"Þau eru verst hin þöglu svik, að þegja við öllu röngu“: Um einelti á vinnustöðum. María Gunnlaugsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 13:18 1. Inngangur Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Það skyldi þó aldrei merkja að baráttan gegn einelti liggi í láginni aðra daga ársins. Ætla má skv. ýmsum nýlegum gögnum að nær fimmti hver starfsmaður hafi upplifað einelti. Einelti virðist inngróið í íslenska menningu þar sem fáir hafa hugrekki, vilja og þekkingu til að greina það og stöðva. Mest hefir borið á umræðu um einelti í grunnskólum en einelti á sér líka stað meðal fullorðinna og þá á vinnustöðum, meðal nágranna, í vinahópum og fjölskyldum og fleiri hópa má telja til. Nú á síðustu árum hefur umræðan um einelti á vinnustöðum aukist mikið en einelti í öðrum hópum sem hér eru nefndir liggja enn í þagnargildi sem vonandi verður rofið sem fyrst. Hér verður rætt um einelti á vinnustöðum með áherslu á andlegt ofbeldi. Fyrirsögnin (1) vísar í þá þögn sem hefur til skamms tíma ríkt um þá tegund ofbeldis þó svo fólk hafi orðið vitni af því árum saman en skort kjark og þor til að taka á því.2. Skilgreining Fjölmargar skilgreiningar á einelti hafa komið fram. Reglugerð Velferðarráðuneytis um aðgerðir gegn einelti á vinnustað skýrir hugtakið einelti á eftirfarandi hátt: Einelti er Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan. (2)Hugtakið einelti getur einnig merkt hópelti en það er þegar hópur einstaklinga veitist að einum eða fleiri einstaklingum. Dæmi um birtingarmyndir eineltis/hópeltis gagnvart einstaklingi eru: Of mikið eftirlit eða eltihrelling. Stöðug gagnrýni. Skammir. Móðgandi framkoma. Komið í veg fyrir framgang eða stöðuhækkun. Reynt að koma í veg fyrir að þolandi framkvæmi verk eða þau eru eyðilögð. Haldið utan við upplýsingar sem tilheyra vinnu, haldið frá fundum, formlegum og óformlegum. Haldið utan við sameiginlegar skemmtanir starfsmanna. Of mörgum verkefnum hlaðið á starfsmann og úrlausna krafist innan skamms tímaramma. Látið í ljós að staða starfsmanns sé ekki örugg og honum jafnvel hótað uppsögn.3. Gerendur Það sem einkennir langflesta gerendur sameiginlega er m.a. hræðsla við vitsmunalega yfirburði þolandans, öfundsýki, skortur á færni í lýðræðislegri teymisvinnu, óöryggistilfinning, skert samskiptahæfni, tilfinningalegur vanþroski og getuleysi til að vinna úr persónulegum vanda sínum. Stór hluti gerenda ber einkenni siðblindra svo sem algjörlega sjálfhverf viðhorf, skort á samhyggð og iðrunarleysi. Í því ljósi er auðvelt að sjá að þeir eru ekki líklegir til að viðurkenna misgjörðir sínar. Gerendur eru tækifærissinnar og skiptast í tvo hópa; annars vegar eru þeir hvatvísu og stóryrtu en hins vegar þeir sem stunda undirferli og láta lítið á sér bera þegar þeir níða niður verk og persónu þolandans. Einelti getur verið af tveimur mismunandi meginástæðum; önnur er sú að gerandinn nýtur þess einfaldlega að láta aðra þjást og hin er sú að gerandinn hafi ákveðna fyrirætlan sem krefst þess að þolanda sé bolað af vinnustaðnum eða gerður óvirkur sem keppinautur þar sem það á við.4. Þolendur Það sem einkennir langflesta þolendur er að þeir hafa oft meðfædda og lærða styrkleika til að bera. Þeir eru oft vel gefnir, vinsælir, samúðarfullir, hæfir í starfi og nýliðar sækja öðru fremur í stuðning og leiðbeiningar hjá þeim en öðrum. Þolandinn er sá sem er líklegastur til að veita stuðning ef annar starfsmaður er órétti beittur en einmitt það fer illa í gerandann. Þeir sem benda á það sem miður fer á