrum fyrirtækjum. Karl Axelsson hæstaréttardómari.Vísir/ValliBaðst afsökunar „Ég bið hér með Benedikt Bogason og Karl Axelsson afsökunar á hinum tilhæfulausu ásökunum. Ég vil jafnframt biðja þá sem deildu færslunni með hinum tilhæfulausu ásökunum að deila jafnframt þessari afsökunarbeiðni.“ Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness í síðustu viku en Benedikt og Karl ákváðu að láta málið niður falla þar sem Magnús féllst á að draga ummælin til baka. Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, lögmaður Benedikts og Karls í málinu, segir Magnús hafa viðurkennt að orðin sem hann lét falla væru röng og tilhæfulaus með öllu. „Umbjóðendur mínir eru ánægðir með þau málalok og þess vegna verður málið fellt niður í vikunni.“
Mest lesið Afsláttardagar skýri skyndilega hækkun bensínverðs Neytendur Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Neytendur Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma Viðskipti innlent Gert að afhenda búslóðina eftir að hafa haldið henni í gíslingu Neytendur Strætómiðinn mun kosta 690 krónur eftir áramót Neytendur Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Hámark tvær vikur í heilsutengd áramótaheit með eiginkonunni Atvinnulíf Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum Viðskipti innlent Samherji gæti tvöfaldast Viðskipti innlent Fleiri fréttir Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Aðlaga lánamál ríkisins að breyttum aðstæðum „Hvernig eigum við unglingar að geta keypt okkur fasteign i framtíðinni?“ Fyrirtæki Elds með málmana sem Trump girnist á Grænlandi Sigla til loðnuleitar í fyrstu viku janúar Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Samherji gæti tvöfaldast Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Sjá meira
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent
Viðskiptafréttir ársins 2025: Leik Play lokið, langþráðar lækkanir og tuttugu milljóna klúbburinn Viðskipti innlent