Telur að hlutabréf Icelandair séu undirverðlögð Haraldur Guðmundsson skrifar 23. febrúar 2017 11:37 Svört afkomuviðvörun Icelandair Group í byrjun mánaðarins leiddi til mikillar lækkunar á hlutabréfaverði flugfélagsins. Vísir/Vilhelm Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári. Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Greiningardeild Arion banka telur að hlutabréf í Icelandair Group séu undirverðlögð þessa stundina. Í nýju verðmati deildarinnar eru bréfin metin á 19 krónur á hlut en þau standa nú í 16,3 krónum í Kauphöll Íslands. Þetta kemur fram í verðmatinu sem Vísir hefur undir höndum. Í því er bent á að þótt flugfélög eigi það til að jafna sig fyrr á sveiflum í þeirra starfsemi sé óljóst á þessum tímapunkti nákvæmlega hvenær Icelandair flýgur í gegnum sína erfiðleika. Það sé aftur á móti líklegra að flugfélagið komist úr þeim mótvindi sem hefur leitt til þess að hlutabréfin hafa fallið í verði um 26 prósent frá síðustu mánaðamótum. Starfsmenn greiningardeildarinnar segja aftur á móti að ekki megi vanmeta óvissuna í alþjóðastjórnmálum og möguleg áhrif ferðabanns Donald Trump, forseta Bandaríkjanna. Það hafi og muni áfram hafa mikil áhrif á áhuga fólks á að ferðast til Ameríku. Fréttir um allt að 20 prósenta samdrátt í sölu á ferðum til Bandaríkjanna berist nú nú á sama tíma og bókunum hefur fækkað hjá Icelandair. Greiningardeildin teiknar upp þrjár ólíkar sviðsmyndir um hvernig næstu vikur og mánuðir í rekstri félagsins gætu haft áhrif á verð bréfanna. Tvær þeirra gera ráð fyrir að þau séu undirverðlögð en í þeirri þriðju er bent á að framtíð flugfélagsins er lituð mikilli óvissu næstu tólf til átján mánuði. Fjárfestar eigi meðal annars að fylgjast vel með þróun í gengi krónunnar og ólíuverði og sýnileika flugfélagsins í leitarvélum. Spáir deildin því að krónan muni styrkjast um allt að tíu prósent á þessu ári.
Donald Trump Tengdar fréttir Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17 Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30 Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08 Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15 Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09 Mest lesið Engar viðræður fyrr en Trump fellir niður tolla Viðskipti erlent Minni sala í skugga slæmra efnahagshorfa Viðskipti erlent „Þetta er ömurleg staða“ Viðskipti innlent Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap Viðskipti innlent Sekta TikTok um tæpa áttatíu milljarða Viðskipti erlent Syndis kaupir Ísskóga Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Neytendur Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Fleiri fréttir Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Sjá meira
Icelandair eina fyrirtækið sem lækkaði Hlutabréf í Icelandair Group lækkuðu í verði um 0,5 prósent í dag í 1,5 milljarða króna viðskiptum. 13. febrúar 2017 17:17
Lykilmaður hjá Icelandair seldi bréf fyrir 130 milljónir Framkvæmdastjóri hjá Icelandair Group seldi hlutabréf í fyrirtækinu í byrjun september. Markaðsvirði bréfanna hefur síðan þá lækkað um 40 prósent. Þremur vikum síðar seldi stjórnarmaður í félaginu. 10. febrúar 2017 04:30
Bandarískir fjárfestingasjóðir með tvö prósent í Icelandair Fjórir bandarískir fjárfestingasjóðir á vegum eignastýringarfyrirtækisins Eaton Vance eiga í dag samanlagt rúmlega tvö prósent eignarhlut í Icelandair Group. 15. febrúar 2017 08:08
Finnur Reyr og Tómas tefla fram sínum manni í stjórnarkjöri Icelandair Finnur Reyr og Tómas standa meðal annars að baki félagi í eigu fjögurra fjárfesta sem á skömmum tíma hefur eignast um 1,5 prósent í Icelandair. Þeir tefla fram Ómari Benediktssyni í komandi stjórnarkjöri. 23. febrúar 2017 07:15
Hlutabréf Icelandair hríðfalla eftir svarta afkomuviðvörun Hlutabréf í Icelandair Group hafa fallið í verði um 24 prósent frá opnun markaða í morgun. Lækkunina má rekja til svartrar afkomuviðvörunar sem fyrirtækið sendi Kauphöll Íslands í morgun. 1. febrúar 2017 10:09