Kynbundið ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna Edythe L. Mangindin skrifar 7. desember 2017 07:00 Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. Konur af erlendum uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfisins. Hlutfall erlendra kvenna er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 um erlendar konur sem höfðu leitað í Kvennaathvarfið, kom í ljós að mikill munur er á aðstöðu og upplifun þeirra eftir landfræðilegum uppruna vegna reglugerðar um frjálst flæði vinnuafls innan EES. Í sumum tilvikum eru konur frá löndum utan EES háðar maka varðandi dvalarleyfi í landinu, sem gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi eiginmanna sinna. Ókunnugleiki og tungumálaerfiðleikar auðvelda misnotkun og geta stuðlað að félagslegri einangrun. Vitað er til þess að fleiri en ein erlend kona hafa komið vegna sama manns og svo virðist sem einstaka ofbeldismenn velji kerfisbundið konur frá löndum utan EES og telji þær auðveldari fórnarlömb ofbeldis vegna stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Sökum tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið ofbeldi felur í sér ójafnan aðgang að heilsufarsþáttum (t.d. húsnæði, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu) sem veldur því að þessar konur verða mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu. Stjórnvöld þurfa að kanna hvað orsakar kerfisbundið ofbeldi, ofbeldi milli einstaklinga og hvernig slík sambönd móta ofbeldis upplifun kvenna. Stjónvöld þurfa að gera meira en að bregðast við eftirmála ofbeldisins og komast að því hvað veldur þessu ofbeldi og hvernig má koma í veg fyrir það. Til að ná varanlegri breytingu er mikilvægt að innleiða löggjöf og þróa stefnumál sem takast á við fordóma gegn öllum konum, stuðla að kynjajafnrétti og styðja konur. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja afar mikilvægt að auka stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag til kvenna af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að þær viti af úrræðum sem eru í boði eins og Jafningjaráðgjöf, Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð. Jafningjaráðgjöf er ókeypis þjónusta þar sem þjálfaðir ráðgjafar samtakanna bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að af finna bestu lausnirnar í trúnaði. Jafningjaráðgjöf er annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til kl. 22:00 á skrifstofu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Túngötu 14, 2. hæð. Ráðgjafarnir eru konur af erlendum uppruna sem tala ýmis tungumál, m.a. íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, tælensku og spænsku. Stórkostlegir hlutir gerast þegar konur styðja hver aðra. Byrjum á því að halda frið á heimilinu, svo stígum við stoltar út og dreifum friði um heiminn.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Um fundarstjórn forseta Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Sjá meira
Kynbundið ofbeldi tekur á sig mismunandi form, meðal annars líkamlegt, kynferðislegt, sálfræðilegt eða andlegt ofbeldi. Ástæðurnar eru margvíslegar, þar með talið félagslegar, efnahagslegar, menningarlegar, pólitískar og trúarlegar. Dæmi um kynbundið ofbeldi er heimilisofbeldi, misnotkun, ofbeldi á meðgöngu, kynferðislegt ofbeldi kvenna, menningarlegt kynferðisofbeldi og fjárhagslegt ofbeldi. