Mörgum mannslífum bjargað Steindór J. Erlingsson og Pétur Hauksson skrifar 7. september 2017 07:00 Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Skoðun Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Undirritaðir eiga það sameiginlegt að hafa bent á ýmislegt sem betur mætti fara á geðdeild Landspítala. Okkur blöskrar hins vegar sú neikvæða umræða um deildina sem nú á sér stað. Okkar vel meintu athugasemdir á árum áður eru léttvægar í samanburði við núverandi holskeflu óvæginnar gagnrýni. Auðvitað ber að draga lærdóm af hörmulegum atburðum undanfarið, og það verður örugglega gert. Á sama tíma má það alveg koma fram að starfsfólki geðdeildar tekst með starfi sínu að koma í veg fyrir mörg sjálfsvíg og annan skaða. Mörgum mannslífum hefur verið bjargað, en það fer ekki hátt. Ekki er litið á starfið sem hetjulækningar og þessi mannbjörg ratar ekki í fjölmiðla. Hvernig fer starfsfólk geðdeildar að? Árangurinn næst með umfangsmiklu, faglegu og óeigingjörnu starfi. Þetta er erfiðisvinna. Starfsfólk er jafnvel í hættu þegar sjúklingar koma undir áhrifum og í ójafnvægi. Starfsfólk geðdeildar kveinkar sér hins vegar ekki og heldur áfram að gera sitt besta. Komið er fram við sjúka af nærgætni og virðingu. Það skiptir mestu máli og gerir meira gagn en nauðung og hroki. Lausnin er ekki að breyta reglum þannig að strangara eftirlit verði með inniliggjandi sjúklingum, né að nauðung verði aukin. Það myndi breyta sjúkrahúsinu í fangelsi. Aðgengi að sérhæfðri bráðaþjónustu á geðsviði er betri hér en í nágrannalöndum. Hér getur hver sem er gengið inn og fengið faglega aðstoð sérhæfðs starfsmanns geðdeildar, á hvaða tíma dags sem er, án milligöngu eða síunar. Geri aðrir betur. Ekki eru allir sem mæta á geðdeild lagðir inn. Hægt væri að fylla Landspítala allan á svipstundu ef allir sem þess óska yrðu lagðir inn. Hins vegar virðist starfsfólk geðdeildar leggja metnað sinn í að finna viðeigandi úrræði fyrir alla sem þangað leita. Ráðgjöf er veitt og öllum er komið í farveg, eins og það er kallað. Úrræðin geta verið innan deildarinnar eða utan. Heilsugæslan getur í mörgum tilvikum veitt viðeigandi hjálp, þrátt fyrir neikvæða umræðu um þá mikilvægu þjónustu. Hlutverkasetur, Hugarafl, Geðhjálp, Klúbburinn Geysir og Rauðakrossathvörfin Vin, Laut og Lækur hjálpa einnig mörgum. Reynsla greinarhöfunda er að þeir sem þurfa innlögn eru lagðir inn, m.a. þeir sem eru í sjálfsvígshættu og eru með geðsjúkdóm. Starfsfólkið er lífsbjörg þeirra. Vanlíðan er að vonum mikil og fáir tjá sig um hana og hjálpina sem þeim er veitt. Og ekki fer starfsfólk geðdeildar að hrósa sjálfu sér. Hjálpin fer ekki hátt og því er þetta ritað. Auk umræðu um framangreinda mannbjörg, mæla greinarhöfundar með umræðu og aðgerðum til að koma í veg fyrir þann mikla fjölda sjálfsvíga sem eiga sér stað hér á landi á ári hverju. Steindór J. Erlingsson er vísindasagnfræðingur og hefur oft þurft að leita hjálpar á geðdeild Landspítala.Pétur Hauksson er geðlæknir.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun