Skiptum lokið í 60 milljarða gjaldþroti Nordic Partners Daníel Freyr Birkisson skrifar 29. desember 2017 10:19 Hotel D'Angleterre í Kaupmannahöfn var á sínum tíma í eigu Nordic Partners. vísir/getty Þann 22. desember síðastliðinn lauk skiptum í búi fjárfestingafélagsins Nordic Partners en það var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011. Engar eignir fundust þar og var skiptum lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 60 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var stofnað árið 1996 af fjármálahagfræðingnum Gísla Þór Reynissyni með kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi. Í framhaldinu var verksmiðjunni breytt í iðngarða og urðu þeir, þegar best lét, átta talsins. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Fyrir hótelin greiddi Nordic Partners 1,1 milljarð danskra króna, þá virði tólf milljarða íslenskra króna, en það var á sínum tíma talið töluvert yfir uppsettu verði. Gísli Þór lést langt fyrir aldur fram vorið 2009 eftir skammvinn veikindi og árið 2010 leysti skilanefnd Landsbankans til sín allar eignir félagsins í Lettlandi og Danmörku, auk einkaþotuleigu í Bretlandi. Var nýtt félag reist á rústum þess gamla og keyptu fjárfestar frá Lettlandi 51 prósent hlut í því af skilanefndinni. Gjaldþrot Tengdar fréttir Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24. mars 2010 12:55 Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. 25. mars 2010 05:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Þann 22. desember síðastliðinn lauk skiptum í búi fjárfestingafélagsins Nordic Partners en það var tekið til gjaldþrotaskipta árið 2011. Engar eignir fundust þar og var skiptum lokið án þess að greiðsla fengist upp í lýstar kröfur sem námu tæplega 60 milljörðum króna. Þetta kemur fram í Lögbirtingablaðinu. Félagið var stofnað árið 1996 af fjármálahagfræðingnum Gísla Þór Reynissyni með kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi. Í framhaldinu var verksmiðjunni breytt í iðngarða og urðu þeir, þegar best lét, átta talsins. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Fyrir hótelin greiddi Nordic Partners 1,1 milljarð danskra króna, þá virði tólf milljarða íslenskra króna, en það var á sínum tíma talið töluvert yfir uppsettu verði. Gísli Þór lést langt fyrir aldur fram vorið 2009 eftir skammvinn veikindi og árið 2010 leysti skilanefnd Landsbankans til sín allar eignir félagsins í Lettlandi og Danmörku, auk einkaþotuleigu í Bretlandi. Var nýtt félag reist á rústum þess gamla og keyptu fjárfestar frá Lettlandi 51 prósent hlut í því af skilanefndinni.
Gjaldþrot Tengdar fréttir Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24. mars 2010 12:55 Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. 25. mars 2010 05:00 Mest lesið Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Viðskipti innlent Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Viðskipti innlent Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Viðskipti innlent Segir „Arnaldarvísitöluna“ lága í samanburði við margt annað Neytendur Myndaveisla: Afreksfólk atvinnulífsins fjölmennti í höllina Framúrskarandi fyrirtæki Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Viðskipti innlent Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Viðskipti innlent Sterk heild og skýr gildi gera Afltak að fyrirmynd í byggingariðnaði Framúrskarandi kynning Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hefur aldrei upplifað aðra eins óvissu á þrettán ára ferli Tiltölulega lítil áhrif af breytingum Seðlabankans Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Tango Travel hættir vegna gjaldþrots Play Of snemmt að segja hvort vaxtadómurinn geri lán dýrari eða ódýrari Töldu hættu stafa af einkaþotufyrirtækinu sem var svipt starfsleyfi Gervigreindarknúið snjallsiglingarkerfi hlaut Nýsköpunarverðlaunin Högnuðust um tæpa sjö milljarða Tilkynna breytingar á lánaframboði Sverrir Einar söðlar um og selur Þrastalund Leigjendum muni fjölga um fimm þúsund fram til 2030 Bein útsending: Nýsköpunarþing 2025 - Ísland í stóru myndinni Bjarni Geir Alfreðsson matreiðslumaður látinn Færir sig í Borgartúnið eftir stutta dvöl hjá ÍSÍ Verðbólguþróunin áhyggjuefni Greiðir sér út allt að fimmtíu milljónir Verðbólga ekki meiri síðan í janúar Hagnaður bankans 8,2 milljarðar á þriðja ársfjórðungi Ístak bauð best í frágang á nýja Landspítalanum Eyða óvissunni um verðtrygginguna með vaxtaviðmiði Segja þingmann draga upp skakka mynd af stöðu nýsköpunar Eigandi skrifstofu í Kringlunni þarf að borga fyrir auglýsingar Stjórnendur Íslandsbanka enn undir feldi Fyrrverandi starfsmenn endurvekja Lagningu Reikna með 1,5 milljarði króna í sjóböðin í Önundarfirði Enn meiri veikleikar í samkeppnishæfni Íslands en ESB Sérlausn fyrir fluglosun virðist ekki hafa verið auglýst Segir mikla vinnu í gangi vegna lánamála Sér ljós við enda ganganna: „Kannski þurfti svona stóra truflun til“ Mun leiða svið markaðsmála og þjónustuupplifunar hjá Advania Sjá meira
Hotel D´Angleterre í hendur skilanefndar Landsbankans Skilanefnd Landsbankans (LBI) hefur leyst til sín allar eignir Nordic Partners. Stjórnendateymi í Lettlandi undir forystu Daumants Vitols eignast 51% hlutafjár í NP Limited. Aðrar eignir sem LBI leysir til sín frá Nordis Partners eru 5 Dornier þotur og þrjú hótel í Kaupmannahöfn, þar á meðal Hotel D´Angleterre. 24. mars 2010 12:55
Saga Nordic Partners öll Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. 25. mars 2010 05:00