Geely kaupir 5% hlutabréfa í Daimler Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 10:13 Geely er nú orðinn þriðji stærsti eigandinn í Daimler. Kínverski bílaframleiðandinn Geely sem á Volvo, Lotus og London Taxi Company hefur enn aukið við áhrif sín í evrópskri bílaframleiðslu því í síðustu viku keypti fyrirtækið 5% hlutabréfa í Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Fyrir það greiddi Geely 4,7 milljarða evra, eða 585 milljarða króna. Geely er fyrir vikið orðið þriðji stærsti eigandi í Daimler. Til samanburðar borgaði Geely aðeins 1,8 milljarða evra fyrir Volvo árið 2010 þegar fyrirtækið eignaðist Volvo að öllu leiti. Geely er einnig eigandi bílaframleiðandans Lynk & Co og er eru bílar þess eru þróaðir með tækni frá Volvo. Geely er þekkt fyrir að eftirláta þeim bílafyrirtækjum sem það kaupir að þróa áfram bíla sína sjálfum og treystir þeim alfarið fyrir eigin velgengni án þess að þá skorti fjármagn til þróunarinnar. Geely hefur einnig fjárfest mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur reist eigin rafhlöðuverksmiðju. Hvað þessi fjárfesting í Daimler mun þýða fyrir þróun annarra bílafyrirtækja í eigu Geely er óvíst, en víst er að þessi kaup Geely á stórum hlut í Daimler er forvitnileg og áhugaverð. Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Kínverski bílaframleiðandinn Geely sem á Volvo, Lotus og London Taxi Company hefur enn aukið við áhrif sín í evrópskri bílaframleiðslu því í síðustu viku keypti fyrirtækið 5% hlutabréfa í Daimler, móðurfyrirtæki Mercedes Benz. Fyrir það greiddi Geely 4,7 milljarða evra, eða 585 milljarða króna. Geely er fyrir vikið orðið þriðji stærsti eigandi í Daimler. Til samanburðar borgaði Geely aðeins 1,8 milljarða evra fyrir Volvo árið 2010 þegar fyrirtækið eignaðist Volvo að öllu leiti. Geely er einnig eigandi bílaframleiðandans Lynk & Co og er eru bílar þess eru þróaðir með tækni frá Volvo. Geely er þekkt fyrir að eftirláta þeim bílafyrirtækjum sem það kaupir að þróa áfram bíla sína sjálfum og treystir þeim alfarið fyrir eigin velgengni án þess að þá skorti fjármagn til þróunarinnar. Geely hefur einnig fjárfest mikið í þróun rafmagnsbíla og hefur reist eigin rafhlöðuverksmiðju. Hvað þessi fjárfesting í Daimler mun þýða fyrir þróun annarra bílafyrirtækja í eigu Geely er óvíst, en víst er að þessi kaup Geely á stórum hlut í Daimler er forvitnileg og áhugaverð.
Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Erlent