Bílasala hvarf í hvirfilvindi Finnur Thorlacius skrifar 8. maí 2017 10:46 Bílar liggja eins og hráviði í nágrenni bílasölunnar. Starfsmenn bílasölu einnar í Texas eru enn að leita að bílum sem stóðu fyrir utan hana nokkrum dögum eftir að hvirfilbylur gekk þar yfir. Hann reif með sér stóran hluta af þeim bílum sem bílasölunni tilheyrðu. Alls var bílasalan, sem selur Chrysler, Dodge, Jeep og RAM bíla, með 275 bíla á bílastæði sínu og enginn þeirra slapp með skemmdir, en fjölmargir þeirra tókust á loft og fundust í nágrenni bílasölunnar. Sumir bílarnir eru enn ófundnir og eru taldir liggja ofan í tjörn sem er 600 metra frá bílasölunni. Bílasala þessi er í bænum Canton um 100 kílómetra austur af Dallas. Þegar hvorfilbylurinn reið yfir höfðu allir starfmenn bílasölunnar forðað sér þar sem til bylsins sást nokkru áður og því urðu engin slys á fólk á vinnustaðnum. Það sama átti ekki við alla íbúa bæjarins Canton, en fjórir íbúar létu lífið sökum hvirfilbylsins. Það voru ekki bara þessir 275 bílar sem skemmdust eða gereyðilögðust því húsið sem hýsti bílasöluna nánast hvarf og er heildartjónið, með bílunum, metið á 16 milljónir dollara, eða 1,7 milljarð króna.Húsið sem bílasalan var í er gerónýtt og að mestu horfið.Mjög margir bílanna 275 eru bara efni í brotajárn. Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent
Starfsmenn bílasölu einnar í Texas eru enn að leita að bílum sem stóðu fyrir utan hana nokkrum dögum eftir að hvirfilbylur gekk þar yfir. Hann reif með sér stóran hluta af þeim bílum sem bílasölunni tilheyrðu. Alls var bílasalan, sem selur Chrysler, Dodge, Jeep og RAM bíla, með 275 bíla á bílastæði sínu og enginn þeirra slapp með skemmdir, en fjölmargir þeirra tókust á loft og fundust í nágrenni bílasölunnar. Sumir bílarnir eru enn ófundnir og eru taldir liggja ofan í tjörn sem er 600 metra frá bílasölunni. Bílasala þessi er í bænum Canton um 100 kílómetra austur af Dallas. Þegar hvorfilbylurinn reið yfir höfðu allir starfmenn bílasölunnar forðað sér þar sem til bylsins sást nokkru áður og því urðu engin slys á fólk á vinnustaðnum. Það sama átti ekki við alla íbúa bæjarins Canton, en fjórir íbúar létu lífið sökum hvirfilbylsins. Það voru ekki bara þessir 275 bílar sem skemmdust eða gereyðilögðust því húsið sem hýsti bílasöluna nánast hvarf og er heildartjónið, með bílunum, metið á 16 milljónir dollara, eða 1,7 milljarð króna.Húsið sem bílasalan var í er gerónýtt og að mestu horfið.Mjög margir bílanna 275 eru bara efni í brotajárn.
Mest lesið Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Hjólreiðamaður alvarlega slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Deilur Repúblikana um Epstein-skjölin magnast enn Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent