Rúnar: Þýðir ekki að leggjast á koddann og væla Henry Birgir Gunnarsson skrifar 11. janúar 2017 18:04 Rúnar á æfingu landsliðsins í dag. vísir/hbg „Við höfum verið að fara vel yfir leikinn og hvað við ætlum að gera. Ég held að það verði allir með sitt á hreinu er leikurinn gegn Spánverjum hefst,“ sagði stórskyttan Rúnar Kárason við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Metz í dag. Aron Pálmarsson er farinn heim og verður ekki með. Hvaða áhrif hefur það á liðið? „Sjokkið er ekki risastórt því hann hefur ekkert verið með okkur. Þetta hefði verið stærra ef hann hefði verið með okkur á fullu í undirbúningnum. Þetta er það sem maður óttaðist og drulluleiðinlegt að missa hann. Það þýðir samt ekkert að leggjast á koddann og væla. Við vitum allir hvað Aron getur og við værum klárlega í betri málum með hann í liðinu. Þetta er líka tækifæri fyrir liðið að breikka. Að aðrir finni sitt stærra hlutverk og það kemur liðinu til góða síðar.“ Rúnar hefur verið lengi í landsliðinu en er nú að fara á sitt fyrsta stórmót sem aðalskytta liðsins. Hann er því með meiri ábyrgð á herðunum en áður. „Ég er tilbúinn. Á sama tíma fyrir ári var ég að fara á mitt mesta svekkelsismót sem ég var lengi að ná mér eftir. Var ósáttur við spiltímann og traustið sem ég fékk þar. Ég er ánægður að fá stórt hlutverk og Geir hefur ekki farið leynt með það í okkar samtölum að hann vill að ég taki ábyrgð. Mér líður vel með það,“ segir Rúnar ákveðinn. „Ég hef verið á tröppugangi á mínum ferli og er á góðum stað núna. Ég veld þessu betur með hverju árinu. Ég er orðinn 28 ára, tveggja barna faðir. Ég er ekki alveg fæddur í gær. Mér líður rosalega vel með þetta allt saman og er glaður. Það er spenna í mér fyrir verkefninu.“ Það eru ekki gerðar miklar væntingar til liðsins á HM en hvaða væntingar hefur liðið? „Við viljum klárlega komast í 16-liða úrslit og það er ekki gott að lenda í fjórða sætinu í riðlinum. Við viljum í það minnsta ná þriðja sætinu. Spánn er fyrsti leikur og þar getur allt gerst. Við munum selja okkur dýrt og er drullusama hvað þessir gaurar heita. Við munum taka á þeim.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365). HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Fyrsta æfingin í Höllinni | Hópurinn klár í kvöld Það var enginn Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag enda hélt hann heim til Íslands í morgun. 11. janúar 2017 14:57 Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Reikna má með því að Janus Daði Smárason fái meira að gera á HM í Frakklandi en hann reiknaði sjálfur með. 11. janúar 2017 14:00 Bjarki: Það er ekkert að mér Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson tók af allan vafa um það hvort hann myndi spila gegn Spánverjum á morgun er hann ræddi við blaðamann Vísis nú seinni partinn. 11. janúar 2017 17:34 Strákarnir okkar án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Ólafur Guðmundsson er klár skytta númer eitt vinstra megin eftir að ljóst varð að Aron Pálmarsson spilar ekki á HM. 11. janúar 2017 12:26 Ómar Ingi: Búinn að dreyma um þetta síðan ég var tíu ára Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon stóð sig mjög vel á æfingamótinu í Danmörku og fær núna að spreyta sig á stóra sviðinu hérna í Metz. 11. janúar 2017 15:00 Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Framleiðsla Arons Pálmarssonar fyrir íslenska landsliðið deilist nú niður á þrjá til fjóra leikmenn. 11. janúar 2017 12:46 Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. 11. janúar 2017 16:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