vinnustað verða oft þolendur eineltis. Margir þolendur eru viðkvæmt fólk með löngun til að hjálpa, kenna og heila aðra. Þeir eru seinir til vandræða, eru heiðarlegir, stundum hlutlausir og hlýðnir, feimnir og trygglyndir. Þeir sem eru með einhverja fötlun eða sérstök einkenni svo sem depurð eða bera merki mikilla erfiðleika eða áfalla í einkalífi verða oft fyrir einelti. Einmitt það ástand er síðan notað til að draga úr trúverðugleika þolanda ef hann kvartar undan eineltinu. Oft verða þeir sem eru nýjir á vinnustað fyrir einelti og þeir sem tilheyra ekki vinnustaðaklíkunni eða hafa ekki sama húmor og meirihluti vinnufélaga. Stundum eru einstaklingar með hegðun eða framkomu sem flestir á vinnustaðnum telja sig verða fyrir óþægindum af og áskilja sér þá rétt til að leggja viðkomandi í einelti. Slík er auðvitað ekki viðunandi því siðmenntaðar ferli til að leysa vandann ætti að vera til staðar á vinnustaðnum. Oft er til staðar hlutlaus einstaklingur sem upplifir sig sem vinveittan þolanda en sýnir honum ekki stuðning þegar á reynir vegna ótta við gerandann. Hann lætur þolandann einungis vita af samúð sinni þegar engin heyrir til og er þannig gagnslaus sem liðsmaður þolanda.5. Áhættuþættir Áhættuþættir á vinnustað fela í sér óljós markmið, skort á stuðningi, óljós hlutverk og skort á leiðbeiningum og hrósi. Þá er mikið álag og slæmt skipulag hættumerki. Slæmt félagslegt andrúmsloft er frjór jarðvegur fyrir einelti. Slíkt andrúmsloft einkennist af takmörkuðum og óvingjarnlegum samskiptum og tíðum ágreiningi. Þá er ein persóna valin sem blóraböggull, oft ómeðvitað, sem allir geta skeytt skapi sínu á sér til hugarhægðar og til að reyna að öðlast stjórn á ástandinu. Yfirmaður er oft fjarverandi á þannig stað eða er óákveðinn og veikburða eða harður og drottnandi.Einelti getur einnig skapast þar sem venjulegur ágreiningur jafningja þróast á verri veg og annar aðilinn fer að leggja hinn í einelti Einelti virðist geta átt sér stað hvort sem um ræðir vinnustað ómenntaðra eða menntaðra. Þó er áberandi að einelti á sér helst stað meðal þeirra sem vinna við samskipti, þ.e. aðstoð,umönnun og ráðgjöf til annarra en hafa lítið sjálfræði sem starfsmenn. Fleiri konur verða fyrir einelti en karlar. Konur á aldrinum 45 til 64 ára er einn af þeim hópum sem helst verða fyrir einelti/hópelti. Í þessum hóp er einnig hæst hlutfall þeirra sem hafa þurft að verða vitni að einelti. (3) Orsakir þess að miðaldra konur virðast verða meira fyrir einelti en aðrir liggja mögulega í því að fólk er mótað af þeirri hugmynd strax í æsku að það megi og jafnvel eigi, að sýna konum minni virðingu en körlum og einnig er líklegt að þegar konur eldast ,verði þær fyrir fordómum vegna þess að útlitið fellur ekki inn í staðlaðar hugmyndir um konur og vegna þess að þær öðlast með aldrinum ákveðnari skoðanir og styrk til að láta þær í ljós með þeim afleiðingum að þær mæta fjandskap þeirra sem ekki eru á sama máli.6. Áhrif eineltis Einelti og þá sérstaklega hópelti hefur oftast alvarleg niðurbrjótandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu þolanda og geta áhrifin varað út lífið. Þolandi getur þróað með sér sjúkdóma á borð við háan blóðþrýsting, ónæmisbælingu, þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Fjarvistir vegna veikinda aukast og margir þurfa að eyða veikindarétti sínum vegna áhrifa eineltis og treysta sér oft ekki til að snúa aftur til vinnu að því loknu. Sumir taka líf sitt. (4) Sumir þolendur missa áhuga á vinnu sinni og fagi og frekari öflunar á þekkingu vegna þess að þeir fá ekki tækifæri til að nota menntun sína og njóta stöðu sinnar með sanngjörnum hætti. Starfsandi á vinnustöðum versnar mikið við einelti, heilsa þeirra sem verða vitni að eineltinu versnar, einbeiting minnkar, meiri fjarvistir verða, uppsagnir af hálfu starfsmanna aukast og vinnabrögð og skilvirkni verða lélegri. (5) Einelti eykur líkurnar á fjölgun þeirra sem fara á örorku. Það á við hvorutveggja karlþolendur og kvenþolendur en þó er fjölgun kvenna sem fara á örorku mun meira áberandi bæði í samanburði við karla og í samanburði við konur sem ekki verða fyrir einelti á vinnustöðum. (6)7. Viðbrögð Samkvæmt Lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (7) og skv. áðurnefndri reglugerð velferðarráðuneytis er atvinnurekendum skylt að gera mat á áhættuþáttum og tryggja öryggi starfsmanna. Forvarnir geta tryggt heilbrigðan vinnustað og minnka líkur á að einelti geti átt sér stað.Vinnueftirlitið hefur gefið út leiðbeiningabækling varðandi viðbrögð við einelti, áreitni tengd kyni, uppruna,trú eða kynhneigð og öðru ofbeldi. Hann ætti að vera til á öllum vinnustöðum. Aðgerðir verkalýðsfélaga, stjórnvalda og stjórnenda fyrirtækja til að koma í veg fyrir einelti auka líkurnar á bættri heilsu starfsmanna. Ávinningur af því að tryggja heilbrigt starfsumhverfi er betri andleg og líkamleg heilsa í samfélaginu í heild. Því miður virðist andúð á þolendum ofbeldis almennt vera rótvaxið í samfélagi okkar og það þarf róttæka breytingu til að eyða fordómum sem eru auðvitað vegna þekkingarleysis og hugleysis. Einelti er þess eðlis að sá sem fyrir því verður treystir sér oftar en ekki til að vinna á sama stað og gerandinn þannig að eina lausnin er oftast sú að annað hvor þeirra hætti störfum. Ef um hópelti er að ræða er eina lausnin fyrir þolanda að yfirgefa staðinn en þá gæti hann þess, m.a. með stuðningi stéttarfélags, að halda öllum sínum réttindum sem lög og reglur bjóða upp á . Allir viðkomandi aðilar að vinnustað þurfa að taka þátt í að bæta ástandið. Sjálfstyrking og það að kunna að setja öðrum mörk er til bóta í forvörn og starfsmenn þurfa að vera samtaka í því að sýna hvor öðrum virðingu og vera meðvitaðir um það að niðrandi framkoma og baktal verði ekki liðið Ekki síst þurfa starfsmenn að vera samtaka um að að gera kröfu um heilsusamlegra vinnumhverfi og viðunandi kjör í víðri merkingu, af hendi þeirra sem ráða málum á stofnuninni og í fyrirtækinu. Það þarf að stöðva þá vinnuþrælkunarómenningu sem viðgengst á vinnustöðum þar sem unnið er með fólk sem þarf þjónustu því þannig staðir eru ræktunarstöðvar eineltis.María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur.Heimildir (1) úr þýðingu Bjarna jónssonar á kvæði e. Arne Garborg. (2) www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1000-2004 (3) (5) www.arbejdsmiljoforskning.dk (4) www.thebalance.com (6) www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed Nielsen MB1, Emberland JS, Knardahl S (7) www.althingi.is/lagas/134/1980046.html vefsíður:www.gabbertsite.wordpress.comwww.mm.is www.huffingtonpost.com www.theguardian.com www.vinnueftirlit.is/www.en.wikipedia.org/wiki/Psychopathy_in_the_workplace#Workplace_bullying_overlap www.althingi.is/lagas/134/1980046.html www.who.int/bulletin/www.workplacebullying.org/ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Skoðun Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
1. Inngangur Ár hvert er 8. nóvember helgaður baráttunni gegn einelti. Það skyldi þó aldrei merkja að baráttan gegn einelti liggi í láginni aðra daga ársins. Ætla má skv. ýmsum nýlegum gögnum að nær fimmti hver starfsmaður hafi upplifað einelti. Einelti virðist inngróið í íslenska menningu þar sem fáir hafa hugrekki, vilja og þekkingu til að greina það og stöðva. Mest hefir borið á umræðu um einelti í grunnskólum en einelti á sér líka stað meðal fullorðinna og þá á vinnustöðum, meðal nágranna, í vinahópum og fjölskyldum og fleiri hópa má telja til. Nú á síðustu árum hefur umræðan um einelti á vinnustöðum aukist mikið en einelti í öðrum hópum sem hér eru nefndir liggja enn í þagnargildi sem vonandi verður rofið sem fyrst. Hér verður rætt um einelti á vinnustöðum með áherslu á andlegt ofbeldi. Fyrirsögnin (1) vísar í þá þögn sem hefur til skamms tíma ríkt um þá tegund ofbeldis þó svo fólk hafi orðið vitni af því árum saman en skort kjark og þor til að taka á því.2. Skilgreining Fjölmargar skilgreiningar á einelti hafa komið fram. Reglugerð Velferðarráðuneytis um aðgerðir gegn einelti á vinnustað skýrir hugtakið einelti á eftirfarandi hátt: Einelti er Ámælisverð eða síendurtekin ótilhlýðileg háttsemi, þ.e. athöfn eða hegðun sem er til þess fallin að niðurlægja, gera lítið úr, móðga, særa, mismuna eða ógna og valda vanlíðan hjá þeim sem hún beinist að. Kynferðisleg áreitni og annað andlegt eða líkamlegt ofbeldi fellur hér undir. Hér er ekki átt við skoðanaágreining eða hagsmunaárekstur sem kann að rísa á vinnustað milli stjórnanda og starfsmanns eða tveggja eða fleiri starfsmanna enda leiði slíkur skoðanaágreiningur eða hagsmunaárekstur ekki til þeirrar háttsemi sem lýst er hér að framan. (2)Hugtakið einelti getur einnig merkt hópelti en það er þegar hópur einstaklinga veitist að einum eða fleiri einstaklingum. Dæmi um birtingarmyndir eineltis/hópeltis gagnvart einstaklingi eru: Of mikið eftirlit eða eltihrelling. Stöðug gagnrýni. Skammir. Móðgandi framkoma. Komið í veg fyrir framgang eða stöðuhækkun. Reynt að koma í veg fyrir að þolandi framkvæmi verk eða þau eru eyðilögð. Haldið utan við upplýsingar sem tilheyra vinnu, haldið frá fundum, formlegum og óformlegum. Haldið utan við sameiginlegar skemmtanir starfsmanna. Of mörgum verkefnum hlaðið á starfsmann og úrlausna krafist innan skamms tímaramma. Látið í ljós að staða starfsmanns sé ekki örugg og honum jafnvel hótað uppsögn.3. Gerendur Það sem einkennir langflesta gerendur sameiginlega er m.a. hræðsla við vitsmunalega yfirburði þolandans, öfundsýki, skortur á færni í lýðræðislegri teymisvinnu, óöryggistilfinning, skert samskiptahæfni, tilfinningalegur vanþroski og getuleysi til að vinna úr persónulegum vanda sínum. Stór hluti gerenda ber einkenni siðblindra svo sem algjörlega sjálfhverf viðhorf, skort á samhyggð og iðrunarleysi. Í því ljósi er auðvelt að sjá að þeir eru ekki líklegir til að viðurkenna misgjörðir sínar. Gerendur eru tækifærissinnar og skiptast í tvo hópa; annars vegar eru þeir hvatvísu og stóryrtu en hins vegar þeir sem stunda undirferli og láta lítið á sér bera þegar þeir níða niður verk og persónu þolandans. Einelti getur verið af tveimur mismunandi meginástæðum; önnur er sú að gerandinn nýtur þess einfaldlega að láta aðra þjást og hin er sú að gerandinn hafi ákveðna fyrirætlan sem krefst þess að þolanda sé bolað af vinnustaðnum eða gerður óvirkur sem keppinautur þar sem það á við.4. Þolendur Það sem einkennir langflesta þolendur er að þeir hafa oft meðfædda og lærða styrkleika til að bera. Þeir eru oft vel gefnir, vinsælir, samúðarfullir, hæfir í starfi og nýliðar sækja öðru fremur í stuðning og leiðbeiningar hjá þeim en öðrum. Þolandinn er sá sem er líklegastur til að veita stuðning ef annar starfsmaður er órétti beittur en einmitt það fer illa í gerandann. Þeir sem benda á það sem miður fer á vinnustað verða oft þolendur eineltis. Margir þolendur eru viðkvæmt fólk með löngun til að hjálpa, kenna og heila aðra. Þeir eru seinir til vandræða, eru heiðarlegir, stundum hlutlausir og hlýðnir, feimnir og trygglyndir. Þeir sem eru með einhverja fötlun eða sérstök einkenni svo sem depurð eða bera merki mikilla erfiðleika eða áfalla í einkalífi verða oft fyrir einelti. Einmitt það ástand er síðan notað til að draga úr trúverðugleika þolanda ef hann kvartar undan eineltinu. Oft verða þeir sem eru nýjir á vinnustað fyrir einelti og þeir sem tilheyra ekki vinnustaðaklíkunni eða hafa ekki sama húmor og meirihluti vinnufélaga. Stundum eru einstaklingar með hegðun eða framkomu sem flestir á vinnustaðnum telja sig verða fyrir óþægindum af og áskilja sér þá rétt til að leggja viðkomandi í einelti. Slík er auðvitað ekki viðunandi því siðmenntaðar ferli til að leysa vandann ætti að vera til staðar á vinnustaðnum. Oft er til staðar hlutlaus einstaklingur sem upplifir sig sem vinveittan þolanda en sýnir honum ekki stuðning þegar á reynir vegna ótta við gerandann. Hann lætur þolandann einungis vita af samúð sinni þegar engin heyrir til og er þannig gagnslaus sem liðsmaður þolanda.5. Áhættuþættir Áhættuþættir á vinnustað fela í sér óljós markmið, skort á stuðningi, óljós hlutverk og skort á leiðbeiningum og hrósi. Þá er mikið álag og slæmt skipulag hættumerki. Slæmt félagslegt andrúmsloft er frjór jarðvegur fyrir einelti. Slíkt andrúmsloft einkennist af takmörkuðum og óvingjarnlegum samskiptum og tíðum ágreiningi. Þá er ein persóna valin sem blóraböggull, oft ómeðvitað, sem allir geta skeytt skapi sínu á sér til hugarhægðar og til að reyna að öðlast stjórn á ástandinu. Yfirmaður er oft fjarverandi á þannig stað eða er óákveðinn og veikburða eða harður og drottnandi.Einelti getur einnig skapast þar sem venjulegur ágreiningur jafningja þróast á verri veg og annar aðilinn fer að leggja hinn í einelti Einelti virðist geta átt sér stað hvort sem um ræðir vinnustað ómenntaðra eða menntaðra. Þó er áberandi að einelti á sér helst stað meðal þeirra sem vinna við samskipti, þ.e. aðstoð,umönnun og ráðgjöf til annarra en hafa lítið sjálfræði sem starfsmenn. Fleiri konur verða fyrir einelti en karlar. Konur á aldrinum 45 til 64 ára er einn af þeim hópum sem helst verða fyrir einelti/hópelti. Í þessum hóp er einnig hæst hlutfall þeirra sem hafa þurft að verða vitni að einelti. (3) Orsakir þess að miðaldra konur virðast verða meira fyrir einelti en aðrir liggja mögulega í því að fólk er mótað af þeirri hugmynd strax í æsku að það megi og jafnvel eigi, að sýna konum minni virðingu en körlum og einnig er líklegt að þegar konur eldast ,verði þær fyrir fordómum vegna þess að útlitið fellur ekki inn í staðlaðar hugmyndir um konur og vegna þess að þær öðlast með aldrinum ákveðnari skoðanir og styrk til að láta þær í ljós með þeim afleiðingum að þær mæta fjandskap þeirra sem ekki eru á sama máli.6. Áhrif eineltis Einelti og þá sérstaklega hópelti hefur oftast alvarleg niðurbrjótandi áhrif á andlega og líkamlega heilsu þolanda og geta áhrifin varað út lífið. Þolandi getur þróað með sér sjúkdóma á borð við háan blóðþrýsting, ónæmisbælingu, þunglyndi, kvíða og áfallastreituröskun. Fjarvistir vegna veikinda aukast og margir þurfa að eyða veikindarétti sínum vegna áhrifa eineltis og treysta sér oft ekki til að snúa aftur til vinnu að því loknu. Sumir taka líf sitt. (4) Sumir þolendur missa áhuga á vinnu sinni og fagi og frekari öflunar á þekkingu vegna þess að þeir fá ekki tækifæri til að nota menntun sína og njóta stöðu sinnar með sanngjörnum hætti. Starfsandi á vinnustöðum versnar mikið við einelti, heilsa þeirra sem verða vitni að eineltinu versnar, einbeiting minnkar, meiri fjarvistir verða, uppsagnir af hálfu starfsmanna aukast og vinnabrögð og skilvirkni verða lélegri. (5) Einelti eykur líkurnar á fjölgun þeirra sem fara á örorku. Það á við hvorutveggja karlþolendur og kvenþolendur en þó er fjölgun kvenna sem fara á örorku mun meira áberandi bæði í samanburði við karla og í samanburði við konur sem ekki verða fyrir einelti á vinnustöðum. (6)7. Viðbrögð Samkvæmt Lögum um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum (7) og skv. áðurnefndri reglugerð velferðarráðuneytis er atvinnurekendum skylt að gera mat á áhættuþáttum og tryggja öryggi starfsmanna. Forvarnir geta tryggt heilbrigðan vinnustað og minnka líkur á að einelti geti átt sér stað.Vinnueftirlitið hefur gefið út leiðbeiningabækling varðandi viðbrögð við einelti, áreitni tengd kyni, uppruna,trú eða kynhneigð og öðru ofbeldi. Hann ætti að vera til á öllum vinnustöðum. Aðgerðir verkalýðsfélaga, stjórnvalda og stjórnenda fyrirtækja til að koma í veg fyrir einelti auka líkurnar á bættri heilsu starfsmanna. Ávinningur af því að tryggja heilbrigt starfsumhverfi er betri andleg og líkamleg heilsa í samfélaginu í heild. Því miður virðist andúð á þolendum ofbeldis almennt vera rótvaxið í samfélagi okkar og það þarf róttæka breytingu til að eyða fordómum sem eru auðvitað vegna þekkingarleysis og hugleysis. Einelti er þess eðlis að sá sem fyrir því verður treystir sér oftar en ekki til að vinna á sama stað og gerandinn þannig að eina lausnin er oftast sú að annað hvor þeirra hætti störfum. Ef um hópelti er að ræða er eina lausnin fyrir þolanda að yfirgefa staðinn en þá gæti hann þess, m.a. með stuðningi stéttarfélags, að halda öllum sínum réttindum sem lög og reglur bjóða upp á . Allir viðkomandi aðilar að vinnustað þurfa að taka þátt í að bæta ástandið. Sjálfstyrking og það að kunna að setja öðrum mörk er til bóta í forvörn og starfsmenn þurfa að vera samtaka í því að sýna hvor öðrum virðingu og vera meðvitaðir um það að niðrandi framkoma og baktal verði ekki liðið Ekki síst þurfa starfsmenn að vera samtaka um að að gera kröfu um heilsusamlegra vinnumhverfi og viðunandi kjör í víðri merkingu, af hendi þeirra sem ráða málum á stofnuninni og í fyrirtækinu. Það þarf að stöðva þá vinnuþrælkunarómenningu sem viðgengst á vinnustöðum þar sem unnið er með fólk sem þarf þjónustu því þannig staðir eru ræktunarstöðvar eineltis.María Gunnlaugsdóttir, hjúkrunarfræðingur.Heimildir (1) úr þýðingu Bjarna jónssonar á kvæði e. Arne Garborg. (2) www.reglugerd.is/reglugerdir/allar/nr/1000-2004 (3) (5) www.arbejdsmiljoforskning.dk (4) www.thebalance.com (6) www.ncbi.nlm.nih.gov/pubmed Nielsen MB1, Emberland JS, Knardahl S (7) www.althingi.is/lagas/134/1980046.html vefsíður:www.gabbertsite.wordpress.comwww.mm.is www.huffingtonpost.com www.theguardian.com www.vinnueftirlit.is/www.en.wikipedia.org/wiki/Psychopathy_in_the_workplace#Workplace_bullying_overlap www.althingi.is/lagas/134/1980046.html www.who.int/bulletin/www.workplacebullying.org/
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir skrifar
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun