Viðskipti innlent

Fasteignaverð farið að lækka

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Vísir/Vilhelm
Verðhækkanir á fasteignum halda áfram í tveimur hverfum Reykjavíkur. Verð stendur hins vegar í stað í tveimur hverfum en lækkar í tveimur. Kann það að vera vísbending um að hægja sé á fasteignamarkaði. Þetta má ráða af greiningu Þjóðskrár Íslands sem lesa má um í Morgunblaðinu í dag.

Í úttekt blaðsins kemur meðal annars fram að meðalverð allra seldra fermetra í fjölbýli í 111 Reykjavík, Breiðholti, hafi hækkað úr 372 þúsundum í 390 þúsund milli tveggja síðustu ársfjórðunga. Þá hækkaði verð jafnframt í miðborg Reykjavíkur, í póstnúmeri 101. Milli annars og þriðja ársfjórðungs hækkaði fermetraverðið úr 525 þúsund krónum í 536 þúsund.

Að sama skapi hækkaði verðið í hverfum 105, Hlíðum og Holtum og í Grafarvogi, 112 - en aðeins um 2000 krónur í hvoru tilfelli; fór úr 472 þúsund í 474 þúsund í Hlíðunum og 402 þúsund í 404 þúsund í Grafarvogi. Lækkunin er þó svo lítil að í raun má segja að verðið standi í stað.

Sagan er hins vegar önnur í vesturbæ Reykjavíkur, 107, þar sem fermetraverðið lækkaði á milli annars og þriðja ársfjórðungs. Fór verðið úr 496 þúsund krónum niður í 488 þúsund. Þá lækkaði það einnig í Seljahverfi Breiðholts - var 374 þúsund en endaði í 349 þúsund.

Frétt mbl má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×