Kynbundið ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna Edythe L. Mangindin skrifar 7. desember 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. Konur af erlendum uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfisins. Hlutfall erlendra kvenna er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 um erlendar konur sem höfðu leitað í Kvennaathvarfið, kom í ljós að mikill munur er á aðstöðu og upplifun þeirra eftir landfræðilegum uppruna vegna reglugerðar um frjálst flæði vinnuafls innan EES. Í sumum tilvikum eru konur frá löndum utan EES háðar maka varðandi dvalarleyfi í landinu, sem gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi eiginmanna sinna. Ókunnugleiki og tungumálaerfiðleikar auðvelda misnotkun og geta stuðlað að félagslegri einangrun. Vitað er til þess að fleiri en ein erlend kona hafa komið vegna sama manns og svo virðist sem einstaka ofbeldismenn velji kerfisbundið konur frá löndum utan EES og telji þær auðveldari fórnarlömb ofbeldis vegna stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Sökum tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið ofbeldi felur í sér ójafnan aðgang að heilsufarsþáttum (t.d. húsnæði, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu) sem veldur því að þessar konur verða mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu. Stjórnvöld þurfa að kanna hvað orsakar kerfisbundið ofbeldi, ofbeldi milli einstaklinga og hvernig slík sambönd móta ofbeldis upplifun kvenna. Stjónvöld þurfa að gera meira en að bregðast við eftirmála ofbeldisins og komast að því hvað veldur þessu ofbeldi og hvernig má koma í veg fyrir það. Til að ná varanlegri breytingu er mikilvægt að innleiða löggjöf og þróa stefnumál sem takast á við fordóma gegn öllum konum, stuðla að kynjajafnrétti og styðja konur. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja afar mikilvægt að auka stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag til kvenna af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að þær viti af úrræðum sem eru í boði eins og Jafningjaráðgjöf, Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð. Jafningjaráðgjöf er ókeypis þjónusta þar sem þjálfaðir ráðgjafar samtakanna bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að af finna bestu lausnirnar í trúnaði. Jafningjaráðgjöf er annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til kl. 22:00 á skrifstofu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Túngötu 14, 2. hæð. Ráðgjafarnir eru konur af erlendum uppruna sem tala ýmis tungumál, m.a. íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, tælensku og spænsku. Stórkostlegir hlutir gerast þegar konur styðja hver aðra. Byrjum á því að halda frið á heimilinu, svo stígum við stoltar út og dreifum friði um heiminn.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. Konur af erlendum uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfisins. Hlutfall erlendra kvenna er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 um erlendar konur sem höfðu leitað í Kvennaathvarfið, kom í ljós að mikill munur er á aðstöðu og upplifun þeirra eftir landfræðilegum uppruna vegna reglugerðar um frjálst flæði vinnuafls innan EES. Í sumum tilvikum eru konur frá löndum utan EES háðar maka varðandi dvalarleyfi í landinu, sem gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi eiginmanna sinna. Ókunnugleiki og tungumálaerfiðleikar auðvelda misnotkun og geta stuðlað að félagslegri einangrun. Vitað er til þess að fleiri en ein erlend kona hafa komið vegna sama manns og svo virðist sem einstaka ofbeldismenn velji kerfisbundið konur frá löndum utan EES og telji þær auðveldari fórnarlömb ofbeldis vegna stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Sökum tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið ofbeldi felur í sér ójafnan aðgang að heilsufarsþáttum (t.d. húsnæði, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu) sem veldur því að þessar konur verða mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu. Stjórnvöld þurfa að kanna hvað orsakar kerfisbundið ofbeldi, ofbeldi milli einstaklinga og hvernig slík sambönd móta ofbeldis upplifun kvenna. Stjónvöld þurfa að gera meira en að bregðast við eftirmála ofbeldisins og komast að því hvað veldur þessu ofbeldi og hvernig má koma í veg fyrir það. Til að ná varanlegri breytingu er mikilvægt að innleiða löggjöf og þróa stefnumál sem takast á við fordóma gegn öllum konum, stuðla að kynjajafnrétti og styðja konur. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja afar mikilvægt að auka stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag til kvenna af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að þær viti af úrræðum sem eru í boði eins og Jafningjaráðgjöf, Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð. Jafningjaráðgjöf er ókeypis þjónusta þar sem þjálfaðir ráðgjafar samtakanna bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að af finna bestu lausnirnar í trúnaði. Jafningjaráðgjöf er annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til kl. 22:00 á skrifstofu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Túngötu 14, 2. hæð. Ráðgjafarnir eru konur af erlendum uppruna sem tala ýmis tungumál, m.a. íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, tælensku og spænsku. Stórkostlegir hlutir gerast þegar konur styðja hver aðra. Byrjum á því að halda frið á heimilinu, svo stígum við stoltar út og dreifum friði um heiminn.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun