Aron Snær Júlíusson úr GKG sigraði á Securitasmótinu í golfi sem fram fór á Grafarholtsvelli um helgina. Mótið er lokamót tímabilsins á Eimskipsmótaröðinni.
Aron Snær fór hringinn í dag á fjórum höggum undir pari og var samtals á níu höggum undir pari.
Haraldur Franklín Magnús úr GR, sem var í forystu fyrir daginn, lék á einu höggi yfir pari í dag og endaði í öðru sæti á sjö höggum undir pari samanlagt.
Í kvennaflokki vann Karen Guðnadóttir úr GS sigur en hún lék hringinn í dag á pari og var samtals á 11 höggum yfir pari.
Berglind Björnsdóttir úr GR var í öðru sæti á 12 höggum yfir pari, en hún lék á tveimur höggum yfir pari í dag.
Vikar Jónasson endaði efstur á stigalista Eimskipsmótarraðarinnar og Berglind Björnsdóttir var efst kvennamegin.
Vikar vann Eimskipsmótaröðina

Tengdar fréttir

Haraldur Franklín í forystu fyrir lokadaginn
Haraldur Franklín Magnús úr GR er í forystu eftir annan keppnisdag á Securitasmótinu í golfi.