Um Plastbarkamálið Ingólfur Bruun skrifar 7. desember 2017 07:00 Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Plastbarkamálið Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Sjá meira
Plastbarkamálið er athyglisvert fyrir margra hluta sakir og mörg eru fórnarlömb ítalska læknisins Paolo Macchiarini, sjúklingar, læknar og stofnanir. Að mati undirritaðs er Paolo það sem kallað er á ensku „con man“ eða það sem við getum kallað blekkingameistari, þ.e.a.s. aðili sem nær trausti samferðarfólks og nýtir sér það til blekkinga. Tvö af fórnarlömbum Macchiarini eru Tómas Guðbjartsson læknir og Andemariam Beyene heitinn. Tómas var fórnarlamb Macchiarini sem læknir sem beittur var blekkingum til að stuðla að því að framkvæmd var aðgerð á mjög vafasömum forsendum ef grannt var skoðað. Andemariam var sjúklingur sem gaf samþykki sitt fyrir aðgerð á sjálfum sér sem var vafasöm og leiddi síðar til dauða hans. Tómasi er nú legið á hálsi fyrir að hafa treyst ráðgjöf frá starfsfólki Karolinska sjúkrahússins en Macchiarini var starfsmaður þess. Ef Macchiarini tókst að blekkja kerfið hjá Karolinska hvernig átti þá Tómas og Andemariam að gruna að Macchiarini væri jafn óvandaður og síðar hefur komið í ljós? Það er auðvelt að setja sig í dómarasæti eftir á þegar staðreyndir máls liggja fyrir. Tvær af staðreyndum málsins eru þær að Karolinska treysti Macchiarini og Tómas treysti Karolinska. Mér hefði þótt fróðlegt að hitta lækni, áður en þetta mál kom upp, sem hefði vantreyst ráðgjöf og meðferð Karolinska. Vegna málsins hefur Tómasi verið tímabundið vikið frá störfum. Þetta er miður. Íslenskt heilbrigðiskerfi hefur ekki efni á að setja til hliðar einn af sínum færustu læknum vegna þess að hann var blekktur til að samþykkja og taka þátt í aðgerð sem dró sjúkling að lokum til dauða. Ef um ásetning eða vítavert gáleysi hefði verið að ræða hjá Tómasi hefði tímabundin brottvikning horft öðru vísi við. Að mínu mati var hvorugu til að dreifa af hálfu hans í þessu máli. Gera á Tómasi kleift að snúa nú þegar aftur til fyrri starfa. Í fyrri störfum mínum sem rannsóknarlögreglumaður kom ég að málum þar sem einstaklingum tókst að blekkja samferðarfólk sitt á undraverðan hátt. Jafnvel grandvarasta fólk hefur látið blekkjast. Þess vegna skyldi fara varlega að setja sig í dómarasæti í málum þar sem blekkingameistarar hafa náð sínu fram því áður en við vitum af getum við öll orðið fórnarlömb slíkra. Höfundur er leiðsögumaður.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun