Háskólinn á Akureyri 30 ára Eyjólfur Guðmundsson skrifar 5. september 2017 08:00 Háskólinn á Akureyri er 30 ára. Fyrir háskólastofnun er það ungur aldur en í raun er ótrúlegt hversu góður árangur hefur náðst á jafn stuttum tíma. Þann 10. febrúar 1965 var á Alþingi rædd þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um eflingu Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Í tillögunni kom fram að stefnt skyldi að því að háskóli tæki til starfa í náinni framtíð. Það tók 22 ár að koma tillögunni í framkvæmd. Þingsályktunartillaga Ingvars og annarra flutningsmanna endurómaði þá umræðu sem hafði skapast upp úr 1960 um að tími væri til kominn að aðgengi að háskólanámi yrði bætt með því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Seint á 7. áratugnum var jafnframt hafinn undirbúningur að háskólakennslu í Tromsö í Noregi og hafa eflaust margir horft til þeirrar fyrirmyndar, bæði hvað varðaði háskólann sjálfan en ekki síst þeirrar stefnu Norðmanna að efla byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Hefði það verið mikið happ fyrir íslenskt samfélag ef stjórnmálamenn þess tíma hefðu sýnt sömu framsýni og norskir starfsbræður þeirra gerðu á þessum árum og hrint í framkvæmd sambærilegri stefnu. En það er alls ekki orðið of seint. Að öðrum ólöstuðum var það þó samvinna þeirra Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og Haraldar Bessasonar prófessors við Manitoba-háskóla sem varð lokahnykkurinn í stofnun sjálfstæðs háskóla á Akureyri. Í greinargerð til Sverris setti Haraldur fram skýr rök fyrir því að Háskólinn á Akureyri yrði sjálfstæð vísindastofnun sem þó væri í miklu og beinu sambandi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Sverrir Hermannsson, þá menntamálaráðherra, hafði ekki uppi frekari málalengingar í málinu og tók af skarið um að setja á stofn sjálfstæðan Háskóla á Akureyri og birti um það auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í lok júní 1987. Áratugalangri baráttu um eflingu háskólanáms utan höfuðborgarsvæðisins var lokið en við tók nýr kafli þar sem uppbygging og efling skólans varð forgangsatriði.Háskóli allra landsmanna Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því í dag hversu mikla þýðingu Háskólinn á Akureyri hefur haft fyrir aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn. Um 10 árum eftir að skólinn hóf starfsemi sína var farið að huga að fjarnámi við skólann. Strax í upphafi var fjarnámið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, hvort sem um var að ræða símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur eða námsflokka, eða í beinu sambandi við einstök sveitarfélög. Á þeim þremur áratugum sem háskólinn hefur starfað hafa rúmlega 5000 einstaklingar af landinu öllu brautskráðst frá honum. Rúmlega helmingur þessara nemenda (55%) kemur frá Norðurlandi, um 20% koma frá höfuðborgarsvæðinu og um 25% frá öðrum landshlutum. Með þessu móti hefur skólinn getað komið til móts við þá miklu þörf sem verið hefur á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðunum öllum. Þannig hefur fólk haft tækifæri til þess að mennta sig í hjúkrunarfræði, til kennara, í sjávarútvegsfræðum, líftækni og viðskiptafræðum, iðjuþjálfun, sálfræði, lögfræði, félagsvísindum og nútímafræði, og nú síðast lögreglufræðum. Allt eru þetta mikilvægar fræðigreinar sem mynda stoðir hvers samfélags, ekki síst þeirra samfélaga sem staðið hafa fjærst stærstu þéttbýliskjörnunum. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem stunda fjarnám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til þess að starfa í þeirri sömu heimabyggð fimm árum seinna. Með því að veita aukið aðgengi að háskólamenntun hefur Háskólinn á Akureyri stuðlað að uppbyggingu þjónustustofnana og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins og þar með treyst byggð í landinu öllu. HA hefur notið stuðnings fólks víðsvegar úr samfélaginu. Þessu fólki fær skólinn seint fullþakkað en hann er þakklátur fyrir stuðninginn og treystir á að Íslendingar allir sjái mikilvægi háskólamenntunar fyrir næstu kynslóðir. Á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hið mikla og óeigingjarna starf sem allt starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur sinnt í gegnum þessa þrjá áratugi. Án fórnfýsi þess og tryggðar við stofnunina, á erfiðustu tímum og þeim bestu, hefði skólinn aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur í dag. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Skoðun Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Sjá meira
Háskólinn á Akureyri er 30 ára. Fyrir háskólastofnun er það ungur aldur en í raun er ótrúlegt hversu góður árangur hefur náðst á jafn stuttum tíma. Þann 10. febrúar 1965 var á Alþingi rædd þingsályktunartillaga Ingvars Gíslasonar, Karls Kristjánssonar og Gísla Guðmundssonar um eflingu Akureyrarbæjar sem skólabæjar. Í tillögunni kom fram að stefnt skyldi að því að háskóli tæki til starfa í náinni framtíð. Það tók 22 ár að koma tillögunni í framkvæmd. Þingsályktunartillaga Ingvars og annarra flutningsmanna endurómaði þá umræðu sem hafði skapast upp úr 1960 um að tími væri til kominn að aðgengi að háskólanámi yrði bætt með því að taka upp háskólakennslu á Akureyri. Seint á 7. áratugnum var jafnframt hafinn undirbúningur að háskólakennslu í Tromsö í Noregi og hafa eflaust margir horft til þeirrar fyrirmyndar, bæði hvað varðaði háskólann sjálfan en ekki síst þeirrar stefnu Norðmanna að efla byggðir utan höfuðborgarsvæðisins. Hefði það verið mikið happ fyrir íslenskt samfélag ef stjórnmálamenn þess tíma hefðu sýnt sömu framsýni og norskir starfsbræður þeirra gerðu á þessum árum og hrint í framkvæmd sambærilegri stefnu. En það er alls ekki orðið of seint. Að öðrum ólöstuðum var það þó samvinna þeirra Sverris Hermannssonar menntamálaráðherra og Haraldar Bessasonar prófessors við Manitoba-háskóla sem varð lokahnykkurinn í stofnun sjálfstæðs háskóla á Akureyri. Í greinargerð til Sverris setti Haraldur fram skýr rök fyrir því að Háskólinn á Akureyri yrði sjálfstæð vísindastofnun sem þó væri í miklu og beinu sambandi við innlendar og erlendar háskólastofnanir. Sverrir Hermannsson, þá menntamálaráðherra, hafði ekki uppi frekari málalengingar í málinu og tók af skarið um að setja á stofn sjálfstæðan Háskóla á Akureyri og birti um það auglýsingu í Lögbirtingarblaðinu í lok júní 1987. Áratugalangri baráttu um eflingu háskólanáms utan höfuðborgarsvæðisins var lokið en við tók nýr kafli þar sem uppbygging og efling skólans varð forgangsatriði.Háskóli allra landsmanna Það er ekki víst að allir geri sér grein fyrir því í dag hversu mikla þýðingu Háskólinn á Akureyri hefur haft fyrir aðgengi að háskólanámi fyrir alla landsmenn. Um 10 árum eftir að skólinn hóf starfsemi sína var farið að huga að fjarnámi við skólann. Strax í upphafi var fjarnámið í samstarfi við heimamenn á hverjum stað, hvort sem um var að ræða símenntunarmiðstöðvar, þekkingarsetur eða námsflokka, eða í beinu sambandi við einstök sveitarfélög. Á þeim þremur áratugum sem háskólinn hefur starfað hafa rúmlega 5000 einstaklingar af landinu öllu brautskráðst frá honum. Rúmlega helmingur þessara nemenda (55%) kemur frá Norðurlandi, um 20% koma frá höfuðborgarsvæðinu og um 25% frá öðrum landshlutum. Með þessu móti hefur skólinn getað komið til móts við þá miklu þörf sem verið hefur á háskólamenntuðu fólki á landsbyggðunum öllum. Þannig hefur fólk haft tækifæri til þess að mennta sig í hjúkrunarfræði, til kennara, í sjávarútvegsfræðum, líftækni og viðskiptafræðum, iðjuþjálfun, sálfræði, lögfræði, félagsvísindum og nútímafræði, og nú síðast lögreglufræðum. Allt eru þetta mikilvægar fræðigreinar sem mynda stoðir hvers samfélags, ekki síst þeirra samfélaga sem staðið hafa fjærst stærstu þéttbýliskjörnunum. Rannsóknir hafa sýnt að nemendur sem stunda fjarnám í sinni heimabyggð eru mun líklegri til þess að starfa í þeirri sömu heimabyggð fimm árum seinna. Með því að veita aukið aðgengi að háskólamenntun hefur Háskólinn á Akureyri stuðlað að uppbyggingu þjónustustofnana og fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins og þar með treyst byggð í landinu öllu. HA hefur notið stuðnings fólks víðsvegar úr samfélaginu. Þessu fólki fær skólinn seint fullþakkað en hann er þakklátur fyrir stuðninginn og treystir á að Íslendingar allir sjái mikilvægi háskólamenntunar fyrir næstu kynslóðir. Á þessum tímamótum er mér ofarlega í huga hið mikla og óeigingjarna starf sem allt starfsfólk Háskólans á Akureyri hefur sinnt í gegnum þessa þrjá áratugi. Án fórnfýsi þess og tryggðar við stofnunina, á erfiðustu tímum og þeim bestu, hefði skólinn aldrei náð þeim árangri sem náðst hefur í dag. Höfundur er rektor Háskólans á Akureyri.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun