Um áhyggjulausa ævikvöldið Ellert B. Schram skrifar 28. apríl 2017 07:00 Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ellert B. Schram Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Nú fyrr í mánuðinum flutti ungur varaþingmaður, Albert Guðmundsson, jómfrúarræðu sína á Alþingi og hún fjallaði um málefni aldraðra. Full ástæða er til að hrósa honum fyrir að nota þetta hátíðartækifæri sitt til að tileinka þessa fyrstu ræðu sína „þeim sem eldri eru“. Það er ekki á hverjum degi sem yngra fólk og jafnvel ráðandi fólk beinir athyglinni að kjörum og málefnum eldri borgara. Albert vék að frítekjumarkinu, sem nú hefur verið lögfest á þann hátt að fólk sem fær tryggingabætur frá almannatryggingum situr í þeirri fátæktargildru að ef viðkomandi vinnur sér inn aukatekjur, umfram það sem hann fær frá almannatryggingum, til dæmis 100 þús. kr., heldur hann eftir 25% af viðbótartekjunum. Jú, þetta á að laga , segja ráðherrarnir, næstu fjögur árin! Í nafni fjármálaáætlunar ríkisstjórnarinnar. Hvað skyldu margir lifa það af? Hverjir taka slíkar ákvarðanir og áætlanir nema ríkisstjórnin sem er háð þeim þingmönnum sem styðja stjórnarflokkana. Og þeim ungu þingmönnum, þar á meðal Albert Guðmundssyni, sem hugsar hlýtt til eldri borgara og hags þeirra. Þau lögbundnu skerðingarákvæði sem nú gilda, er verk núverandi ríkisstjórnar. Það frítekjumark sem lögleitt hefur verið, er smánarblettur á því hlutverki sem stjórnmálafólk á að sinna. Albert segir: „Það er skylda okkar að tryggja að þeir sem hafa skilað góðu dagsverki og greitt til samfélagsins alla ævi, geti lifað áhyggjulaust ævikvöld og einnig að við hvetjum til virkni þeirra sem starfsgetu hafa og kjósa að halda áfram að vinna.“ Heyr fyrir honum, en þá verður hann líka, þessi sómadrengur á Alþingi, að láta kné fylgja kviði og berjast gegn þeim fátæktargildrum sem eldra fólki stendur til boða. Og hver er svo skynlaus að halda, að frítekjumörk eldri borgara séu sanngjörn eða boðleg á ævikvöldi? Eða að þau leiði til meira framlags og atvinnuþátttöku fólks á efri árum? Fjármálaáætlun kemur ekki að himni ofan. Fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er verkefni hennar sjálfrar. Hún er mannanna verk. Hún er ekki höggvin í stein. Það stendur upp á stuðningsmenn núverandi ríkisstjórnar að breyta þessu ógeðslega frítekjumarki. Ef þeir á annað borð meina það sem þeir segja um áhyggjulaust ævikvöld. Unga fólkið á Alþingi getur ráðið ferðinni. Ef það vill.
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun