Unga fólkið kallar á styttri vinnuviku Helga Jónsdóttir skrifar 25. október 2017 07:00 Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Krafan um styttingu vinnutíma verður sífellt háværari í samfélaginu og fleiri eru farnir að taka undir sjónarmið BSRB um að stytta eigi vinnuvikuna í 36 stundir, án launaskerðingar. Það er ekki tilviljun enda af sem áður var að það teljist dyggð að vinna myrkranna á milli. Ungt fólk leggur mun meira upp úr þeim lífsgæðum sem fengin eru með samverustundum með fjölskyldu og vinum. Röksemdir um lengd kaffitíma á vinnustað eða meintan misskilning á samanburði á vinnutíma milli landa munu ekki breyta þessari staðreynd og þeirri streitu sem foreldrar á vinnumarkaði upplifa. Þær röksemdir eru ekki heldur til þess fallnar að leysa þann vanda sem við sem samfélag eigum við að etja þegar kemur að jafnrétti kynjanna á vinnumarkaði. Þar upplifum við nú stöðnun og ein helsta áskorunin er að auðvelda fólki að samræma fjölskyldu- og atvinnulíf. Atvinnuþátttaka íslenskra kvenna er meiri en í nokkru öðru landi en þriðjungur þeirra er í hlutastörfum. Þá vinna karlar lengri vinnuviku en konur. Rannsóknir benda til að ábyrgð kvenna á fjölskyldu og börnum sé ein meginástæðan fyrir þessu. Styttri vinnutími kvenna hefur áhrif á tekjur kvenna, möguleika þeirra á framgang í starfi og fylgir þeim fram á elliárin með lægri greiðslum úr lífeyrissjóðum. Við vitum jafnframt að togstreita milli fjölskyldu- og atvinnulífs er streituvaldandi. Sú streita leiðir til aukinnar fjarveru vegna veikinda eða annarra neikvæðra áhrifa á líkamlega og andlega líðan. Í gögnum Efnahags- og framfarastofnunarinnar (OECD) er skýrt að Íslendingar vinna fleiri klukkustundir á viku en fólk í nágrannalöndunum. Þrátt fyrir langan vinnutíma afköstum við ekki meiru en aðrar þjóðir.Kynslóðamunur á viðhorfum Meðal þess sem eykur afköst og þar með framleiðni er starfsánægja. Niðurstöður tilraunaverkefnis BSRB og Reykjavíkurborgar um styttingu vinnutíma sýnir að starfsánægja hefur aukist en ekki hefur orðið breyting á afköstum starfsmanna. Þá hafa fjarvistir vegna skammtímaveikinda dregist saman. Ef við lítum til aukinnar þekkingar okkar á áhrifum vinnutíma er vandséð af hverju megináherslan er enn á fjölda vinnustunda í stað frammistöðu og afkasta starfsmanna. Rannsóknir sýna að það er að verða kynslóðamunur í viðhorfum til vinnutíma og vinnumenningar. Við vitum að önnur Norðurlönd standa okkur framar þegar kemur að fjölskylduvænu samfélagi sem er aðdráttarafl fyrir fjölda íslenskra fjölskyldna. Einn liður í því að skapa sambærilegar aðstæður hér á landi felst í því að taka til endurskoðunar vinnutímann. Þetta er ekki bara krafa BSRB og félaga okkar í verkalýðshreyfingunni. Nýleg íslensk rannsókn sýnir að íslenskir stjórnendur telja þörf á breytingum til að mæta þessum nýju áherslum starfsfólksins. Við höfum ekki skoðað lengd vinnuvikunnar eða vinnutímaskipulag af neinni alvöru í tæplega hálfa öld. Við vitum öll að samfélagið hefur breyst gríðarlega á þeim tíma. Nú getum við ekki beðið lengur, það er löngu tímabært að prófa aðrar aðferðir.Greinin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar