Guðlaugur: Dómarar settir í mjög erfiða stöðu Benedikt Grétarsson skrifar 30. nóvember 2017 22:18 Bóas Börkur Bóasson og Hörður Aðalsteinsson dæmdu leik Vals og Gróttu. vísir/anton Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Guðlaugur Arnarsson, annar þjálfara Vals, viðurkenndi að Grótta hefði verðskuldað 33-35 sigur gegn Íslandsmeisturunum í kvöld. Guðlaugi fannst það líka furðuleg ákvörðun að setja Bóas Börk Bóasson og Hörð Aðalsteinsson sem dómara leiksins en þeir félagar fengu það óþvegið frá Kára Garðarssyni eftir tap Gróttu gegn Fjölni í 11. umferð. „Þetta er mjög vandmeðfarið. Sú staða sem þetta dómarapar er sett í með því að setja þá á þennan leik er bara ekki fagleg að mínu mati. Ég lét vita af því fyrir leikinn að mér fyndist það ekki fagmennska að setja þetta par á þennan leik. Dómararnir voru að gera sitt besta í dag og voru að reyna að standa sig eins og leikmenn.“ „Mér finnst bara þeir vera settir í ofboðslega erfiða stöðu að koma og dæma eftir þau ummæli sem Kári lét falla eftir síðasta leik. Þetta er bara eitthvað sem þarf að ræða,“ sagði Guðlaugur. Leikurinn var aldrei í höndum Valsmanna og þjálfarinn segir sína menn ekki hafa mætt tilbúna í verkefnið. „Við áttum einfaldlega ekki góðan dag en Grótta hittir á góðan dag hjá sér. Við ræddum vel fyrir þennan leik að Grótta er með gott lið, vel mannaðir og með góða breidd. Þeir eru bara stórhættulegir. Við erum með breiðan leikmannahóp og góðan æfingahóp. Það á bara að koma inn maður í manns stað í þessu, þó að við seúm að glíma við meiðsli. Við erum fyrst og fremst ósáttir hvernig við mætum inn í leikinn og bara við okkur sjálfa, að við séum ekki að berjast. Það er eitt að tapa leiknum fyrir Gróttu, sem var bara betra liðið í dag. Við erum bara ósáttir að við mætum ekki og fórnum okkur og skiljum allt eftir á gólfinu. Íþróttir ganga bara út á að leggja sig 100% fram. Maður á aldrei að labba út af vellinum og hugsa „Ég gat gert betur“. Það bara má ekki,“ sagði ósáttur Guðlaugur. Meiðslalisti Valsmanna lengdist enn frekar í kvöld en Magnús Óli Magnússon haltraði af velli í seinni hálfleik. Magnús sagði við blaðamann eftir leik að hann hefði snúið sig á ökkla en þjálfarinn hans var ekki viss hvað hefði gerst. „Ég hef ekki náð að kíkja á hann almennilega. Hann var tæpur í nára fyrir leikinn en við verðum bara að taka stöðuna betur seinna.“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15 Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45 Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36 Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Íslenski boltinn Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ Enski boltinn Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Enski boltinn „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ Íslenski boltinn Kátt á hjalla í Katalóníu Fótbolti Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð Fótbolti „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Íslenski boltinn Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Kári Garðars fær sömu dómara aftur í kvöld og honum fannst ekki eiga heima í deildinni Kári Garðarsson, þjálfari Gróttu, var mjög ósáttur með dómgæsluna í leik Fjölnis og Gróttu í síðustu umferð í Olís deild karla í handbolta. 30. nóvember 2017 16:15
Umfjöllun, viðtöl og myndir: Valur - Grótta 33-35 │ Óvæntur sigur Seltirninga á meisturunum Grótta vann sinn þriðja sigur í fjórum leikjum þegar liðið lagði Íslands- og bikarmeistara Vals að velli, 33-35, á útivelli. 30. nóvember 2017 21:45
Kári: Þetta dómarapar á ekki heima í deildinni Þjálfari Gróttu var afar ósáttur við frammistöðu Bóasar Barkar Bóassonar og Harðar Aðalsteinssonar. 26. nóvember 2017 19:36