„Við höfum verið að fara vel yfir leikinn og hvað við ætlum að gera. Ég held að það verði allir með sitt á hreinu er leikurinn gegn Spánverjum hefst,“ sagði stórskyttan Rúnar Kárason við Vísi á hóteli íslenska liðsins í Metz í dag. Aron Pálmarsson er farinn heim og verður ekki með. Hvaða áhrif hefur það á liðið? „Sjokkið er ekki risastórt því hann hefur ekkert verið með okkur. Þetta hefði verið stærra ef hann hefði verið með okkur á fullu í undirbúningnum. Þetta er það sem maður óttaðist og drulluleiðinlegt að missa hann. Það þýðir samt ekkert að leggjast á koddann og væla. Við vitum allir hvað Aron getur og við værum klárlega í betri málum með hann í liðinu. Þetta er líka tækifæri fyrir liðið að breikka. Að aðrir finni sitt stærra hlutverk og það kemur liðinu til góða síðar.“ Rúnar hefur verið lengi í landsliðinu en er nú að fara á sitt fyrsta stórmót sem aðalskytta liðsins. Hann er því með meiri ábyrgð á herðunum en áður. „Ég er tilbúinn. Á sama tíma fyrir ári var ég að fara á mitt mesta svekkelsismót sem ég var lengi að ná mér eftir. Var ósáttur við spiltímann og traustið sem ég fékk þar. Ég er ánægður að fá stórt hlutverk og Geir hefur ekki farið leynt með það í okkar samtölum að hann vill að ég taki ábyrgð. Mér líður vel með það,“ segir Rúnar ákveðinn. „Ég hef verið á tröppugangi á mínum ferli og er á góðum stað núna. Ég veld þessu betur með hverju árinu. Ég er orðinn 28 ára, tveggja barna faðir. Ég er ekki alveg fæddur í gær. Mér líður rosalega vel með þetta allt saman og er glaður. Það er spenna í mér fyrir verkefninu.“ Það eru ekki gerðar miklar væntingar til liðsins á HM en hvaða væntingar hefur liðið? „Við viljum klárlega komast í 16-liða úrslit og það er ekki gott að lenda í fjórða sætinu í riðlinum. Við viljum í það minnsta ná þriðja sætinu. Spánn er fyrsti leikur og þar getur allt gerst. Við munum selja okkur dýrt og er drullusama hvað þessir gaurar heita. Við munum taka á þeim.“Ekki missa af neinu sem gerist á HM í Frakklandi. Vísir er með öflugt fréttateymi á mótinu sem færir ykkur allar nýjustu fréttirnar af strákunum okkar. Fylgdu okkur á Facebook, Twitter og Snapchat (sport365).
HM 2017 í Frakklandi Tengdar fréttir Fyrsta æfingin í Höllinni | Hópurinn klár í kvöld Það var enginn Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag enda hélt hann heim til Íslands í morgun. 11. janúar 2017 14:57 Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41 Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Reikna má með því að Janus Daði Smárason fái meira að gera á HM í Frakklandi en hann reiknaði sjálfur með. 11. janúar 2017 14:00 Bjarki: Það er ekkert að mér Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson tók af allan vafa um það hvort hann myndi spila gegn Spánverjum á morgun er hann ræddi við blaðamann Vísis nú seinni partinn. 11. janúar 2017 17:34 Strákarnir okkar án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Ólafur Guðmundsson er klár skytta númer eitt vinstra megin eftir að ljóst varð að Aron Pálmarsson spilar ekki á HM. 11. janúar 2017 12:26 Ómar Ingi: Búinn að dreyma um þetta síðan ég var tíu ára Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon stóð sig mjög vel á æfingamótinu í Danmörku og fær núna að spreyta sig á stóra sviðinu hérna í Metz. 11. janúar 2017 15:00 Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Framleiðsla Arons Pálmarssonar fyrir íslenska landsliðið deilist nú niður á þrjá til fjóra leikmenn. 