Þessi er sneggri en Tesla Roadster Finnur Thorlacius skrifar 22. nóvember 2017 09:29 XING Mobility rafmagnsbíllinn er hlaðinn orku, raforku. Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur. Mest lesið Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Erlent Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni Innlent Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Erlent Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Erlent „Fólk er í áfalli yfir þessu“ Innlent Púað á Trump í Kennedy Center og mótmælin breiðast út Erlent Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis Innlent Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Erlent
Tesla er núbúið að kynna Roadster bíl sinn sem á að verða sneggsti fjöldaframleiddi bíll heims. Það er þó alls ekki víst að svo verði því þessi rafmagnsbíll frá XING Mobility er ennþá sneggri að taka sprettinn í hundraðið. Það tekur hann 1,8 sekúndur en Tesla Roadster bílinn 1,9 sekúndur. Það kemur svo sem ekkert á óvart að þessi bíll sé snöggur en hann er 1.341 hestafl, eða 1 megawatt. Það tekur þennan bíl XING Mobility síðan 5,1 sekúndu að ná 200 km hraða og hámarkshraði hans er 270 km/klst. XING Mobility er frá Taipei í Taiwan og fyrirtækið ætlar að framleiða aðeins 20 svona bíla. Fyrsti bíllinn á að verða tilbúinn á næsta ári til sýningar en sala þessara 20 bíla hefst svo árið 2019. Hvert eintak hans mun kosta eina milljón dollara, eða ríflega 100 milljónir króna. Skipta má um rafhlöðurnar í þessum bíl XING Mobility og tekur það um 5 mínútur.
Mest lesið Var á yfir 200 kílómetra hraða þegar slysið varð Innlent Fann sér ekki stað hjá forsetanum eftir breytingar Innlent Þota með á þriðja hundrað manns brotlenti í íbúðahverfi Erlent Viktor Arman lést af slysförum á Esjunni Innlent Bandarískar herstöðvar verða reistar í Danmörku Erlent Sigldu tveimur flugmóðurskipum lengra en áður út á Kyrrahafið Erlent „Fólk er í áfalli yfir þessu“ Innlent Púað á Trump í Kennedy Center og mótmælin breiðast út Erlent Frekar ætti að styrkja forvarnir en reisa minnisvarða um þolendur ofbeldis Innlent Telur að enginn hafi komist lífs af úr flugslysinu Erlent