Bein útsending: Seðlabankinn rökstyður óbreytta stýrivexti Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 15. mars 2017 09:41 Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans frá afnámi fjármagnshafta. vísir/eyþór Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans frá afnámi fjármagnshafta en hún er í takti við spár bankanna. Sem fyrr segir verða meginvextir bankans óbreyttir, eða 5 prósent. Í yfirlýsingu frá Seðlabankanum segir að of snemmt sé að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt sé að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði, en skammtímahreyfingar kunni að aukast líkt og sést hafa merki um síðustu daga. Greiningardeildir bankanna töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær. Samtímis því sem ákvörðun um afnám hafta var tilkynnt var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. Sjá má beinu útsendinguna í spilaranum hér að neðan klukkan 10. Tengdar fréttir Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Seðlabanki Íslands tilkynnti um ákvörðun sína í morgun 15. mars 2017 08:31 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun rökstyðja ákvörðun sína um óbreytta stýrivexti í beinni útsendingu hér á Vísi klukkan tíu. Þetta er fyrsta stýrivaxtaákvörðun Seðlabankans frá afnámi fjármagnshafta en hún er í takti við spár bankanna. Sem fyrr segir verða meginvextir bankans óbreyttir, eða 5 prósent. Í yfirlýsingu frá Seðlabankanum segir að of snemmt sé að segja til um efnahagsleg áhrif síðustu skrefa við losun fjármagnshafta. Hugsanlegt sé að betra jafnvægi skapist á milli inn- og útstreymis á gjaldeyrismarkaði, en skammtímahreyfingar kunni að aukast líkt og sést hafa merki um síðustu daga. Greiningardeildir bankanna töldu ólíklegt að afnám hafta myndi hafa áhrif á ákvörðun peningastefnunefndar og leiða til hærri stýrivaxta, en höftin voru afnumin að fullu í gær. Forystumenn ríkisstjórnarinnar auk seðlabankastjóra kynntu afnám hafta síðastliðinn sunnudag. Ákvörðunin þýðir að gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði voru afnumin að fullu með nýjum reglum Seðlabankans um gjaldeyrismál, en reglurnar tóku gildi í gær. Samtímis því sem ákvörðun um afnám hafta var tilkynnt var upplýst að hagfræðingarnir Ásgeir Jónsson, dósent við hagfræðideild HÍ, Ásdís Kristjánsdóttir, forstöðumaður efnahagssviðs SA, og Illugi Gunnarsson, fyrrverandi ráðherra, hefðu verið skipuð í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnunnar. Sjá má beinu útsendinguna í spilaranum hér að neðan klukkan 10.
Tengdar fréttir Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Seðlabanki Íslands tilkynnti um ákvörðun sína í morgun 15. mars 2017 08:31 Mest lesið Ballið bráðum búið á Brewdog Viðskipti innlent Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Viðskipti innlent Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Viðskipti innlent Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Viðskipti innlent Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Viðskipti innlent Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Viðskipti innlent Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Viðskipti innlent Í stuði í 130 ár: Virkjanir sem leystu af dísilvélar og knúðu síldarbæ Samstarf Fleiri fréttir Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Ráðin framkvæmdastjórar hjá Björgun-Sement Fimm prósenta aukning í september Íslandsbanki og Skagi í formlegar samrunaviðræður Veitingastaðurinn opinn en lónið opnar síðar Omnom gjaldþrota og kröfuhafar uggandi Skáluðu fyrir kraftinum sem knýr samfélagið Innbú Play til sölu: Gæti aflað búinu fjórtán milljóna króna Rifjar Ímon-málið upp 17 árum seinna: „Hreint og beint ofbeldi af hálfu opinberra starfsmanna“ Eva og Guðrún nýir forstöðumenn hjá Icelandair Sjá meira
Stýrivextir verða óbreyttir eftir haftalosun Seðlabanki Íslands tilkynnti um ákvörðun sína í morgun 15. mars 2017 08:31