Eru allir jafnir fyrir lögum? Ragnar Halldór Hall skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið. Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi árið 1994 og nokkur helstu efnisatriði hans í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána var því almennt fagnað af þeim sem láta sig slík málefni einhverju varða. Staðreyndin er hins vegar sú að erfiðlega hefur gengið að fá dómstóla og ákæruvald hér á landi til að fara eftir þessum reglum þegar á hefur reynt. Í september sl. gekk dómur í Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð út af sama atviki var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var mikið í húfi, því að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári komist að niðurstöðu um að brotið hefði verið á tveimur mönnum hér á landi með dómi Hæstaréttar í samkynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö dómarar skyldu dæma í þessu máli. Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt menn í samkynja málum áður, en nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru ákveðna hjáleið framhjá kjarna málsins og kváðu upp dóm sem er í samræmi við fyrri afstöðu réttarins. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hefur engu að síður leitt til þess að ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja ekki eftir refsikröfum í allmiklum fjölda mála sem voru til meðferðar á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í september. Jafnframt hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja öðrum samkynja málum eftir fyrir dómi og hafa þar uppi ítrustu refsikröfur. Af dæmum sem undirritaður hefur séð virðist það ráða ákvörðun ákæruvaldsins í þessum málum, að hafi sakborningur ákveðið að skjóta ágreiningi um skattskyldu til yfirskattanefndar og ekki fengið álagningu fellda niður þar skuli hann fá að svara til saka fyrir dómi líka.Jafnræðisreglu ekki fylgt Í þessum tilvikum er augljóst að áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki fylgt. Meðan reglunni um bann við tvöfaldri refsingu er fylgt gagnvart sumum eru aðrir sóttir til saka fyrir dómi án tillits til reglunnar. Hér er ekki um tilviljanir að ræða, heldur ákvarðanir sem teknar eru að yfirlögðu ráði. Ég skora á embætti héraðssaksóknara að birta hið fyrsta opinberlega upplýsingar um eftirfarandi:Hve mörg mál voru í biðstöðu hjá embættinu meðan beðið var dóms í hæstaréttarmálinu nr. 283/2016? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Í hve mörgum þessara mála hafði verið gefin út ákæra og hve mörg voru á rannsóknarstigi hjá embættinu?Hve mörg málanna sem ákært hafði verið í hafa verið eða stendur til að fella niður af ákæruvaldinu? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Hve mörg málanna sem voru til rannsóknar hjá embættinu hafa verið felld niður? Í hve mörgum þessara mála hafði ágreiningur um skattskyldu verið borinn undir yfirskattanefnd?Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið. Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi árið 1994 og nokkur helstu efnisatriði hans í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána var því almennt fagnað af þeim sem láta sig slík málefni einhverju varða. Staðreyndin er hins vegar sú að erfiðlega hefur gengið að fá dómstóla og ákæruvald hér á landi til að fara eftir þessum reglum þegar á hefur reynt. Í september sl. gekk dómur í Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð út af sama atviki var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var mikið í húfi, því að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári komist að niðurstöðu um að brotið hefði verið á tveimur mönnum hér á landi með dómi Hæstaréttar í samkynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö dómarar skyldu dæma í þessu máli. Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt menn í samkynja málum áður, en nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru ákveðna hjáleið framhjá kjarna málsins og kváðu upp dóm sem er í samræmi við fyrri afstöðu réttarins. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hefur engu að síður leitt til þess að ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja ekki eftir refsikröfum í allmiklum fjölda mála sem voru til meðferðar á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í september. Jafnframt hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja öðrum samkynja málum eftir fyrir dómi og hafa þar uppi ítrustu refsikröfur. Af dæmum sem undirritaður hefur séð virðist það ráða ákvörðun ákæruvaldsins í þessum málum, að hafi sakborningur ákveðið að skjóta ágreiningi um skattskyldu til yfirskattanefndar og ekki fengið álagningu fellda niður þar skuli hann fá að svara til saka fyrir dómi líka.Jafnræðisreglu ekki fylgt Í þessum tilvikum er augljóst að áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki fylgt. Meðan reglunni um bann við tvöfaldri refsingu er fylgt gagnvart sumum eru aðrir sóttir til saka fyrir dómi án tillits til reglunnar. Hér er ekki um tilviljanir að ræða, heldur ákvarðanir sem teknar eru að yfirlögðu ráði. Ég skora á embætti héraðssaksóknara að birta hið fyrsta opinberlega upplýsingar um eftirfarandi:Hve mörg mál voru í biðstöðu hjá embættinu meðan beðið var dóms í hæstaréttarmálinu nr. 283/2016? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Í hve mörgum þessara mála hafði verið gefin út ákæra og hve mörg voru á rannsóknarstigi hjá embættinu?Hve mörg málanna sem ákært hafði verið í hafa verið eða stendur til að fella niður af ákæruvaldinu? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Hve mörg málanna sem voru til rannsóknar hjá embættinu hafa verið felld niður? Í hve mörgum þessara mála hafði ágreiningur um skattskyldu verið borinn undir yfirskattanefnd?Höfundur er lögmaður.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun