Google ræður fólk til að fara yfir efni á Youtube Kjartan Kjartansson skrifar 5. desember 2017 14:21 Youtube ætlar að leggja meiri áherslu á dómgreind manna en gervigreindar til að sía út óviðeigandi efni. Vísir/AFP Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar. Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN. Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum. Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni. Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október. Google Tengdar fréttir Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar. Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN. Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum. Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni. Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október.
Google Tengdar fréttir Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55 Mest lesið Segir leigusala hækka leigu í takt við skerðingu Neytendur Fólk geti nýtt séreignarsparnaðinn seinna á árinu Neytendur Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Viðskipti innlent Nýtt gjald á bíómiða í vefsölu Neytendur Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Viðskipti innlent 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Leigja frekar en að kaupa: „Ég þarf ekki að eiga allt“ Atvinnulíf Róbert hættir sem forstjóri Alvotech Viðskipti innlent Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Viðskipti innlent Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Auglýsendur flýja Youtube vegna myndbanda af fáklæddum börnum Stórfyrirtæki eins og Mars og Lidl eru á meðal þeirra sem eru hætt að auglýsa á Youtube. 24. nóvember 2017 18:55