Horft til Íslands og hugsað upphátt Moritz Mohs skrifar 18. ágúst 2017 06:00 Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Skoðun Mest lesið Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver vill eldast ? Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Þögnin, skömmin og kerfið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Logndagur eins og þessi – hugleiðing um vindorkuna Einar Sveinbjörnsson skrifar Skoðun Er hægt að sigra frjálsan vilja? Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Wikinger Reisen í Þýskalandi hefur átt farsæl og góð samskipti við Íslendinga í 48 ár og skipulagt Íslandsferðir þúsunda manna frá meginlandi Evrópu. Í fyrstu ferðuðust viðskiptavinir okkar um í Land Rover jeppum, nú leggjum við mest upp úr gönguferðum á hálendi Íslands. Ísland er og hefur verið eftirsótt ferðamannaland. Við jukum sölu Íslandsferða um 30 prósent á ári undanfarin ár en nú ber svo við að aukningin hefur stöðvast. Útlit er fyrir að álíka margir fari til Íslands á okkar vegum í ár og í fyrra. Ferðafólk streymir auðvitað enn til Íslands og einhverjir lesendur hugsa því væntanlega með sér: „Er ekki bara allt í lagi og ástæðulaust að hafa áhyggjur?“ Kannski ekki. Umsvif íslenskrar ferðaþjónustu eru gríðarlega mikil og verða vonandi áfram en ég þykist sjá blikur á lofti. Þess vegna leyfi ég mér að hugsa hér upphátt. Íslendingar sjálfir orða það víst svo að vinur sé sá er til vamms segir. Ég tek þá á orðinu. Verðlag er óstöðugt á Íslandi. Ekki síst þess vegna er erfiðara að „selja Ísland“ nú en undanfarin ár. Við vitum ekkert um gengi krónunnar á árinu 2018 og eigum því erfitt með að verðleggja Íslandsferðirnar. Viðskiptavinir heyra að Ísland sé orðið dýrt. Þeir sem áhuga hafa á norrænum slóðum fara þá að horfa frekar til Noregs, Svíþjóðar eða Finnlands. Ég hef oft komið til Íslands, fylgist með gangi mála í ferðaþjónustunni og heyri ávæning af opinberri umræðu um ferðamál. Ég sé hótel rísa og veitingahúsum fjölgar stöðugt. Samt er hvorki auðvelt að finna laus hótelherbergi né borð á veitingastað á höfuðborgarsvæðinu. Leiðir flestra liggja um Gullna hringinn og merki fjöldaferðamennsku eru þar augljós. Í ljósi þessa þykir mér undarlegt að íslensk stjórnvöld og ferðamálayfirvöld stuðli ekki á markvissari hátt að uppbyggingu innviða ferðaþjónustu annars staðar á landinu og hafi þannig áhrif á að ferðamenn horfi lengra en sjóndeildarhringur Gullna hringsins nær. Wikinger Reisen kynnir hálendi Íslands sérstaklega á svæðum sínum og skipuleggur göngu- og útivistarferðir í óbyggðum. Til dæmis erum við með vikuferðir hópa sem gista einu sinni á höfuðborgarsvæðinu en dvelja annars í Kerlingarfjöllum og kynnast vel þeirri fjölbreyttu náttúruperlu í stað þess að aka frá einum áfangastað til annars. Í Kerlingarfjöllum á sér stað uppbygging sem mér þykir vera áhugaverð og til eftirbreytni. Þar er áformað að reisa þjónustumiðstöð og gistiálmu í samræmi við nútímakröfur um aðbúnað. Framkvæmdir eru hafnar og lofa góðu. Húsin fara vel í umhverfi sínu og mér virðist augljóst að þarna sé einmitt valin farsæl leið til að styrkja og efla þjónustukjarna á hálendinu. Slíkt á að gera á fáum stöðum en standa þar myndarlega að verki, ekki aðeins í þágu ferðafólksins heldur líka og ekki síður í þágu landsins sjálfs. Kraftar starfsfólks á stærri vinnustöðum nýtast betur til að þjóna, leiðbeina, vakta og verja viðkvæmustu hluta landsins en ef þeir eru dreifðir á mörgum, smærri stöðum. Þetta sjónarmið vekur mismikla hrifningu. Ég verð sums staðar var við undarlega tortryggni eða beina andstöðu við uppbyggingu á helstu þjónustustöðum hálendisins. Ég skynja meira að segja líka andstöðu við að vegum á hálendinu sé við haldið þannig að þeir séu akfærir og í ástandi sem samræmist merkingum á landakortum. Slíka hugsun skil ég bara ekki! Ef íslensk stjórnvöld vilja á annað borð stuðla að vistrænni og sjálfbærri ferðamennsku, á borð við dæmið sem ég nefndi frá Kerlingarfjöllum, ætti einmitt að byggja upp þjónustu á tilteknum stöðum í sátt við umhverfið og samfélagið og hafa hálendisleiðir í boðlegu ástandi. Erlendir ferðamenn koma auðvitað til Íslands áfram en kannski ekki í jafn stríðum straumum og undanfarin ár. Unnt er að hafa áhrif á þróun í ferðaþjónustunni með markvissri uppbyggingu innviða. Þar geta stjórnvöld auðvitað haft mikið að segja með því að marka skýra stefnu. Þau ættu jafnframt að styðja í orði og verki ferðaþjónustufyrirtækin sem taka sjálf frumkvæði að því að styrkja innviði starfsemi sinnar og þar með ferðaþjónustu Íslendinga í heild sinni.Höfundur er svæðisstjóri ferðaskrifstofunnar Wikinger Reisen GmbH í Evrópu.
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Af hverju er ekki hægt að framfylgja ákvörðunum Útlendingastofnunar? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir Skoðun
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Frá stressi í sjálfstraust: Skrefin sem skipta máli á prófatíma Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun