Kári: Ég var frábær Benedikt Grétarsson skrifar 15. nóvember 2017 22:01 Kári á ferðinni í kvöld. vísir/ernir Kári Kristján Kristjánsson átti frábæran leik fyrir ÍBV í 33-34 sigri gegn FH í kvöld. Kári skoraði tíu mörk og fiskaði ótal vítaköst. Þjálfari FH, Halldór Jóhann Sigfússon sagði í samtali við blaðamann eftir leik að hann væri ekki alveg að skilja hvernig FH-ingar gátu lent í svona miklum vandræðum með línumanninn sterka. Þessa skoðun skilur Kári sjálfur, hins vegar engan veginn. „Ég skil ekki af hverju hann skilur ekki að þeir hafi lent í vandræðum með mig. Ég var bara frábær,“ segir Eyjamaðurinn léttur og eðlilega fullur af sjálfstrausti. Kári segist sáttur með margt í leik ÍBV í kvöld. „Við vorum flottir. Í fyrri hálfleik vorum við mjög beittir varnarlega, allir að vinna vel og Andri Heimir kemur geggjaður inn. Í seinni hálfleik er bara helvítis værukærð yfir okkur. Við megum bara ekki falla í svona gryfju. Við eigum til dæmis ekki endalaust að vera að týna boltann úr netinu þegar við erum búnir að skora í sókninni. Ég er óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik en við troðum inn einhverjum 34 mörkum, þannig að það er bara gott.“ Það er ekki langt í EM í handbolta og því ekki úr vegi að spyrja línumanninn hvort að stórmótið sé á bak við eyrað. „Já, ég er aðal og þá hlýt ég að fara á stórmót, er það ekki?“ Blaðamaður bendir góðfúslega á þá staðreynd að landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson ráði samsetningu íslenska landsliðsins. „Já, hann Geiri hringir örugglega í mig og vill spjalla um þetta,“ sagði hinn afar létti Kári Kristján að lokum Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - ÍBV 33-34 | Fyrsta tap FH í vetur ÍBV gerði sér lítið fyrir í kvöld og fór í Kaplakrika og sótti sigur. Eftir átta sigurleiki í röð kom loksins að því að FH tapaði í Olís-deild karla. 15. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Kári Kristján Kristjánsson átti frábæran leik fyrir ÍBV í 33-34 sigri gegn FH í kvöld. Kári skoraði tíu mörk og fiskaði ótal vítaköst. Þjálfari FH, Halldór Jóhann Sigfússon sagði í samtali við blaðamann eftir leik að hann væri ekki alveg að skilja hvernig FH-ingar gátu lent í svona miklum vandræðum með línumanninn sterka. Þessa skoðun skilur Kári sjálfur, hins vegar engan veginn. „Ég skil ekki af hverju hann skilur ekki að þeir hafi lent í vandræðum með mig. Ég var bara frábær,“ segir Eyjamaðurinn léttur og eðlilega fullur af sjálfstrausti. Kári segist sáttur með margt í leik ÍBV í kvöld. „Við vorum flottir. Í fyrri hálfleik vorum við mjög beittir varnarlega, allir að vinna vel og Andri Heimir kemur geggjaður inn. Í seinni hálfleik er bara helvítis værukærð yfir okkur. Við megum bara ekki falla í svona gryfju. Við eigum til dæmis ekki endalaust að vera að týna boltann úr netinu þegar við erum búnir að skora í sókninni. Ég er óánægður með varnarleikinn í seinni hálfleik en við troðum inn einhverjum 34 mörkum, þannig að það er bara gott.“ Það er ekki langt í EM í handbolta og því ekki úr vegi að spyrja línumanninn hvort að stórmótið sé á bak við eyrað. „Já, ég er aðal og þá hlýt ég að fara á stórmót, er það ekki?“ Blaðamaður bendir góðfúslega á þá staðreynd að landsliðsþjálfarinn Geir Sveinsson ráði samsetningu íslenska landsliðsins. „Já, hann Geiri hringir örugglega í mig og vill spjalla um þetta,“ sagði hinn afar létti Kári Kristján að lokum
Olís-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: FH - ÍBV 33-34 | Fyrsta tap FH í vetur ÍBV gerði sér lítið fyrir í kvöld og fór í Kaplakrika og sótti sigur. Eftir átta sigurleiki í röð kom loksins að því að FH tapaði í Olís-deild karla. 15. nóvember 2017 21:45 Mest lesið Þurfti að ýta þjálfarum af sér þegar hún kom í mark Sport Bæting á öllum áhöldum skilaði blandaða liðinu bronsverðlaunum Sport Clippers vann Los Angeles-slaginn | Fyrsti sigur Boston í Toronto síðan 2015 Körfubolti Gunnar Nelson tapaði fyrir Burns Sport Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti Umfjöllun og viðtöl: Valur - Grindavík 68-90 | Annar sigur Grindvíkinga í röð Körfubolti Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍA - Fylkir 2-0 │Skagamenn upp í þriðja sætið Íslenski boltinn Diaz hengdi Conor | Fimmtán bardaga sigurgöngu lokið Sport Umfjöllun og viðtöl: HK - Selfoss 29-34 | Meistararnir gáfu í þegar þess þurfti Handbolti Hollendingar Evrópumeistarar í fyrsta sinn Fótbolti Fleiri fréttir „Þetta lítur verr út en þetta var“ Orri var flottur í Íslendingaslagnum Gott kvöld fyrir Norðurlandaþjóðirnar á HM í handbolta Umfjöllun: Afturelding-Haukar 31-22 | Mosfellingar léku sér að toppliðinu KA-menn búnir að byggja vígi í KA-heimilinu Valsmenn með fimmta sigurleikinn í röð Haukur kom að tíu mörkum og Ljónin með fyrsta sigurinn síðan í október Viktor gat ekki spilað í Meistaradeildinni í kvöld „Hún lamdi aðeins á mér“ Elísa er klár í slaginn gegn Serbíu: „Ég er alveg þyrst í að komast út á gólf“ „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Skýrsla frá Stuttgart: Betra en búist var við Magdeburg áfram með fullt hús í Meistaradeildinni Serbarnir unnu með tólf mörkum „Ágætt að byrja á þessu og blóðga liðið“ Sturluð upplifun og skjálftinn farinn „Náðum að stríða þeim og það var markmiðið“ Nýtti pirringin á réttan hátt Margt jákvætt en þýska stálið refsaði Alfreð Gísla keyrði í rúma sex tíma til að sjá íslensku stelpurnar spila Helmingur hópsins að spila á HM í fyrsta sinn Elísa ekki með og Andrea utan hóps „Þeirra helsti veikleiki“ „Það helsta sem ég sakna við Þýskaland“ Fiskur og rauðvín í Barcelona í skugga sögusagna: „Best að segja sem minnst“ Ætla að senda skýr skilaboð gegn Íslandi og gætu fengið vænan bónus „Mun reyna meira á okkur en við erum vanar“ Skjótur bati Janusar: „Tel mig heppinn að ekki hafi farið verr“ „Ég vil ekki gera mér of miklar væntingar“ Fjórtán marka tap Fram í Portúgal Sjá meira
Umfjöllun: FH - ÍBV 33-34 | Fyrsta tap FH í vetur ÍBV gerði sér lítið fyrir í kvöld og fór í Kaplakrika og sótti sigur. Eftir átta sigurleiki í röð kom loksins að því að FH tapaði í Olís-deild karla. 15. nóvember 2017 21:45
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti
Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - ÍBV 26-32 | Eyjamenn virðast vera að toppa á réttum tíma Handbolti