Unga fólkið kallar á styttri vinnuviku Helga Jónsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Halldór 16.08.2025 Halldór Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Byggjum undir velferð með nýjum verkfærum Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Velferð fyrir alla í Garðabæ Sara Dögg Svanhildardóttir Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Gervigreindin kolfellur á öllum prófum. Er bólan að bresta? Brynjólfur Þorvarðsson skrifar Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar Skoðun Hér er það sem Ágúst sagði ykkur ekki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Sjá meira
Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Skoðun Kerfisbundið afnám réttinda kvenna — Staða afganskra kvenna 4 árum eftir valdatöku talíbana Ólafur Elínarson,Anna Steinsen skrifar
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun