Fleiri telja að aðstæður í atvinnulífinu muni versna Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2017 15:46 Á vef SA segir að um margra ára skeið hafi fleiri talið að aðstæður muni batna en ekki versna. Það hefur nú breyst að undanförnu. Vísir/Vilhelm Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í atvinnulífinu hér á landi vera góðar. Þeir telja þó að þær muni versna á næstunni. Þá hefur skortur á starfsfólki dregist saman og segjast þrír af hverjum tíu stjórnendum nú finna fyrir vinnuaflsskorti. Þá kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup að búast megi við 1,5 prósenta fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Það samsvarar um tvö þúsund störfum. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að vísitala efnahagslífsins, sem endurspegli mun á fjölda stjórnenda sem meti aðstæður góðar og slæmar, sé enn mjög há.„Þrír af hverjum fjórum stjórnendum telja aðstæður góðar í atvinnulífinu, en einungis 3% að þær séu slæmar. Litlu munar á mati stjórnenda fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni og annarra atvinnugreina þar sem 71% þeirra fyrrnefndu telja aðstæður góðar en 77% hinna síðarnefndu,“ segir á vefnum. Þó flestir stjórnendur telji að aðstæður í atvinnulífinu verði svipaðar eftir sex mánuði, fer þeim fjölgandi sem telja að aðstæður muni versna. 65 prósent telja að aðstæður verði óbreyttar, ellefu prósent telja að þær muni batna og 24 prósent segja að þær muni versna. Á vef SA segir að um margra ára skeið hafi fleiri talið að aðstæður muni batna en ekki versna. Það hefur nú breyst að undanförnu. Þegar kemur að skorti á starfsfólki er hann minni en hann hefur verið síðustu tvö ár. Aðeins 30 prósent stjórnenda telja fyrirtæki þeirra búa við slíkan skort. Það hlutfall hefur verið um 40 prósent í ár og í fyrra. Skorturinn er minnstur í sjávarútvegi og verslun, eða um 15 prósent. Hann er hins vegar mestur í flutningum, ferðaþjónustu og byggingarfjármálastarfsemi, eða 35 til 50 prósent. Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira
Stjórnendur 400 stærstu fyrirtækja landsins telja aðstæður í atvinnulífinu hér á landi vera góðar. Þeir telja þó að þær muni versna á næstunni. Þá hefur skortur á starfsfólki dregist saman og segjast þrír af hverjum tíu stjórnendum nú finna fyrir vinnuaflsskorti. Þá kemur fram í niðurstöðum nýrrar könnunar Gallup að búast megi við 1,5 prósenta fjölgun starfsmanna á almennum vinnumarkaði á næstu sex mánuðum. Það samsvarar um tvö þúsund störfum. Á vef Samtaka atvinnulífsins kemur fram að vísitala efnahagslífsins, sem endurspegli mun á fjölda stjórnenda sem meti aðstæður góðar og slæmar, sé enn mjög há.„Þrír af hverjum fjórum stjórnendum telja aðstæður góðar í atvinnulífinu, en einungis 3% að þær séu slæmar. Litlu munar á mati stjórnenda fyrirtækja í alþjóðlegri samkeppni og annarra atvinnugreina þar sem 71% þeirra fyrrnefndu telja aðstæður góðar en 77% hinna síðarnefndu,“ segir á vefnum. Þó flestir stjórnendur telji að aðstæður í atvinnulífinu verði svipaðar eftir sex mánuði, fer þeim fjölgandi sem telja að aðstæður muni versna. 65 prósent telja að aðstæður verði óbreyttar, ellefu prósent telja að þær muni batna og 24 prósent segja að þær muni versna. Á vef SA segir að um margra ára skeið hafi fleiri talið að aðstæður muni batna en ekki versna. Það hefur nú breyst að undanförnu. Þegar kemur að skorti á starfsfólki er hann minni en hann hefur verið síðustu tvö ár. Aðeins 30 prósent stjórnenda telja fyrirtæki þeirra búa við slíkan skort. Það hlutfall hefur verið um 40 prósent í ár og í fyrra. Skorturinn er minnstur í sjávarútvegi og verslun, eða um 15 prósent. Hann er hins vegar mestur í flutningum, ferðaþjónustu og byggingarfjármálastarfsemi, eða 35 til 50 prósent.
Mest lesið „Fyrir löngu orðin að aðstoðarmanninum sem ég leitaði að í tólf ár“ Atvinnulíf Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Viðskipti innlent Verðbólgan fer upp á milli mánaða Viðskipti innlent Bein útsending: Framsýn forysta Viðskipti innlent Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Viðskipti innlent Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Viðskipti innlent Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Viðskipti innlent Sexfölduðu veltuna á einu ári Viðskipti innlent Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Viðskipti innlent „Prófaðu að segja við AI: Ókei, ég vil að þú hjálpir mér í vinnunni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Kostaði tvo milljarða að selja Íslandsbanka Verðbólgan fer upp á milli mánaða Bein útsending: Framsýn forysta Opnar stað í anda Kaffi Vest í Fossvoginum Neyslan mikil og sjá ekki að stýrivextir fari hratt lækkandi Sexfölduðu veltuna á einu ári Gjaldeyrisforðinn nálægt billjón króna Rúna nýr innkaupastjóri Banana Úr geimskipaútgerð til Faxaflóahafna Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Selur Alvogen í Bandaríkjunum með samruna sem skapar risa á lyfjamarkaði Óvissa á alþjóðavettvangi undirstrikar mikilvægi ríflegs gjaldeyrisforða SVEIT muni afhenda öll gögn og ekki greiða dagsektir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Sjá meira