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni getur kynbundið ofbeldi haft langvarandi áhrif á heilsu kvenna og fjölskyldur þeirra. Kynferðislegt ofbeldi og ofbeldi í nánum samböndum geta valdið þungun, sem aftur getur leitt til fóstureyðingar, kvensjúkdóma og kynsjúkdóma. Ofbeldi í nánum samböndum á meðgöngu eykur líkurnar á fósturláti, andvana fæðingum, fyrirburafæðingum og léttburafæðingum. Konur sem hafa verið beittar ofbeldi upplifa gjarnan varnarleysi, dofa, ógnun, niðurlægingu, einmanaleika, einangrun, óhamingju, leiða, þreytu og orkuleysi. Konur af erlendum uppruna eru taldar viðkvæmur hópur þegar kemur að kynbundnu ofbeldi. Samkvæmt rannsókn sem framkvæmd var árið 2016, leituðu konur frá 39 löndum til Kvennaathvarfisins. Hlutfall erlendra kvenna er hærra í Kvennaathvarfinu en úti í samfélaginu. Erlendar konur eiga síður tengslanet fjölskyldu og vini en íslenskar konur og eiga því í færri hús að venda séu þær beittar ofbeldi á heimilum sínum. Í rannsókn sem gerð var árið 2009 um erlendar konur sem höfðu leitað í Kvennaathvarfið, kom í ljós að mikill munur er á aðstöðu og upplifun þeirra eftir landfræðilegum uppruna vegna reglugerðar um frjálst flæði vinnuafls innan EES. Í sumum tilvikum eru konur frá löndum utan EES háðar maka varðandi dvalarleyfi í landinu, sem gerir þær berskjaldaðri fyrir ofbeldi eiginmanna sinna. Ókunnugleiki og tungumálaerfiðleikar auðvelda misnotkun og geta stuðlað að félagslegri einangrun. Vitað er til þess að fleiri en ein erlend kona hafa komið vegna sama manns og svo virðist sem einstaka ofbeldismenn velji kerfisbundið konur frá löndum utan EES og telji þær auðveldari fórnarlömb ofbeldis vegna stöðu þeirra í íslensku samfélagi. Sökum tungumálaörðugleika, fordóma og fjárhagslegs vanda, hafa konur af erlendum uppruna oft takmarkaðan aðgang að félags- og heilbrigðisþjónustu og húsnæði. Margar hverjar vinna í láglaunastörfum eða eru atvinnulausar þrátt fyrir að þær séu með góða menntun frá sínum heimalöndum. Það getur reynst erfitt að fá þá menntun og hæfni metna sem leiðir til þess að þær fá ekki vinnu við sitt hæfi. Kerfisbundið ofbeldi felur í sér ójafnan aðgang að heilsufarsþáttum (t.d. húsnæði, fullnægjandi heilbrigðisþjónustu og atvinnu) sem veldur því að þessar konur verða mun líklegri til þess að verða fyrir kynbundnu ofbeldi sökum þeirra viðkvæmu félagslegu stöðu. Stjórnvöld þurfa að kanna hvað orsakar kerfisbundið ofbeldi, ofbeldi milli einstaklinga og hvernig slík sambönd móta ofbeldis upplifun kvenna. Stjónvöld þurfa að gera meira en að bregðast við eftirmála ofbeldisins og komast að því hvað veldur þessu ofbeldi og hvernig má koma í veg fyrir það. Til að ná varanlegri breytingu er mikilvægt að innleiða löggjöf og þróa stefnumál sem takast á við fordóma gegn öllum konum, stuðla að kynjajafnrétti og styðja konur. Samtök kvenna af erlendum uppruna telja afar mikilvægt að auka stuðning og fræðslu um íslenskt samfélag til kvenna af erlendum uppruna. Það er nauðsynlegt að þær viti af úrræðum sem eru í boði eins og Jafningjaráðgjöf, Kvennaathvarfið og Bjarkarhlíð. Jafningjaráðgjöf er ókeypis þjónusta þar sem þjálfaðir ráðgjafar samtakanna bjóða þessar konur velkomnar, hlusta á vandamál þeirra og hjálpa þeim að af finna bestu lausnirnar í trúnaði. Jafningjaráðgjöf er annan hvern þriðjudag kl. 20:00 til kl. 22:00 á skrifstofu Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Túngötu 14, 2. hæð. Ráðgjafarnir eru konur af erlendum uppruna sem tala ýmis tungumál, m.a. íslensku, ensku, pólsku, þýsku, rússnesku, tælensku og spænsku. Stórkostlegir hlutir gerast þegar konur styðja hver aðra. Byrjum á því að halda frið á heimilinu, svo stígum við stoltar út og dreifum friði um heiminn.Höfundur er hjúkrunarfræðingur og ljósmóðurnemi í stjórn Samtaka kvenna af erlendum uppruna.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar