Wal-Mart hefur sölu á bílum Finnur Thorlacius skrifar 24. janúar 2017 09:48 Ein verslana Wal-Mart í Bandaríkjunum. Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent
Wal-Mart keðjan bandaríska selur allt milli himins og jarðar og nú hefur þar verið hafin sala á bílum. Það hefur Wal-Mart gert í 25 verslunum sínum á afmörkuðu svæði í suðvesturhluta Bandaríkjanna. Í áætlunum Wal-Mart er hinsvegar að gera slíkt í verslunum sínum um landið allt. Wal-Mart selur bílana í samstarfi við CarSaver og hafa básar CarSaver verið settir upp í þeim verslunum sem salan er hafin í. Þeir viðskiptavinir sem kaupa bíl í Wal-Mart verslununum munu spara að meðaltali 3.000 dollara á hvern þann bíl sem keyptur verður, en það varð reyndin í tilraunaverkefni Wal-Mart og CarSaver sem gerð var í fyrra í einni verslun Wal-Mart í Flórída. Þar kom einnig í ljós að þeir sem mæltu sér mót við CarSaver básinn keyptu bíl í 80% tilfella. Því má búast við að básarnir í Wal-Mart verði öflug sölutæki á bílum. Tryggt verður að viðskiptavinir þeir sem festa kaup á bíl í Wal-Mart geti nálgast nýja bílinn í söluumboði innan 25 km radíus frá hverri verslun. Wal-Mart gerir ráð fyrir því að bílasala verði hafin í verslunum fyrirtækisins um öll Bandaríkin eftir um 2 ár.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Erlent Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Erlent Skammdegið víkur með hækkandi sól Innlent