AMG 10% af sölu Benz vestanhafs Finnur Thorlacius skrifar 19. desember 2017 10:14 Aldrei hafa AMG bílar Mercedes Benz verið eins vinsælir og nú. Af öllum þeim Mercedes Benz bílum sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum í ár eru 10% þeirra frá kraftabíladeildinni AMG. Þetta hlutfall í fyrra var 6,8% í fyrra og hefur vaxið um heil 50% á milli ára. Alls hafa selst 30.116 AMG bílar Mercerdes Benz í ár af 302.043 bíla heildarsölu Benz í ár þar í landi. Þetta er óvenju hátt hlutfall og hærra en víðast hvar í heiminum þar sem Mercedes Benz bílar eru til sölu. Þessar tölur eru frá lokum nóvember mánaðar og því virðist stefna í hátt í 330.000 bíla sölu hjá Benz vestanhafs í ár og af þeim verði hátt í 33.000 bílar af AMG gerð. AMG bílar Mercedes Benz eru mjög dýrir bílar og því er AMG deildin farin að skaffa Benz umtalsvert hátt hlutfall af tekjum Benz í þessum heimshluta. Það er helst góð sala í AMG 43 í bílunum C-Class, E-Class, GLC, GLE og SLC sem hefur hýft hlutfall AMG svo hátt upp í ár. Í þessum bílum er 362 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Það hefur einnig hjálpað mikið til hve Mercedes Benz býður margar bílgerðir sínar í AMG útfærslu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarið. Audi og BMW hafa fetað sömu slóð og Benz með því að fjölga S og RS gerðum í tilfelli Audi og M gerðum í tilfelli BMW og fer hlutfallið af heildarsölu einnig vaxandi hjá þessum þýsku lúxusbílaframleiðendum. Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent
Af öllum þeim Mercedes Benz bílum sem seldir hafa verið í Bandaríkjunum í ár eru 10% þeirra frá kraftabíladeildinni AMG. Þetta hlutfall í fyrra var 6,8% í fyrra og hefur vaxið um heil 50% á milli ára. Alls hafa selst 30.116 AMG bílar Mercerdes Benz í ár af 302.043 bíla heildarsölu Benz í ár þar í landi. Þetta er óvenju hátt hlutfall og hærra en víðast hvar í heiminum þar sem Mercedes Benz bílar eru til sölu. Þessar tölur eru frá lokum nóvember mánaðar og því virðist stefna í hátt í 330.000 bíla sölu hjá Benz vestanhafs í ár og af þeim verði hátt í 33.000 bílar af AMG gerð. AMG bílar Mercedes Benz eru mjög dýrir bílar og því er AMG deildin farin að skaffa Benz umtalsvert hátt hlutfall af tekjum Benz í þessum heimshluta. Það er helst góð sala í AMG 43 í bílunum C-Class, E-Class, GLC, GLE og SLC sem hefur hýft hlutfall AMG svo hátt upp í ár. Í þessum bílum er 362 hestafla V6 vél með tveimur forþjöppum. Það hefur einnig hjálpað mikið til hve Mercedes Benz býður margar bílgerðir sínar í AMG útfærslu og hefur þeim farið hratt fjölgandi undanfarið. Audi og BMW hafa fetað sömu slóð og Benz með því að fjölga S og RS gerðum í tilfelli Audi og M gerðum í tilfelli BMW og fer hlutfallið af heildarsölu einnig vaxandi hjá þessum þýsku lúxusbílaframleiðendum.
Mest lesið Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Innlent Spændi upp mosann á krossara Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Erlent Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Innlent