Þungavigtarleiðtogar vilja mismikla samvinnu ESB-ríkja Atli Ísleifsson skrifar 7. mars 2017 08:54 Frá fundi leiðtoganna í Versölum í gær. Vísir/AFP Leiðtogar stærstu aðildarríkja evrusvæðisins styðja hugmyndina um Evrópusamband þar sem ríki geti unnið saman að málum „á ólíkum hraða“ og að samvinna sumra aðildarríkja geti verið dýpri en annarra. Francois Hollande Frakklandsforseti bauð í gær Angela Merkel Þýskalandskanslara, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, til fundar í Versölum þar sem leiðtogarnir ræddu framtíð sambandsins í skugga aukins popúlisma í álfunni, yfirvofandi útgöngu Bretlands úr sambandinu og breyttum áherslum nýrrar Bandaríkjastjórnar.Eining ekki það sama og einsleitni Að fundi loknum talaði Hollande hlýlega um nýjar birtingarmyndir samstarfs ESB-ríkja. „Eining er ekki það sama og einsleitni,“ sagði forsetinn. Tók hann sem dæmi að ákveðin ESB-ríki gætu unnið meira saman á sviði varnarmála og í peningamálum, til dæmis með samstillri stefnu í skatta- og velferðarmálum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi, ríkjunum sem hefur oft verið lýst sem helstu drifkröftum sambandsins, hafa áður varpað fram hugmyndum um að mögulega væri réttast að auka val aðildarríkja þegar kemur að því á hvaða sviðum þau vilji auka samvinnu við önnur aðildarríki.Hvítbók framkvæmdastjórnarinnar Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í síðustu viku hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu. Voru þar útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það væri nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. Í hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins, en titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuJuncker sagði hugmyndina þó ekki vera að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin væri að koma af stað umræðu og í haust myndi framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun. Tengdar fréttir Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB Forseti framkvæmdastjórnar ESB kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. 1. mars 2017 23:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Leiðtogar stærstu aðildarríkja evrusvæðisins styðja hugmyndina um Evrópusamband þar sem ríki geti unnið saman að málum „á ólíkum hraða“ og að samvinna sumra aðildarríkja geti verið dýpri en annarra. Francois Hollande Frakklandsforseti bauð í gær Angela Merkel Þýskalandskanslara, Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, og Paolo Gentiloni, forsætisráðherra Ítalíu, til fundar í Versölum þar sem leiðtogarnir ræddu framtíð sambandsins í skugga aukins popúlisma í álfunni, yfirvofandi útgöngu Bretlands úr sambandinu og breyttum áherslum nýrrar Bandaríkjastjórnar.Eining ekki það sama og einsleitni Að fundi loknum talaði Hollande hlýlega um nýjar birtingarmyndir samstarfs ESB-ríkja. „Eining er ekki það sama og einsleitni,“ sagði forsetinn. Tók hann sem dæmi að ákveðin ESB-ríki gætu unnið meira saman á sviði varnarmála og í peningamálum, til dæmis með samstillri stefnu í skatta- og velferðarmálum. Talsmenn stjórnvalda í Frakklandi og Þýskalandi, ríkjunum sem hefur oft verið lýst sem helstu drifkröftum sambandsins, hafa áður varpað fram hugmyndum um að mögulega væri réttast að auka val aðildarríkja þegar kemur að því á hvaða sviðum þau vilji auka samvinnu við önnur aðildarríki.Hvítbók framkvæmdastjórnarinnar Jean Claude Juncker, forseti framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins, kynnti í síðustu viku hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu. Voru þar útlistaðar fimm ólíkar sviðsmyndir um hvernig framtíð sambandsins gæti þróast, en það væri nú leiðtoga aðildarríkjanna að taka afstöðu til þess hvert skuli stefna. Í hvítbókinni má finna fimm ólíkar sviðsmyndir um framtíð sambandsins, en titlar þeirra segja í raun mikið um innihaldið.Halda áfram líkt og áður – einungis með smærri breytingum á sambandinu í kjölfar útgöngu Bretlands.Einungis innri markaðurinn – áhersla lögð á fá hið frjálsa flæði vara og fjármagns til að virka almennilega, en hverfa frá samstarfi á öðrum sviðum, allt frá innflytjendamálum til umhverfismála.Þeir sem vilja meira gera meira – viljug aðildarríki auka samstarf sitt á ólíkum sviðum, til dæmis á sviði vinnumarkaðsmála, löggæslumála eða eftirliti með farartækjum.Gera minna en vera skilvirkari – aukinn áhersla skuli lögð á að vera samstíga þegar kemur að viðskiptum, öryggi, innflytjendamálum og varnarmálum, en aðrir málaflokkar – til að mynda lýðheilsumál, neytendavernd, umhverfismál og vinnumarkaðsmál – verði á könnu einstakra aðildarríkja.Gera mun meira saman – til að mynda með því að stofna til varnarbandalags, auka miðstýringu þegar kemur að málefnum flóttafólks og að sambandið taki upp eigin skattheimtu. Vill skapa umræðuJuncker sagði hugmyndina þó ekki vera að leiðtogar aðildarríkjanna velji einn af kostunum fimm, heldur frekar að skapa umræðu um þær sviðsmyndir sem mest heilla. Ætlunin væri að koma af stað umræðu og í haust myndi framkvæmdastjórnin svo leggja fram sína skoðun.
Tengdar fréttir Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB Forseti framkvæmdastjórnar ESB kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. 1. mars 2017 23:30 Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Erlent Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Innlent Fleiri fréttir Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Stúlkur látnar afklæðast til að athuga með blæðingar Kvarta yfir því að reykur frá Kanada sé að skemma sumarið Bandaríkjamenn refsa sendifulltrúa SÞ í málefnum Palestínumanna Tveir létust í loftárásum Rússa á Kænugarð í nótt Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Bindur vonir við „einn inn, einn út“ áætlun í innflytjendamálum Vill hefna vinar síns Bolsonaro með 50 prósenta tollum á Brasilíu Sjá meira
Juncker spyr hvert Evrópa vilji fara: Kynnti fimm sviðsmyndir um framtíð ESB Forseti framkvæmdastjórnar ESB kynnti hvítbók framkvæmdastjórnarinnar um framtíð sambandsins á Evrópuþinginu í dag. 1. mars 2017 23:30