Ellismellir á Alþingi! Ingimundur Gíslason skrifar 15. nóvember 2017 10:00 Það er mikið rætt um jafnvægi í fjölda einstaklinga í hinum ýmsu hópum á Alþingi. Nú hallar meira en áður á fjölda kvenna inni á nýkjörnu þingi og engir innflytjendur eiga þar sæti nú. En hvernig háttar skiptingu þingsæta eftir aldri? Við lauslega samantekt nú í byrjun nóvember 2017 kemur í ljós að meðalaldur nýkjörinna þingmanna er 49 ár. Sá elsti er 68 ára og sá yngsti 26 ára. Eftir kosningarnar nú í lok október komu 16 nýir þingmenn inn á Alþingi. Meðalaldur þeirra er 48 ár. Sá elsti er 63 ára og sá yngsti 34 ára.Hressir með kollinn í lagi Um það bil 40 þúsund eldri borgarar voru með kosningarétt í kosningunum í október síðastliðnum eða um 16 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Aðeins einn úr þeirra hópi situr á Alþingi eða 1,6 prósent þingmanna. Við vitum að margt eldra fólk er haldið sjúkdómum og ellihrörnun en í þessum hópi eru líka margir hressir og kátir og með kollinn í lagi. Þess vegna vaknar sú spurning hvers vegna eldri borgarar eigi svo fáa úr sínum hópi á þingi.Vanþekking og fordómar? Getur verið að eitthvað djúpt í meðvitund þjóðarinnar virki eins og ósýnileg hindrun? Vanþekking og fordómar? Kannski finnst okkur að eldri borgarar séu best geymdir niðri við Tjörn með barnabörnum að gefa öndum brauð eða spila bingó úti í bæ. Þá eru þeir allavega ekki að þvælast fyrir þeim sem yngri eru. Í öðrum löndum láta þeir sem eldri eru til sín taka í stjórnmálum. Sem dæmi má nefna að Ronald Reagan var rétt tæplega sjötugur þegar hann tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Hann sat svo í embætti í átta ár. Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður lætur enn til sín taka á Bandaríkjaþingi 76 ára gamall. Donald Trump var sjötugur í janúar síðastliðnum þegar hann varð forseti. Höfundur er augnlæknir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Baslað í fyrirmyndarbænum Karl Pétur Jónsson Skoðun Hverfið mitt í Reykjavík 2018 Halldór Auðar Svansson Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson Skoðun Skoðun Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Sjá meira
Það er mikið rætt um jafnvægi í fjölda einstaklinga í hinum ýmsu hópum á Alþingi. Nú hallar meira en áður á fjölda kvenna inni á nýkjörnu þingi og engir innflytjendur eiga þar sæti nú. En hvernig háttar skiptingu þingsæta eftir aldri? Við lauslega samantekt nú í byrjun nóvember 2017 kemur í ljós að meðalaldur nýkjörinna þingmanna er 49 ár. Sá elsti er 68 ára og sá yngsti 26 ára. Eftir kosningarnar nú í lok október komu 16 nýir þingmenn inn á Alþingi. Meðalaldur þeirra er 48 ár. Sá elsti er 63 ára og sá yngsti 34 ára.Hressir með kollinn í lagi Um það bil 40 þúsund eldri borgarar voru með kosningarétt í kosningunum í október síðastliðnum eða um 16 prósent þeirra sem voru á kjörskrá. Aðeins einn úr þeirra hópi situr á Alþingi eða 1,6 prósent þingmanna. Við vitum að margt eldra fólk er haldið sjúkdómum og ellihrörnun en í þessum hópi eru líka margir hressir og kátir og með kollinn í lagi. Þess vegna vaknar sú spurning hvers vegna eldri borgarar eigi svo fáa úr sínum hópi á þingi.Vanþekking og fordómar? Getur verið að eitthvað djúpt í meðvitund þjóðarinnar virki eins og ósýnileg hindrun? Vanþekking og fordómar? Kannski finnst okkur að eldri borgarar séu best geymdir niðri við Tjörn með barnabörnum að gefa öndum brauð eða spila bingó úti í bæ. Þá eru þeir allavega ekki að þvælast fyrir þeim sem yngri eru. Í öðrum löndum láta þeir sem eldri eru til sín taka í stjórnmálum. Sem dæmi má nefna að Ronald Reagan var rétt tæplega sjötugur þegar hann tók við forsetaembættinu í Bandaríkjunum. Hann sat svo í embætti í átta ár. Bernie Sanders öldungadeildarþingmaður lætur enn til sín taka á Bandaríkjaþingi 76 ára gamall. Donald Trump var sjötugur í janúar síðastliðnum þegar hann varð forseti. Höfundur er augnlæknir.
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar