Umhverfismælingar í Helguvík – mikilvægi óháðs mælingaaðila 6. apríl 2017 07:00 Umræða um niðurstöður mælingar á mengandi efnum frá verksmiðju United Silicon í Helguvík hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna viku og þá einkum um hversu áreiðanlegar slíkar mælingar séu. Orkurannsóknir ehf sem ábyrgðaraðili þessara mælinga hefur dregist inn í þá umræðu og fengið gagnrýni fyrir að benda á hugsanlega skekkju í niðurstöðum greininga á þungmálmum.Umfang mælinga Orkurannsóknir ehf hafa annast umhverfismælingar í Helguvík samkvæmt samkomulagi við United Silicon. Orkurannsóknir eru óháður rannsóknaraðili sem starfar innan Keilis. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er samþykkt af Umhverfisstofnun en kostnaður við þetta tiltekna verkefni er greiddur af United Silicon. Haustið 2015 voru tekin bakgrunnssýni af mosa, öðrum gróðri, jarðvegi og ferskvatni og í byrjun árs 2016 voru settar upp þrjár mælistöðvar í nágrenni verksmiðjunnar þar sem fram fara símælingar á lofttegundum og ryki. Á tveimur mælistöðvunum er einnig safnað ryk- og úrkomusýnum.Vottað mæliferli Mælibúnaður er vottaður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisoxíð og örfínt ryk er mælt með sjálfvirkum mælibúnaði á 10 mínútna fresti og eru niðurstöður birtar í rauntíma á vefsíðunni www.andvari.is. Ryksöfnun fer fram með því að draga loft í gegnum síu og er safnað samfellt í 6 daga í einu allt árið. Allir verkferlar eru skilgreindir samkvæmt gæðakerfi Orkurannsókna og rekjanleiki tryggður með skráningum á öllum stigum. Sýni eru send til rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð sem fylgir vottuðum mæliaðferðum samkvæmt ISO 9001.Mælingar þungmálma Mælingar á þungmálmum í ryki frá Helguvík hófust í mars 2016 og hafa sýni verið greind mánaðarlega. Fyrsti hluti var frá mars til september 2016, annar frá október til desember 2016 og sá þriðji frá janúar til mars 2017. Á línuritinu er sýnd niðurstaða þessara mælinga. Í öðrum áfanga mældust gildin fyrir flesta málma um fimmfalt hærri heldur en í fyrsta og þriðja áfanga. Ljóst var að niðurstöður annars áfanga stóðust ekki skoðun um áreiðanleika. Verksmiðjan var ekki gangsett fyrr en um miðjan nóvember 2016 auk þess sem suðlægar áttir voru ríkjandi allt þetta tímabil og vindur því frá mælistöð til verksmiðju. Samanburður á styrk þungmálma í ryki frá mælistöðvum annars vegar og ryki úr útblæstri kísilverksmiðjunnar sýndu allt að 27-falt hærri styrk á arseni í ryki. Undir venjulegum kringstæðum hefðu þessi gildi einfaldlega verið tekin til hliðar þar til frekari mælingar lágu fyrir sem staðfestu eða útilokuðu þau. Aðstæður kröfðust hins vegar skjótra viðbragða og því var tekin ákvörðun um að tilkynna Umhverfisstofnun að um hugsanlega skekkju væri að ræða.Hvernig er hægt að fyrirbyggja rangar niðurstöður? Það er ekkert til sem heitir „rétt“ niðurstaða í mælingum. Með endurteknum mælingum er reynt að komast sem næst því. Við mat á niðurstöðum eru núllpunktsskekkja, kerfisbundin mæliskekkja, mælióvissa og staðalfrávik lykilatriði. Orkurannsóknir fylgja viðurkenndum ferlum við mælitækni. Þegar hlutir fara úrskeiðis skipta viðbrögðin mestu máli og því verður gripið til eftirfarandi aðgerða: Rannsóknarstofa ALS, sem annast greiningar, hefur að beiðni Orkurannsókna hafið rannsókn vegna umræddrar mælingar. Samanburðarsýni fyrir ryk verða send til annarra rannsóknarstofa. Verkferlar Orkurannsóknar verða yfirfarnir og skráningar auknar.Samantekt Í vinnslu er ársskýrsla fyrir umhverfismælingar í Helguvík fyrir árið 2016. Hún mun lýsa öllum þáttum mælinga sem farið hafa fram, þar á meðal mælingum á jarðvegs-, gróður- og vatnssýnum sem tekin voru haustið 2015. Gerð verður grein fyrir símælingum á lofttegundum og ryki sem hófust í janúar 2016 og samanburður á gildum fyrir og eftir gangsetningu verksmiðjunnar í nóvember 2016. Þessi skýrsla mun varpa skýrara ljósi á mælanleg áhrif kísilverksmiðju United Silicon á nánasta umhverfi. Umhverfisstofnun hefur falið Orkurannsóknum ehf að annast skýrslugerðina sem sýnir að fyrirtækið nýtur trausts hjá stofnuninni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Umræða um niðurstöður mælingar á mengandi efnum frá verksmiðju United Silicon í Helguvík hafa verið áberandi í fjölmiðlum undanfarna viku og þá einkum um hversu áreiðanlegar slíkar mælingar séu. Orkurannsóknir ehf sem ábyrgðaraðili þessara mælinga hefur dregist inn í þá umræðu og fengið gagnrýni fyrir að benda á hugsanlega skekkju í niðurstöðum greininga á þungmálmum.Umfang mælinga Orkurannsóknir ehf hafa annast umhverfismælingar í Helguvík samkvæmt samkomulagi við United Silicon. Orkurannsóknir eru óháður rannsóknaraðili sem starfar innan Keilis. Fyrirtækið var stofnað árið 2010 og er samþykkt af Umhverfisstofnun en kostnaður við þetta tiltekna verkefni er greiddur af United Silicon. Haustið 2015 voru tekin bakgrunnssýni af mosa, öðrum gróðri, jarðvegi og ferskvatni og í byrjun árs 2016 voru settar upp þrjár mælistöðvar í nágrenni verksmiðjunnar þar sem fram fara símælingar á lofttegundum og ryki. Á tveimur mælistöðvunum er einnig safnað ryk- og úrkomusýnum.Vottað mæliferli Mælibúnaður er vottaður samkvæmt alþjóðlegum stöðlum. Brennisteinsdíoxíð, köfnunarefnisoxíð og örfínt ryk er mælt með sjálfvirkum mælibúnaði á 10 mínútna fresti og eru niðurstöður birtar í rauntíma á vefsíðunni www.andvari.is. Ryksöfnun fer fram með því að draga loft í gegnum síu og er safnað samfellt í 6 daga í einu allt árið. Allir verkferlar eru skilgreindir samkvæmt gæðakerfi Orkurannsókna og rekjanleiki tryggður með skráningum á öllum stigum. Sýni eru send til rannsóknarstofu ALS í Svíþjóð sem fylgir vottuðum mæliaðferðum samkvæmt ISO 9001.Mælingar þungmálma Mælingar á þungmálmum í ryki frá Helguvík hófust í mars 2016 og hafa sýni verið greind mánaðarlega. Fyrsti hluti var frá mars til september 2016, annar frá október til desember 2016 og sá þriðji frá janúar til mars 2017. Á línuritinu er sýnd niðurstaða þessara mælinga. Í öðrum áfanga mældust gildin fyrir flesta málma um fimmfalt hærri heldur en í fyrsta og þriðja áfanga. Ljóst var að niðurstöður annars áfanga stóðust ekki skoðun um áreiðanleika. Verksmiðjan var ekki gangsett fyrr en um miðjan nóvember 2016 auk þess sem suðlægar áttir voru ríkjandi allt þetta tímabil og vindur því frá mælistöð til verksmiðju. Samanburður á styrk þungmálma í ryki frá mælistöðvum annars vegar og ryki úr útblæstri kísilverksmiðjunnar sýndu allt að 27-falt hærri styrk á arseni í ryki. Undir venjulegum kringstæðum hefðu þessi gildi einfaldlega verið tekin til hliðar þar til frekari mælingar lágu fyrir sem staðfestu eða útilokuðu þau. Aðstæður kröfðust hins vegar skjótra viðbragða og því var tekin ákvörðun um að tilkynna Umhverfisstofnun að um hugsanlega skekkju væri að ræða.Hvernig er hægt að fyrirbyggja rangar niðurstöður? Það er ekkert til sem heitir „rétt“ niðurstaða í mælingum. Með endurteknum mælingum er reynt að komast sem næst því. Við mat á niðurstöðum eru núllpunktsskekkja, kerfisbundin mæliskekkja, mælióvissa og staðalfrávik lykilatriði. Orkurannsóknir fylgja viðurkenndum ferlum við mælitækni. Þegar hlutir fara úrskeiðis skipta viðbrögðin mestu máli og því verður gripið til eftirfarandi aðgerða: Rannsóknarstofa ALS, sem annast greiningar, hefur að beiðni Orkurannsókna hafið rannsókn vegna umræddrar mælingar. Samanburðarsýni fyrir ryk verða send til annarra rannsóknarstofa. Verkferlar Orkurannsóknar verða yfirfarnir og skráningar auknar.Samantekt Í vinnslu er ársskýrsla fyrir umhverfismælingar í Helguvík fyrir árið 2016. Hún mun lýsa öllum þáttum mælinga sem farið hafa fram, þar á meðal mælingum á jarðvegs-, gróður- og vatnssýnum sem tekin voru haustið 2015. Gerð verður grein fyrir símælingum á lofttegundum og ryki sem hófust í janúar 2016 og samanburður á gildum fyrir og eftir gangsetningu verksmiðjunnar í nóvember 2016. Þessi skýrsla mun varpa skýrara ljósi á mælanleg áhrif kísilverksmiðju United Silicon á nánasta umhverfi. Umhverfisstofnun hefur falið Orkurannsóknum ehf að annast skýrslugerðina sem sýnir að fyrirtækið nýtur trausts hjá stofnuninni.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun