Viðskipti erlent

Google ræður fólk til að fara yfir efni á Youtube

Kjartan Kjartansson skrifar
Youtube ætlar að leggja meiri áherslu á dómgreind manna en gervigreindar til að sía út óviðeigandi efni.
Youtube ætlar að leggja meiri áherslu á dómgreind manna en gervigreindar til að sía út óviðeigandi efni. Vísir/AFP

Eftirlit með efni myndbanda á Youtube verður hert verulega á næstunni. Google ætlar að ráða fleiri en tíu þúsund manns til að leita að óviðeigandi myndböndum og athugasemdum á myndbandasíðunni vinsælu. Þá verða reglur um auglýsingar hertar.

Susan Wojcicki, forstjóri Youtube, segir að þúsundir nýrra starfsmanna eigi að taka á efni sem brýtur gegn skilmálum Youtube á næsta ári. Nokkur rotin epli væru að nýta sér opið samfélag síðunnar til þess að blekkja, áreita og jafnvel skaða fólk, að því er segir í frétt CNN.

Youtube hefur legið undir gagnrýni undanfarið vegna óviðeigandi efnis á síðunni. Nokkur stór fyrirtæki hafa þannig hætt að auglýsa á Youtube eftir að auglýsingar þeirra birtust með myndböndum sem sýndu hatursorðræðu eða jafnvel óviðeigandi efni af börnum.

Að sögn Wojcicki verður nú meira um handstýringu á því hvar auglýsingar birtast auk þess sem strangari reglur verða um með hvaða myndböndum auglýsingar geta birst og meira eftirlit verður haft með auglýsingunum. Fram að þessu hefur Youtube að miklu leyti reitt sig á gervigreind og tilkynningar notenda til að sigta út óviðeigandi efni.

Hér á landi voru nafnlausar áróðursauglýsingar sem birtust á Youtube gagnrýndar fyrir þingkosningarnar í október.


Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Mesta hækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
ORIGO
2,8
8
18.571
MARL
1,56
56
1.809.084
LEQ
1,37
1
1.549
EIM
0,57
6
22.188
ARION
0,5
12
152.139

Mesta lækkun dagsins


Félag
Br.%
Fjöldi
Velta*
GRND
-2,46
7
55.714
EIK
-2,24
7
75.346
REITIR
-1,86
12
277.872
SIMINN
-1,77
8
142.210
FESTI
-1,74
5
116.070
Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.