Viðskipti innlent

Verktakafyrirtæki endaði í 312 milljóna þroti

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Heiðarholt ehf. hefur verið lýst gjaldþrota.
Heiðarholt ehf. hefur verið lýst gjaldþrota. Vísir/Daníel Rúnarsson
Skiptum er lokið á búi verktakafyrirtækisins Heiðarholts ehf. en frá þessu var greint í Lögbirtingablaðinu í gær.

Búið var tekið til gjaldþrotaskipta þann 13. nóvember 2013. Engar eignir fundust í búinu og var skiptum í því lokið 30. október 2017 án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur, auk áfallinna vaxta og kostnaðar. Lýstar kröfur námu rúmlega 312 milljónum króna.

Samkvæmt upplýsingum Vísis voru Tollstjóri, BM Vallá og Arion banki meðal stærstu kröfuhafa Heiðarholts. Til að mynda námu kröfur Tollstjóra rúmlega 54 milljónum króna, BM Vallá rúmlega 25 milljónum og Arion banka tæplega 22 milljónum.

Verktakafyrirtækið sinnti til að mynda störfum við uppbyggingu ION Hótelsins á Nesjavöllum.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ICEAIR
1,32
48
17.752
ORIGO
0,62
1
292
ISB
0,46
58
89.617
SIMINN
0,3
13
139.484
ICESEA
0,3
2
725

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ARION
-0,46
24
170.268
SVN
-0,3
5
1.253
SYN
-0,25
1
598
REGINN
-0,19
1
104
FESTI
-0,12
2
20.476
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.