Fiskeldi í Ísafjarðardjúpi – fólk, laxar og sameiginleg framtíð Jón Páll Hreinsson skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Ísafjarðardjúp er talið afar heppilegt svæði til að halda úti fiskeldi. Hafrannsóknastofnun hefur metið að Ísafjarðardjúp þoli 30.000 tonna eldi eins og fram kemur í burðarþolsmati sem stofnunin gaf út sl. vetur. Eldislax er verðmætur fiskur og skilar meiri verðmætum á hvert kíló en bolfiskur. Þannig mun 30.000 tonna fiskeldi á laxi skila meiri verðmætum en allur bolfiskafli sem kemur á land í Bolungarvík, Ísafirði og Súðavík. Samkvæmt tölum um fjölda starfa í norsku fiskeldi, má gera ráð fyrir að 30.000 tonna fiskeldi í Ísafjarðardjúpi skapi á bilinu 400 til 600 störf. Þá eru ótalin afleiddu störfin, störfin sem skapast í samfélaginu vegna aukningar á opinberri þjónustu og annarri almennri þjónustu. Áhrifin af þessum nýjum störfum myndu leiða til þess að fjölgun íbúa væri ekki talin í hundruðum, heldur þúsundum íbúa í sveitarfélögum við Djúp. Utan þessa hefur starfsemi fiskeldisfyrirtækja jákvæð áhrif á rekstur sveitarfélaga, en fiskeldisfyrirtæki eru t.d. mikilvægir viðskiptavinir hafnarsjóða sveitarfélaganna. Þessi 30.000 tonn af eldislaxi gætu skilað 300 til 400 milljónum í tekjur til hafnarsjóða þessara sveitarfélaga sem eru svipaðar tekjur og af 200-300 skemmtiferðaskipum. Það þarf því ekki að efast um að fyrirhugað fiskeldi í Ísafjarðardjúpi mun skipta sköpum fyrir samfélögin við Djúp. Þúsundir nýrra starfa og fjölgun íbúa munu auka getu sveitarfélaganna til að byggja upp betra samfélag. Betra samfélag sem ekki verður lengur í stöðugri varnarbaráttu með tilheyrandi fækkun íbúa þar sem sífellt erfiðara verður að halda uppi þeirri þjónustu sem íbúar eiga skilið. Betra samfélag er sjálfbært samfélag , sem viðheldur sér og vex í sátt við menn, líf, umhverfi og framtíð. Þessi mikilvæga uppbygging má ekki ganga á náttúruna með óafturkræfum hætti og nauðsynlegt að finna jafnvægi milli nýtingar og verndunar. Í nýlegri skýrslu Hafrannsóknastofnunar er komist að þeirri niðurstöðu að of mikil áhætta er á að þrjár laxveiðiár í Ísafjarðardjúpi verði fyrir skaða vegna erfðablöndunar við strokufiska úr fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Ýmsir hafa gagnrýnt skýrsluna og forsendur hennar og viljað hunsa niðurstöður hennar. Aðrir hafa jafnvel ýjað að því að fórna mætti laxastofninum í þessum fallegu laxveiðiám. Þess þarf ekki og að sjálfsögðu á náttúran að njóta vafans, eins og hún hefur fengið að gera í gegnum allt leyfisferli fiskeldis í Ísafjarðardjúpi. Í skýrslu Hafrannsóknastofnunar er hins vegar einnig fjallað um mótvægisaðgerðir sem fiskeldisfyrirtæki geta gripið til til að minnka áhættuna á erfðablöndun. Fiskeldisfyrirtækin hafa sjálf talað fyrir mótvægisaðgerðum og hafa þau fjallað um þær í sínum umsóknum um fiskeldi í Ísafjarðardjúpi. Það er krafa okkar að samfélagið við djúp fái líka að njóta vafans og það verði reynt á umræddar mótvægisaðgerðir. Áhættumatið verði endurmetið á forsendum mótvægisaðgerða og ný sviðsmynd verði gerð á forsendum þess. Umræddar laxveiðiár verði jafnframt vaktaðar sérstaklega og fylgst með hvernig villti stofninn bregst við fiskeldi. Ef vel tekst til með fiskeldið og sannanlega verði sýnt fram á að mótvægisaðgerðir virki, þá er ekkert því til fyrirstöðu að hefja fiskeldi í Ísafjarðardjúpi strax á næsta ári. Á sama tíma fær náttúran áfram að njóta vafans. Það er ófrávíkjanleg krafa að hagsmunir samfélagsins við Djúp séu jafnframt hafðir til hliðsjónar í þeirri stóru ákvörðun um hvort leyfa eigi fiskeldi í Ísafjarðardjúpi sem nú er fram undan. Það eru allar forsendur fyrir hendi, lýðfræðilegar, líffræðilegar, vistvænar og hagrænar að menn og laxar, hvort sem þeir lifa villt eða í eldi, eigi sér öfluga sameiginlega framtíð við Ísafjarðardjúp. Það er kjarni málsins.Höfundur er bæjarstjóri í Bolungarvík.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar