Fituhlunkurinn í fráveitunni Íris Þórarinsdóttir skrifar 24. nóvember 2017 07:00 Einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvaskinum eftir kvöldmatinn. Hann lætur heitt vatn renna um stund til að vera viss um að fitan setjist ekki í lagnirnar hans, heldur renni alveg út í götu. Annars staðar í borginni fær lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið er blautþurrku sturtað niður í klósettið. Fitan af pönnunni og blautþurrkan mætast svo í fráveitukerfinu, bindast þar tryggðaböndum og sjá, fæddur er lítill fituhlunkur. Hann kemur sér vel fyrir í lögnunum og smám saman berst til hans meiri fita, fleiri þurrkur, tannþráður, bindi og eyrnapinnar. Fituhlunkurinn stækkar og dafnar þar til hann er orðinn að stóru vandamáli sem stíflar lagnir og veldur miklum óþægindum og kostnaði. Svona fituhlunkar, eða „fatbergs“ upp á útlenskuna, eru sífellt stærra vandamál í fráveitukerfum víða um veröld. Fyrr í haust bárust fregnir af einum slíkum undir Lundúnaborg, sá var 250 metra langur og vó yfir 140 tonn. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að það taki yfir tvo mánuði að fjarlægja hann og að það kosti borgarbúa hátt í 300 milljónir króna. Vandamálið er því ekki aðeins ógeðfellt heldur einnig mjög kostnaðarsamt.Martröð í pípunum Á hverju ári eru hátt í 300 tonn af fitu fjarlægð úr skólpi í hreinsistöðvum Veitna við Ánanaust og Klettagarða. Þessari fitu, sem meðal annars er olía og fita úr eldhúsum, þarf að farga og er það gert með endurvinnslu eða urðun. Fita er fljótandi þegar henni er hellt í vaskinn eftir að eldamennsku lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar þykknar hún og stífnar og verður martröð í pípunum. Mun æskilegra er að setja fituna beint í sorp eða endurvinnslu frekar en að fara með hana í gegnum fráveitukerfið með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir að fita hafi alltaf fundið sér leið í fráveitukerfið hefur fituhlunkavandinn aukist á undanförnum árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í notkun á blautklútum af ýmsu tagi. Margir framleiðendur merkja þessa vöru sína „flushable?, það er, að óhætt sé að sturta henni niður í klósett. Sú er þó ekki raunin. Flestar þurrkur eru hannaðar til að þola mun meira en venjulegur klósettpappír og leysast því ekki upp á ferð sinni um kerfið. Munum að ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhvers staðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna nema um sé að ræða líkamlegan úrgang og klósettpappír. Höfundur er tæknistjóri fráveitu Veitna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Samfélag sem týnir sjálfu sér Viðar Halldórsson Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Fimm ár í feluleik Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun Krónan er akkeri hagkerfisins! Erna Bjarnadóttir Skoðun Óeðlileg völd og áhrif stórra útgerðarfyrirtækja Oddný G. Harðardóttir Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Falið heimsveldi Al Thani-fjölskyldunnar Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar Skoðun Hið landlæga fúsk Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Þetta þarftu að vita: 12 atriði Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Ég frétti af konu Gunnhildur Sveinsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Einhvers staðar á höfuðborgarsvæðinu þrífur heimilisfaðir steikarpönnu í eldhúsvaskinum eftir kvöldmatinn. Hann lætur heitt vatn renna um stund til að vera viss um að fitan setjist ekki í lagnirnar hans, heldur renni alveg út í götu. Annars staðar í borginni fær lítil snót hreina bleyju og í kjölfarið er blautþurrku sturtað niður í klósettið. Fitan af pönnunni og blautþurrkan mætast svo í fráveitukerfinu, bindast þar tryggðaböndum og sjá, fæddur er lítill fituhlunkur. Hann kemur sér vel fyrir í lögnunum og smám saman berst til hans meiri fita, fleiri þurrkur, tannþráður, bindi og eyrnapinnar. Fituhlunkurinn stækkar og dafnar þar til hann er orðinn að stóru vandamáli sem stíflar lagnir og veldur miklum óþægindum og kostnaði. Svona fituhlunkar, eða „fatbergs“ upp á útlenskuna, eru sífellt stærra vandamál í fráveitukerfum víða um veröld. Fyrr í haust bárust fregnir af einum slíkum undir Lundúnaborg, sá var 250 metra langur og vó yfir 140 tonn. Borgaryfirvöld gera ráð fyrir að það taki yfir tvo mánuði að fjarlægja hann og að það kosti borgarbúa hátt í 300 milljónir króna. Vandamálið er því ekki aðeins ógeðfellt heldur einnig mjög kostnaðarsamt.Martröð í pípunum Á hverju ári eru hátt í 300 tonn af fitu fjarlægð úr skólpi í hreinsistöðvum Veitna við Ánanaust og Klettagarða. Þessari fitu, sem meðal annars er olía og fita úr eldhúsum, þarf að farga og er það gert með endurvinnslu eða urðun. Fita er fljótandi þegar henni er hellt í vaskinn eftir að eldamennsku lýkur en þegar hún kemur í lagnirnar þykknar hún og stífnar og verður martröð í pípunum. Mun æskilegra er að setja fituna beint í sorp eða endurvinnslu frekar en að fara með hana í gegnum fráveitukerfið með tilheyrandi kostnaði. Þrátt fyrir að fita hafi alltaf fundið sér leið í fráveitukerfið hefur fituhlunkavandinn aukist á undanförnum árum, ekki síst vegna mikillar aukningar í notkun á blautklútum af ýmsu tagi. Margir framleiðendur merkja þessa vöru sína „flushable?, það er, að óhætt sé að sturta henni niður í klósett. Sú er þó ekki raunin. Flestar þurrkur eru hannaðar til að þola mun meira en venjulegur klósettpappír og leysast því ekki upp á ferð sinni um kerfið. Munum að ekkert af því sem skolað er niður um vaska eða sturtað niður í klósett hverfur. Allt endar þetta einhvers staðar. Það er okkar að velja bestu mögulegu leiðina. Hún liggur ekki í gegnum fráveituna nema um sé að ræða líkamlegan úrgang og klósettpappír. Höfundur er tæknistjóri fráveitu Veitna.
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun
Skoðun Framtíð íslensks menntakerfis – lærum af Buffalo og leiðandi háskólum heims Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Öryggismenning – hjartað í ábyrgri ferðaþjónustu Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Skoðun Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Við styðjum Ingólf Gíslason og annað starfsfólk í akademískri sniðgöngu Elía Hörpu og Önundarbur,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Íris Ellenberger,Sjöfn Asare Skoðun
Nýsamþykkt aðgerðaáætlun í krabbameinsmálum – aldrei mikilvægari en nú Halla Þorvaldsdóttir Skoðun