Vegabætur og rafhleðsluvæðing á miðhálendinu Páll Gíslason skrifar 7. mars 2017 07:00 Með breytingu á vegalögum á sínum tíma var fjórum þekktum hálendisvegum skipað í flokk svokallaðra stofnvega: Uxahryggjaleið, Kjalvegi, Sprengisandi og Fjallabaksleið nyrðri. Við þessa staðreynd er miðað í nýlega samþykktri landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar er þessara leiða getið sem stofnvega og ennfremur „að stofnvegir um miðhálendið skuli byggðir upp sem góðir sumarvegir með brúuðum ám og færir fólksbílum. Miðað sé við að þeir geti verið opnir a.m.k. 4–6 mánuði á ári“. Auk þess kemur fram að hringvegurinn, sem einnig telst stofnvegur í vegakerfinu, liggi yfir hálendið á afmörkuðum köflum. Undanfarin misseri hefur verið rætt talsvert um endurbætur vegakerfisins, bæði kerfisins í heild og afmarkaðra kafla þess svo sem á miðhálendinu. Hvati umræðunnar er oftar en ekki gríðarleg fjölgun ferðamanna á Íslandi. Öllum ætti að vera ljóst að álag vegakerfisins er langt umfram það sem menn sáu fyrir sér og reiknuðu með. Forsendur hönnunar vega og framkvæmda í vegamálum voru ekki í samræmi við þann umferðarþunga sem orðinn er blákaldur veruleiki. Við þarf að bregðast og standa faglega að umbótum, endurnýjun og styrkingu vegakerfisins með ríkari áherslu á sjálfbærni og öryggi. Hálendisvegirnir verða hér alls ekki undanskildir og þar þarf að sjálfsögðu að líta líka til sjálfbærni og öryggis.Umferðaröryggi í fyrirrúmi Sumir segja sem svo að hálendisvegir eigi að „liggja í landinu“, sem ég skil á þann veg að vegslóðar skuli áfram að vera vegslóðar, skör lægri í landinu en næsta umhverfi þeirra. Þetta á víst að vera umhverfisvænt og náttúruvinsamlegt en þar er nú ekki allt sem sýnist. Með því að einfalda veglínur, taka af beygjur hér og þar og „rúnna af“ mishæðir minnka líkur á útafakstri og árekstrum á blindhæðum. Hér þarf auðvitað að hafa umferðaröryggi í fyrirrúmi með því að milda beygjur og mishæðir. Eftir sem áður liggur vegurinn auðvitað í landslaginu, hvar ætti hann annars að liggja? Þá er það sjálfbærnin. Beygjur og krókar kalla á breytilegan hraða og þar með aukna eldsneytisbrennslu og meira dekkjaslit. Óeðlilega mikil eldsneytisnotkun og slit á dekkjum umfram hið eðlilega eykur efnamengun og stækkar kolefnisfótsporið. Vegamálastjóri nefndi einmitt þessi atriði nýlega í umræðu um hraðahindranir í þéttbýli. Ábending hans á enn betur við á hálendisslóðunum.Knýjandi nútíðarmál Ég vil ganga lengra og hraða löngu tímabærum framkvæmdum við stofnvegina fjóra á hálendinu. Jafnframt verði lagðir jarðstrengir við hlið hálendisveganna til að setja þar upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Þörf fyrir rafbílavæðingu á hálendinu er ekki framtíðarmál heldur knýjandi nútíðarmál. Þetta væri stórt stökk til aukinnar sjálfbærni í ferðaþjónustunni, enda væri þá fyrst unnt að tala af skynsamlegu viti um aðgerðir til að minnka kolefnisfótsporið. Slíkt gerist með því að stuðla að og hvetja til þess að menn aki rafbílum. Um leið væri mögulegt að leggja gömlu hálendistrukkunum sem eru þurftafrekari á eldsneyti en nýrri hópferðabílar. Innan fárra ára verða hópferðabílar rafdrifnir að miklu eða öllu leyti. Er eftir einhverju að bíða? Benda má á að stofnvegurinn um Kjöl hefur verið lagfærður að hluta á undanförnum áratugum. Hann var byggður upp að sunnan og norðan og stenst þar eðlilegar kröfur um umferðarmannvirki til síns brúks. Þar á milli er Kjalvegur niðurgrafinn á 50 km kafla og stendur ekki undir nafni sem stofnvegur. Með því að ljúka framkvæmdum við Kjalveg og leggja rafstreng meðfram honum, tengdan bílahleðslustöðvum, verður ekki einungis dregið úr umhverfisáhrifum bílaumferðarinnar heldur er líka unnt að stórbæta farsímakerfið og útrýma „eyðum“ í því. Enn má nefna að með rafstrengnum má tengja allt að 14 notendur við raforkukerfið, suma mikilvæga ferðaþjónusturekendur við Kjalveg. Þeir myndu þá hætta að brenna olíu eða gasi til lýsingar og upphitunar. Það væri landvernd bæði í orði og verki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Sjá meira
