
Allir þurfa súrefni til að lifa
Sjúklingar sem koma í lungnaendurhæfingu á Reykjalund fá mat á því hvort súrefnisskortur er til staðar. Sumir þurfa súrefni allan sólarhringinn en öðrum dugar að hafa viðbótarsúrefni við áreynslu og/eða á næturnar. Við langvarandi súrefnisskort er hætta á versnun annarra sjúkdóma, sem veldur auknu álagi fyrir sjúklinginn og heilbrigðiskerfið. Eingöngu er hægt að gefa súrefni í formi lofts en þá þarf að nota búnað/hjálpartæki sem annaðhvort geymir súrefnið sem lofttegund í kút (súrefniskút) eða þjappar því jafnóðum saman (súrefnissía) og gefur í hærri prósentu en er til staðar í andrúmsloftinu.
Allir sem nota súrefni á Reykjalundi fá hóp- eða einstaklingsfræðslu, þar sem þeim gefst kostur á að ræða um reynslu sína af því að nota viðbótarsúrefni. Farið er yfir bjargráð varðandi súrefnisnotkunina og reynt að styðja fólk í þeirri breytingu sem óneitanlega fylgir. Oft kemur það fram í umræðunni að búnaðurinn/hjálpartækið sem fólk fær úthlutað veldur þeim erfiðleikum í daglegu lífi, s.s. að fara út úr húsi, í félagsstarf, ferðalög og jafnvel í vinnu. Súrefniskútar eru þungir og notandinn þarf að gera áætlanir um ferðir sínar og vita hve lengi kúturinn endist. Súrefnisgjöfin sjálf er þannig orðin hindrun við virkni í daglegu lífi.
Ekki til nóg af ferðasúrefnissíum
Óskastaða flestra er að fá búnað sem er léttur, endingargóður og þægilegt að ferðast með. Því miður er staðan ekki þannig hér á Íslandi því ekki er til nægjanlegur fjöldi af ferðasúrefnissíum. Mörgum finnst þeim vera mismunað þegar þeir sjá að aðrir í sömu stöðu fá léttan búnað, eða búnað sem þeir sjálfir óska sér.
Stuðla þarf að aukinni samvinnu heilbrigðisstarfsmanna, þjónustuaðila og stjórnvalda og hafa þá í huga „lög um réttindi sjúklinga“ (1997 nr. 74 28. maí). Mikilvægt er að meta þörf hvers og eins súrefnisþega þannig að hægt verði að bjóða öllum þá bestu mögulegu meðferð og búnað sem völ er á á hverjum tíma. Allir þurfa nefnilega súrefni til að lifa. Með góðri samvinnu um þetta mikilvæga réttlætismál má búast við virkari þátttöku súrefnisþega í daglegu lífi, bæta lífsánægju þeirra, þrek og úthald. Þannig má bæta árum við líf sjúklinga og lífi við árin og draga úr kostnaði fyrir heilbrigðiskerfið því með viðeigandi meðferð má fækka veikindadögum, heimsóknum á heilsugæslu og innlögnum á sjúkrahús.
Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun

Hæðarveiki og lyf
Ari Trausti Guðmundsson skrifar

Landsvirkjun hafin yfir lög
Björg Eva Erlendsdóttir skrifar

Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik
Sveinn Ævar Sveinsson skrifar

Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans
Sigurður Kári skrifar

Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir
Erna Guðmundsdóttir skrifar

Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning?
Ómar Torfason skrifar

Trump les tölvupóstinn þinn
Mörður Áslaugarson skrifar

„Já, hvað með bara að skjóta hann!“
Þórhildur Hjaltadóttir skrifar

Heimar sem þurfa nýja umræðu!
Sigurður Árni Reynisson skrifar

Sársauki annarra og samúðarþreyta
Guðrún Jónsdóttir skrifar

Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim
Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar

Alþjóðalög eða lögleysa?
Urður Hákonardóttir skrifar

Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna
Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar

GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland
Sigvaldi Einarsson skrifar

Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex
Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar

Verri framkoma en hjá Trump
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Landið talar
Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar

Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf?
Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar

Ísrael – brostnir draumar og lygar
Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar

Ein af hverjum fjórum
Silja Höllu Egilsdóttir skrifar

Vertu drusla!
Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar

Þegar hið smáa verður risastórt
Sigurjón Þórðarson skrifar

Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!!
Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar

Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar

Feluleikur ríkisstjórnarinnar?
Lárus Guðmundsson skrifar

Ég heiti Elísa og ég er Drusla
Elísa Rún Svansdóttir skrifar

Grindavík má enn bíða
Gísli Stefánsson skrifar

Aðventukerti og aðgangshindranir
Kristín María Birgisdóttir skrifar

Lífið í tjaldi á Gaza
Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar

Gaza og sjálfbærni mennskunnar
Elva Rakel Jónsdóttir skrifar