11. janúar 2017 12:46 Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. 11. janúar 2017 16:00 Mest lesið Heimir með Íra í HM-umspil eftir ótrúlega dramatík Fótbolti Úkraína - Ísland | Úrslitaleikur í Varsjá Fótbolti Heimir fékk tilboð: „Pabbi vill ekki vera þar sem stuðningsmenn vilja hann ekki“ Fótbolti „Það verða breytingar“ Fótbolti Óvænt lið Íslands: Hörður, Brynjólfur og Jón Dagur inn Fótbolti „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Íslenski boltinn Lárus gafst upp og hætti að horfa: „Þeir hentu þeim leik“ Fótbolti Samningi Caulkers við Stjörnuna rift Íslenski boltinn Malinovskyi vonar að Albert eigi ekki sinn besta dag Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti Fleiri fréttir Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Valur - Blomberg-Lippe | Elín Rósa og Díana mæta á gamla heimavöllinn Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Haukar einir á toppnum og ÍR rétt missti af fyrsta sigrinum Fékk tíu í einkunn í „sturluðum“ sigri á Íslandsmeisturunum Sjö íslensk mörk í sjöunda sigri meistaranna Uppgjörið: Valur - ÍR 24-25| ÍR tók toppslaginn með minnsta mun Vissi ekki að hann hafði ekki klikkað á skoti: „Það er bara geggjað“ „Margar góðar hendur í Krikanum komið að verki“ „Þetta var bara skita“ FH - KA 45-32 | KA-menn kjöldregnir í Kaplakrika Bjarki Már minnti rækilega á sig í Meistaradeildinni Afleit tíðindi: Andrea í kapphlaupi við tímann fyrir HM Arnór og Stiven mættust í Íslendingaslag Fram hirti sigur af Haukum eftir æsispennu Arnar hitti úr öllu og Þorsteinn hamraði á markið Stærsta tap tímabilsins beið Fram í Sviss Donni markahæstur í stórsigri í Evrópudeildinni Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Íslendingarnir atkvæðamiklir í kvöld Sjá meira
Fyrsta æfingin í Höllinni | Hópurinn klár í kvöld Það var enginn Aron Pálmarsson á æfingu íslenska landsliðsins í dag enda hélt hann heim til Íslands í morgun. 11. janúar 2017 14:57
Aron verður ekki með á HM Það varð ljóst nú rétt fyrir hádegi að besti leikmaður íslenska handboltalandsliðsins, Aron Pálmarsson, verður ekki með á HM í Frakklandi. 11. janúar 2017 11:41
Janus Daði: Fæ vonandi að vera í stóru hlutverki Reikna má með því að Janus Daði Smárason fái meira að gera á HM í Frakklandi en hann reiknaði sjálfur með. 11. janúar 2017 14:00
Bjarki: Það er ekkert að mér Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson tók af allan vafa um það hvort hann myndi spila gegn Spánverjum á morgun er hann ræddi við blaðamann Vísis nú seinni partinn. 11. janúar 2017 17:34
Strákarnir okkar án Arons: „Ólafur fær mikla ábyrgð sem hann stendur vonandi undir“ Ólafur Guðmundsson er klár skytta númer eitt vinstra megin eftir að ljóst varð að Aron Pálmarsson spilar ekki á HM. 11. janúar 2017 12:26
Ómar Ingi: Búinn að dreyma um þetta síðan ég var tíu ára Selfyssingurinn Ómar Ingi Magnússon stóð sig mjög vel á æfingamótinu í Danmörku og fær núna að spreyta sig á stóra sviðinu hérna í Metz. 11. janúar 2017 15:00
Strákarnir okkar án Arons: „Þetta hefur stór áhrif á restina af liðinu“ Framleiðsla Arons Pálmarssonar fyrir íslenska landsliðið deilist nú niður á þrjá til fjóra leikmenn. 11. janúar 2017 12:46
Bjarki: Eigum ekki að sýna Spánverjum neina virðingu Hornamaðurinn Bjarki Már Elísson er einn margra í landsliðinu sem hefur ekki getað beitt sér að fullu vegna meiðsla. 11. janúar 2017 16:00