Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 Birgir Olgeirsson skrifar 23. maí 2017 10:51 Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka. vísir/gva Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 vegna breytinga á skipulagi bankans sem taka gildi í dag. Munu þrjú tekjusvið þjóna viðskiptavinum; Einstaklingar, Viðskiptabanki og Fyrirtæki og fjárfestingar. Segir í tilkynningu að markmið breytinganna sé að sníða skipulag bankans að breyttum þörfum viðskiptavina og bjóða betri bankaþjónustu. Breytingarnar munu jafnframt styrkja stöðu bankans með tilliti til umfangsmikilla breytinga á regluverki og örrar tækniþróunar. Hlutverk Einstaklingssviðs er að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu í gegnum rafrænar dreifileiðir og nútímalegt útibúanet um land allt. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og mun leiða Einstaklingssvið bankans. Sigríður er lögmaður með MBA próf Copenhagen Business School. Hún hefur starfað frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands. Viðskiptabanki þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í útibúum bankans, þar sem sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu veita alhliða fjármálaþjónustu. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er jafnframt hluti af Viðskiptabankasviði. Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs er Una Steinsdóttir. Á sviðinu Fyrirtæki og fjárfestar verður veitt heildstæð fjármálaþjónusta fyrir fjárfesta og stærstu fyrirtæki landsins sem felst meðal annars í lánveitingum, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. Framkvæmdastjóri sviðsins er Vilhelm Már Þorsteinsson. VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði. Jafnframt verður áherslubreyting á greiningarstarfi en áfram verður starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur þetta að segja um breytingarnar í tilkyninngunni sem barst frá Íslandsbanka: „Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi.“ Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Starfsmönnum Íslandsbanka fækkar um 20 vegna breytinga á skipulagi bankans sem taka gildi í dag. Munu þrjú tekjusvið þjóna viðskiptavinum; Einstaklingar, Viðskiptabanki og Fyrirtæki og fjárfestingar. Segir í tilkynningu að markmið breytinganna sé að sníða skipulag bankans að breyttum þörfum viðskiptavina og bjóða betri bankaþjónustu. Breytingarnar munu jafnframt styrkja stöðu bankans með tilliti til umfangsmikilla breytinga á regluverki og örrar tækniþróunar. Hlutverk Einstaklingssviðs er að veita viðskiptavinum alhliða fjármálaþjónustu í gegnum rafrænar dreifileiðir og nútímalegt útibúanet um land allt. Sigríður Hrefna Hrafnkelsdóttir er nýr framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka og mun leiða Einstaklingssvið bankans. Sigríður er lögmaður með MBA próf Copenhagen Business School. Hún hefur starfað frá árinu 2014 sem framkvæmdastjóri smásölusviðs Olíuverzlunar Íslands. Viðskiptabanki þjónustar lítil og meðalstór fyrirtæki í útibúum bankans, þar sem sérfræðingar í fyrirtækjaþjónustu veita alhliða fjármálaþjónustu. Ergo, fjármögnunarþjónusta Íslandsbanka er jafnframt hluti af Viðskiptabankasviði. Framkvæmdastjóri Viðskiptabankasviðs er Una Steinsdóttir. Á sviðinu Fyrirtæki og fjárfestar verður veitt heildstæð fjármálaþjónusta fyrir fjárfesta og stærstu fyrirtæki landsins sem felst meðal annars í lánveitingum, miðlun verðbréfa og gjaldeyris, fyrirtækjaráðgjöf, einkabankaþjónustu og sölu áhættuvarna. Framkvæmdastjóri sviðsins er Vilhelm Már Þorsteinsson. VÍB eignastýring mun færast yfir á tekjusviðin og í dótturfélag bankans, Íslandssjóði. Jafnframt verður áherslubreyting á greiningarstarfi en áfram verður starfandi aðalhagfræðingur sem mun bera ábyrgð á þjóðhagsgreiningu bankans. Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hefur þetta að segja um breytingarnar í tilkyninngunni sem barst frá Íslandsbanka: „Á undanförnum árum höfum við verið að einfalda bankaviðskiptin og nú einföldum við og aðlögum skipulag bankans að breyttu umhverfi. Það er öllum fyrirtækjum hollt að fara í gegnum skipulagsbreytingar og í því liggja fjölmörg tækifæri. Með þessum breytingum blæs bankinn til sóknar og treystir undirstöður fyrir aukna skilvirkni. Við hlökkum til áframhaldandi góðs samstarfs við viðskiptavini okkar þar sem við munum einblína á enn betri þjónustu í nýju og einfaldara skipulagi.“
Mest lesið Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Viðskipti innlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira