Eru allir jafnir fyrir lögum? Ragnar Halldór Hall skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið. Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi árið 1994 og nokkur helstu efnisatriði hans í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána var því almennt fagnað af þeim sem láta sig slík málefni einhverju varða. Staðreyndin er hins vegar sú að erfiðlega hefur gengið að fá dómstóla og ákæruvald hér á landi til að fara eftir þessum reglum þegar á hefur reynt. Í september sl. gekk dómur í Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð út af sama atviki var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var mikið í húfi, því að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári komist að niðurstöðu um að brotið hefði verið á tveimur mönnum hér á landi með dómi Hæstaréttar í samkynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö dómarar skyldu dæma í þessu máli. Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt menn í samkynja málum áður, en nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru ákveðna hjáleið framhjá kjarna málsins og kváðu upp dóm sem er í samræmi við fyrri afstöðu réttarins. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hefur engu að síður leitt til þess að ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja ekki eftir refsikröfum í allmiklum fjölda mála sem voru til meðferðar á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í september. Jafnframt hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja öðrum samkynja málum eftir fyrir dómi og hafa þar uppi ítrustu refsikröfur. Af dæmum sem undirritaður hefur séð virðist það ráða ákvörðun ákæruvaldsins í þessum málum, að hafi sakborningur ákveðið að skjóta ágreiningi um skattskyldu til yfirskattanefndar og ekki fengið álagningu fellda niður þar skuli hann fá að svara til saka fyrir dómi líka.Jafnræðisreglu ekki fylgt Í þessum tilvikum er augljóst að áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki fylgt. Meðan reglunni um bann við tvöfaldri refsingu er fylgt gagnvart sumum eru aðrir sóttir til saka fyrir dómi án tillits til reglunnar. Hér er ekki um tilviljanir að ræða, heldur ákvarðanir sem teknar eru að yfirlögðu ráði. Ég skora á embætti héraðssaksóknara að birta hið fyrsta opinberlega upplýsingar um eftirfarandi:Hve mörg mál voru í biðstöðu hjá embættinu meðan beðið var dóms í hæstaréttarmálinu nr. 283/2016? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Í hve mörgum þessara mála hafði verið gefin út ákæra og hve mörg voru á rannsóknarstigi hjá embættinu?Hve mörg málanna sem ákært hafði verið í hafa verið eða stendur til að fella niður af ákæruvaldinu? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Hve mörg málanna sem voru til rannsóknar hjá embættinu hafa verið felld niður? Í hve mörgum þessara mála hafði ágreiningur um skattskyldu verið borinn undir yfirskattanefnd?Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid Skoðun Óður til hneykslunar Arnar Sveinn Geirsson Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Opið bréf til fullorðna fólksins Úlfhildur Elísa Hróbjartsdóttir skrifar Skoðun Vill Sjálfstæðisflokkurinn láta taka sig alvarlega? Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Undirbúum börnin fyrir skólann með hjálp gervigreindar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Enginn skilinn eftir á götunni Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson skrifar Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar Skoðun Málþóf á kostnað ungs fólks Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Við krefjumst sanngirni og aðgerð strax Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Úrsúla og öryggismálin - Stöndum gegn vígvæðingu Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Verðmætatap auðlindagjaldanna – Hverra og hvernig? Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið. Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi árið 1994 og nokkur helstu efnisatriði hans í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána var því almennt fagnað af þeim sem láta sig slík málefni einhverju varða. Staðreyndin er hins vegar sú að erfiðlega hefur gengið að fá dómstóla og ákæruvald hér á landi til að fara eftir þessum reglum þegar á hefur reynt. Í september sl. gekk dómur í Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð út af sama atviki var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var mikið í húfi, því að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári komist að niðurstöðu um að brotið hefði verið á tveimur mönnum hér á landi með dómi Hæstaréttar í samkynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö dómarar skyldu dæma í þessu máli. Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt menn í samkynja málum áður, en nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru ákveðna hjáleið framhjá kjarna málsins og kváðu upp dóm sem er í samræmi við fyrri afstöðu réttarins. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hefur engu að síður leitt til þess að ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja ekki eftir refsikröfum í allmiklum fjölda mála sem voru til meðferðar á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í september. Jafnframt hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja öðrum samkynja málum eftir fyrir dómi og hafa þar uppi ítrustu refsikröfur. Af dæmum sem undirritaður hefur séð virðist það ráða ákvörðun ákæruvaldsins í þessum málum, að hafi sakborningur ákveðið að skjóta ágreiningi um skattskyldu til yfirskattanefndar og ekki fengið álagningu fellda niður þar skuli hann fá að svara til saka fyrir dómi líka.Jafnræðisreglu ekki fylgt Í þessum tilvikum er augljóst að áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki fylgt. Meðan reglunni um bann við tvöfaldri refsingu er fylgt gagnvart sumum eru aðrir sóttir til saka fyrir dómi án tillits til reglunnar. Hér er ekki um tilviljanir að ræða, heldur ákvarðanir sem teknar eru að yfirlögðu ráði. Ég skora á embætti héraðssaksóknara að birta hið fyrsta opinberlega upplýsingar um eftirfarandi:Hve mörg mál voru í biðstöðu hjá embættinu meðan beðið var dóms í hæstaréttarmálinu nr. 283/2016? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Í hve mörgum þessara mála hafði verið gefin út ákæra og hve mörg voru á rannsóknarstigi hjá embættinu?Hve mörg málanna sem ákært hafði verið í hafa verið eða stendur til að fella niður af ákæruvaldinu? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Hve mörg málanna sem voru til rannsóknar hjá embættinu hafa verið felld niður? Í hve mörgum þessara mála hafði ágreiningur um skattskyldu verið borinn undir yfirskattanefnd?Höfundur er lögmaður.
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Þjórsá í hættu – Hvammsvirkjun og rof á náttúrulegu ástandi árinnar Gunnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Ég hef ofurtrú á manneskjunni í forvörnum og öryggi á bæjarhátíðunum Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald skrifar
Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar
Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar