Eru allir jafnir fyrir lögum? Ragnar Halldór Hall skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið. Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi árið 1994 og nokkur helstu efnisatriði hans í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána var því almennt fagnað af þeim sem láta sig slík málefni einhverju varða. Staðreyndin er hins vegar sú að erfiðlega hefur gengið að fá dómstóla og ákæruvald hér á landi til að fara eftir þessum reglum þegar á hefur reynt. Í september sl. gekk dómur í Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð út af sama atviki var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var mikið í húfi, því að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári komist að niðurstöðu um að brotið hefði verið á tveimur mönnum hér á landi með dómi Hæstaréttar í samkynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö dómarar skyldu dæma í þessu máli. Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt menn í samkynja málum áður, en nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru ákveðna hjáleið framhjá kjarna málsins og kváðu upp dóm sem er í samræmi við fyrri afstöðu réttarins. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hefur engu að síður leitt til þess að ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja ekki eftir refsikröfum í allmiklum fjölda mála sem voru til meðferðar á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í september. Jafnframt hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja öðrum samkynja málum eftir fyrir dómi og hafa þar uppi ítrustu refsikröfur. Af dæmum sem undirritaður hefur séð virðist það ráða ákvörðun ákæruvaldsins í þessum málum, að hafi sakborningur ákveðið að skjóta ágreiningi um skattskyldu til yfirskattanefndar og ekki fengið álagningu fellda niður þar skuli hann fá að svara til saka fyrir dómi líka.Jafnræðisreglu ekki fylgt Í þessum tilvikum er augljóst að áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki fylgt. Meðan reglunni um bann við tvöfaldri refsingu er fylgt gagnvart sumum eru aðrir sóttir til saka fyrir dómi án tillits til reglunnar. Hér er ekki um tilviljanir að ræða, heldur ákvarðanir sem teknar eru að yfirlögðu ráði. Ég skora á embætti héraðssaksóknara að birta hið fyrsta opinberlega upplýsingar um eftirfarandi:Hve mörg mál voru í biðstöðu hjá embættinu meðan beðið var dóms í hæstaréttarmálinu nr. 283/2016? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Í hve mörgum þessara mála hafði verið gefin út ákæra og hve mörg voru á rannsóknarstigi hjá embættinu?Hve mörg málanna sem ákært hafði verið í hafa verið eða stendur til að fella niður af ákæruvaldinu? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Hve mörg málanna sem voru til rannsóknar hjá embættinu hafa verið felld niður? Í hve mörgum þessara mála hafði ágreiningur um skattskyldu verið borinn undir yfirskattanefnd?Höfundur er lögmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Samkvæmt 65. gr. stjórnarskrárinnar skulu allir vera jafnir fyrir lögum og njóta mannréttinda án tillits til kynferðis, trúarbragða, skoðana, þjóðernisuppruna, kynþáttar, litarháttar, efnahags, ætternis og stöðu að öðru leyti. Nýleg dæmi sýna að verulega skortir á það hér á landi að eftir þessu sé farið. Þegar Mannréttindasáttmáli Evrópu (MSE) var lögfestur hér á landi árið 1994 og nokkur helstu efnisatriði hans í kjölfarið tekin upp í stjórnarskrána var því almennt fagnað af þeim sem láta sig slík málefni einhverju varða. Staðreyndin er hins vegar sú að erfiðlega hefur gengið að fá dómstóla og ákæruvald hér á landi til að fara eftir þessum reglum þegar á hefur reynt. Í september sl. gekk dómur í Hæstarétti þar sem ákvæði MSE um bann við tvöfaldri refsingu og tvöfaldri málsmeðferð út af sama atviki var til sérstakrar umfjöllunar. Hér var mikið í húfi, því að Mannréttindadómstóll Evrópu hafði fyrr á þessu ári komist að niðurstöðu um að brotið hefði verið á tveimur mönnum hér á landi með dómi Hæstaréttar í samkynja máli. Hæstiréttur ákvað að sjö dómarar skyldu dæma í þessu máli. Allir sjö dómararnir höfðu sakfellt menn í samkynja málum áður, en nú skyldi verða til nýtt dómafordæmi til framtíðarbrúks. Niðurstaðan er öllum kunn – sex dómarar af sjö fóru ákveðna hjáleið framhjá kjarna málsins og kváðu upp dóm sem er í samræmi við fyrri afstöðu réttarins. Þetta nýja fordæmi Hæstaréttar hefur engu að síður leitt til þess að ákæruvaldið hefur ákveðið að fylgja ekki eftir refsikröfum í allmiklum fjölda mála sem voru til meðferðar á þeim tíma sem dómur Hæstaréttar gekk í september. Jafnframt hefur ákæruvaldið ákveðið að fylgja öðrum samkynja málum eftir fyrir dómi og hafa þar uppi ítrustu refsikröfur. Af dæmum sem undirritaður hefur séð virðist það ráða ákvörðun ákæruvaldsins í þessum málum, að hafi sakborningur ákveðið að skjóta ágreiningi um skattskyldu til yfirskattanefndar og ekki fengið álagningu fellda niður þar skuli hann fá að svara til saka fyrir dómi líka.Jafnræðisreglu ekki fylgt Í þessum tilvikum er augljóst að áðurnefndri jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar er ekki fylgt. Meðan reglunni um bann við tvöfaldri refsingu er fylgt gagnvart sumum eru aðrir sóttir til saka fyrir dómi án tillits til reglunnar. Hér er ekki um tilviljanir að ræða, heldur ákvarðanir sem teknar eru að yfirlögðu ráði. Ég skora á embætti héraðssaksóknara að birta hið fyrsta opinberlega upplýsingar um eftirfarandi:Hve mörg mál voru í biðstöðu hjá embættinu meðan beðið var dóms í hæstaréttarmálinu nr. 283/2016? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Í hve mörgum þessara mála hafði verið gefin út ákæra og hve mörg voru á rannsóknarstigi hjá embættinu?Hve mörg málanna sem ákært hafði verið í hafa verið eða stendur til að fella niður af ákæruvaldinu? Í hve mörgum þeirra hafði sakborningur borið ágreining um skattskyldu undir yfirskattanefnd?Hve mörg málanna sem voru til rannsóknar hjá embættinu hafa verið felld niður? Í hve mörgum þessara mála hafði ágreiningur um skattskyldu verið borinn undir yfirskattanefnd?Höfundur er lögmaður.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun