Jólasveinninn stöðvar ökuníðing Finnur Thorlacius skrifar 18. desember 2017 16:02 Ökuníðingurinn handtekinn eftir eltingaleikinn langa. Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi. Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent
Mótorhjólamaður klæddur í jólasveinabúning í Frakklandi varð vitni að því að ökuníðingur keyrði niður gangandi konu á gangbraut og stingur af frá verknaðinum. Hann beið ekki boðanna, sem sannur jólasveinn, heldur elti uppi bílinn og upphófst þá hinn mesti eltingaleikur. Hann endaði með því að fá aðstoð frá lögreglumönnum á mótorhjólum sem handtóku ökuníðinginn. Þetta má allt saman sjá í meðfylgjandi myndskeiði. Jólasveinninn var með litla GoPro vél á hjálminum sem náði þessu öllu uppá myndband. Þar má sjá, eftir um 1:15 mínútur, þegar ökuníðingurinn ekur á konuna sem fellur fyrir vikið í götuna með miklum óhljóðum. Það fylgir sögunni að konan sem varð fyrir bílnum er á góðum batavegi.
Mest lesið Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent