Ekkert um okkur án okkar Jökull Ingi Þorvaldsson skrifar 20. nóvember 2017 07:00 Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.11.2025 Samúel Karl Ólason Halldór Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson Skoðun Skoðun Skoðun R-BUGL: Ábyrgðin er okkar allra Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Gleymdu ekki þínum minnsta bróður. Sigurður Fossdal skrifar Skoðun Íslensk tunga þarf meiri stuðning Ármann Jakobsson,Eva María Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvar eru sérkennararnir í nýjum lögum um inngildandi menntun? Sædís Ósk Harðardóttir skrifar Skoðun Hjálpum spilafíklum Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Hvað er að vera vók? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar Skoðun Hvað kennir hugrekki okkur? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Þeir vita sem nota Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hjólhýsabyggð á heima í borginni Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Sjá meira
Fullorðið fólk telur sig of oft vita hvað er börnum fyrir bestu og hvað þau vilja, frekar en þau sjálf. Færni barna til þess að ákveða sjálf hvað þau vilja er stórlega vanmetin og raddir barna eru alltof oft hunsaðar í málum sem varða þau í okkar samfélagi. Við viljum öll gera það sem er börnum fyrir bestu. Greiðasta og áhrifaríkasta leiðin til þess er að hlusta og taka mark á því sem við segjum. Því er mikilvægt að raddir barna og ungmenna fái að heyrast og að fullorðna fólkið hlusti. Alltof mörg dæmi eru til um það að fullorðið fólk hunsi rödd ungs fólks í málum sem varða þau og er það aðallega í menntamálum en við erum að stefna í rétta átt þó hægt gangi. Ég hef heyrt of mikið af sögum og upplifað sjálfur aðstæður þar sem ráðamenn sitja fundi með ungmennum og sýna vanvirðingu og áhugaleysi sem þeir myndu aldrei komast upp með í öðrum aðstæðum, og noti ungmenni oft aðeins sem pólitískan sýningargrip. Orðtakið „Ekkert um okkur án okkar“ er orðtak sem við sem berjumst fyrir réttindum barna notum mikið. Sorglegt en satt tíðkast sá siður hjá ráðamönnum að taka ákvarðanir sem varða okkur án nokkurs samráðs við ungmenni. Fer það oft ekki vel í okkur ungmennin því þetta er okkar framtíð, ekki þeirra og látum við því ekki kyrrt liggja. Til dæmis má nefna þær ótal ákvarðanir sem hafa verið teknar varðandi samræmdu prófin og styttingu framhaldsskóla í fyrra án samráðs við ungmenni. Eftir það atvik hafa hlutirnir breyst en við eigum ennþá mikið verk fyrir höndum og er boltinn núna hjá ráðamönnum. Þeir þurfa að taka sig á og bæta það landslag sem við höfum núna verulega. Taka má til fyrirmyndar Menntamálastofnun sem á síðasta ári stofnaði ungmennaráð Menntamálastofnunar. Þó það sé ennþá ekki fullmótað gengur það vel fyrir sig og er á réttri leið. Er ungmennaráðið ennþá frekar ungt en það hefur strax sýnt fram á mikilvægi þess að hafa samstarf við ungmenni. Þetta er dæmi um vinnubrögð sem aðrar opinberar stofnanir ættu að temja sér því við höfum margt, margt fram á að færa. Það er löngu tímabært að við hlustum á það sem börn, unglingar og ungmenni hafa að segja. Það erum jú við sem erfum þennan heim. Hvert barn hefur mikið fram að færa sem er ástæða þess að við í ungmennaráði UNICEF hvetjum ykkur foreldra, ráðamenn, forseta, kennara og allt fullorðið fólk til að gefa börnunum orðið og heyra hvað þeim liggur á hjarta.Höfundur starfar í ungmennaráði UNICEF á Íslandi.
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Þjóðin sem ákvað að leggja sjálfa sig niður Margrét Tryggvadóttir,Sigríður Hagalín Björnsdóttir Skoðun