Með breytingu á vegalögum á sínum tíma var fjórum þekktum hálendisvegum skipað í flokk svokallaðra stofnvega: Uxahryggjaleið, Kjalvegi, Sprengisandi og Fjallabaksleið nyrðri. Við þessa staðreynd er miðað í nýlega samþykktri landsskipulagsstefnu 2015-2026. Þar er þessara leiða getið sem stofnvega og ennfremur „að stofnvegir um miðhálendið skuli byggðir upp sem góðir sumarvegir með brúuðum ám og færir fólksbílum. Miðað sé við að þeir geti verið opnir a.m.k. 4–6 mánuði á ári“. Auk þess kemur fram að hringvegurinn, sem einnig telst stofnvegur í vegakerfinu, liggi yfir hálendið á afmörkuðum köflum. Undanfarin misseri hefur verið rætt talsvert um endurbætur vegakerfisins, bæði kerfisins í heild og afmarkaðra kafla þess svo sem á miðhálendinu. Hvati umræðunnar er oftar en ekki gríðarleg fjölgun ferðamanna á Íslandi. Öllum ætti að vera ljóst að álag vegakerfisins er langt umfram það sem menn sáu fyrir sér og reiknuðu með. Forsendur hönnunar vega og framkvæmda í vegamálum voru ekki í samræmi við þann umferðarþunga sem orðinn er blákaldur veruleiki. Við þarf að bregðast og standa faglega að umbótum, endurnýjun og styrkingu vegakerfisins með ríkari áherslu á sjálfbærni og öryggi. Hálendisvegirnir verða hér alls ekki undanskildir og þar þarf að sjálfsögðu að líta líka til sjálfbærni og öryggis.Umferðaröryggi í fyrirrúmi Sumir segja sem svo að hálendisvegir eigi að „liggja í landinu“, sem ég skil á þann veg að vegslóðar skuli áfram að vera vegslóðar, skör lægri í landinu en næsta umhverfi þeirra. Þetta á víst að vera umhverfisvænt og náttúruvinsamlegt en þar er nú ekki allt sem sýnist. Með því að einfalda veglínur, taka af beygjur hér og þar og „rúnna af“ mishæðir minnka líkur á útafakstri og árekstrum á blindhæðum. Hér þarf auðvitað að hafa umferðaröryggi í fyrirrúmi með því að milda beygjur og mishæðir. Eftir sem áður liggur vegurinn auðvitað í landslaginu, hvar ætti hann annars að liggja? Þá er það sjálfbærnin. Beygjur og krókar kalla á breytilegan hraða og þar með aukna eldsneytisbrennslu og meira dekkjaslit. Óeðlilega mikil eldsneytisnotkun og slit á dekkjum umfram hið eðlilega eykur efnamengun og stækkar kolefnisfótsporið. Vegamálastjóri nefndi einmitt þessi atriði nýlega í umræðu um hraðahindranir í þéttbýli. Ábending hans á enn betur við á hálendisslóðunum.Knýjandi nútíðarmál Ég vil ganga lengra og hraða löngu tímabærum framkvæmdum við stofnvegina fjóra á hálendinu. Jafnframt verði lagðir jarðstrengir við hlið hálendisveganna til að setja þar upp hleðslustöðvar fyrir rafbíla. Þörf fyrir rafbílavæðingu á hálendinu er ekki framtíðarmál heldur knýjandi nútíðarmál. Þetta væri stórt stökk til aukinnar sjálfbærni í ferðaþjónustunni, enda væri þá fyrst unnt að tala af skynsamlegu viti um aðgerðir til að minnka kolefnisfótsporið. Slíkt gerist með því að stuðla að og hvetja til þess að menn aki rafbílum. Um leið væri mögulegt að leggja gömlu hálendistrukkunum sem eru þurftafrekari á eldsneyti en nýrri hópferðabílar. Innan fárra ára verða hópferðabílar rafdrifnir að miklu eða öllu leyti. Er eftir einhverju að bíða? Benda má á að stofnvegurinn um Kjöl hefur verið lagfærður að hluta á undanförnum áratugum. Hann var byggður upp að sunnan og norðan og stenst þar eðlilegar kröfur um umferðarmannvirki til síns brúks. Þar á milli er Kjalvegur niðurgrafinn á 50 km kafla og stendur ekki undir nafni sem stofnvegur. Með því að ljúka framkvæmdum við Kjalveg og leggja rafstreng meðfram honum, tengdan bílahleðslustöðvum, verður ekki einungis dregið úr umhverfisáhrifum bílaumferðarinnar heldur er líka unnt að stórbæta farsímakerfið og útrýma „eyðum“ í því. Enn má nefna að með rafstrengnum má tengja allt að 14 notendur við raforkukerfið, suma mikilvæga ferðaþjónusturekendur við Kjalveg. Þeir myndu þá hætta að brenna olíu eða gasi til lýsingar og upphitunar. Það væri landvernd bæði í orði og verki.
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun