Tulipop með hundruð milljóna króna sjónvarpsþætti Sunna Sæmundsdóttir skrifar 20. október 2017 20:00 Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga. Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira
Íslenska fyrirtækið Tulipop á í viðræðum við alþjóleg stórfyrirtæki um framleiðslu á 52 þátta sjónvarpsseríu. Þættirnir verða að líkindum frumsýndir eftir tvö ár og munu kosta um 500 til 700 milljónir króna. Íslenska fyrirtækið Tulipop hefur vaxið hratt frá stofnun fyrir sjö árum. Vörur tengdar ævintýraheiminum eru seldar um allan heim og fór fyrsta teiknimyndaserían í loftið fyrir viku síðan á Youtube. Framkvæmdastjóri segir markmiðið með Youtube þáttunum vera að kynna vörumerkið betur áður en fyrirhugaðir sjónvarpsþættir fara í loftið. Tulipop var um síðustu helgi valið ásamt áttatíu öðrum á vörusýningu í Cannes og hlaut þar góðar viðtökur. Voru þættirnir meðal annars valdir á forsíðu tímaritsins Kids Screen, sem er helsti fjölmiðillinn í teiknimyndabransanum. Fyrirtækið er nú þegar komið með áhugasama kaupendur að sjónvarpsþáttunum. „Markmiðið hjá okkur er að klára fjármögnun á þessari sjónvarpsseríu innan sex mánaða. Þannig nú erum við að fara eiga framhaldsfundi með þessum aðilum sem hafa lýst yfir áhuga og svo að ljúka samningum með þeim. Þá er markmiðið að serían fari í framleiðslu innan sex mánaða og er þá kannski að fara í sjónvarpið við lok ársins 2019," segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Tulipop. Einungis er horft til stórra og alþjóðlegra samstarfsaðila. „Við erum eiginlega eins og er nær einungis í samningaviðræðum við aðila sem eru risastórir og alþjóðlegir, bæði framleiðendur og dreifingarfyrirtæki. Það er algjörlega okkar markmið. Að Tulipop fari út um allan heim," segir Helga. Sjónvarpssería af þessari stærðargráðu kostar um 500 til 700 milljónir króna í framleiðslu. „Þetta eru 52 þættir, þeir kosta á bilinu fjórar til sex milljónir evra, þannig þetta eru stórar fjárhæðir. En þetta yrði alltaf fjármagnað sérstaklega. Við erum þá að fara í samstarf með dreifingaraðila og meðframleiðanda sem koma með fjármagn," segir Helga.
Mest lesið Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Viðskipti innlent „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Viðskipti innlent Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Sjá meira