Allt klárt hjá strákunum okkar: Leikir við Japani og Þjóðverja og spilað í Split Tómas Þór Þórðarson skrifar 23. nóvember 2017 17:50 Strákarnir okkar mæta Japan og Þýskalandi áður en þeir fara til Króatíu. vísir/ernir Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta munu spila í Split á EM 2018 sem hefst um miðjan næsta mánuð eins og kom fram fyrr í dag. Vangaveltur voru uppi um mögulega breytingu á leikstað eftir fréttir gærdagsins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, nánast staðfestir að spilað verður í Split en engin umræða hefur verið um annað nema í fréttamiðlum í Serbíu og í Ungverjalandi. Hann ræddi málið í Akraborginni á X977 í dag. „Samkvæmt EHF er þetta mál stormur í vatnsglasi, enn sem komið er. Samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim sem ég fékk í morgun stendur ekkert annað til en að leikirnir fari fram í Split og engin umræða um neitt annað hefur átt sér stað,“ segir Róbert Geir. „Það er ekkert sem bendir til annars en að spilað verður í Split. Engar fréttir eða tilkynningar frá mótshöldurum hafa borist okkur né EHF.“ Undirbúningur strákanna okkar er klár en þeir koma saman 28. desember og æfa í Reykjavík. Eins og Dagur Sigurðsson greindi frá í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD mætir Japan í heimsókn í janúar og spilar vináttuleik við Ísland 3. janúar. Það verður kveðjuleikur strákanna því daginn eftir fljúga þeir til Þýskalands og mæta Evrópumeisturum Þjóðverja í tveimur vináttuleikjum fimmta og sjöunda janúar. Íslenska liðið æfir í Þýskalandi til tíunda janúar og ferðast þá til Split. Fyrsti leikur strákanna okkar á EM verður svo á móti Kristjáni Andréssyni og sænska landsliðinu tólfta janúar í Split en einnig eru í riðlinum Serbar og gestgjafar Króata. Viðtalið við Róbert Geir Gíslason úr Akraborginni má heyra hér að neðan. EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00 Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Strákarnir okkar í íslenska landsliðinu í handbolta munu spila í Split á EM 2018 sem hefst um miðjan næsta mánuð eins og kom fram fyrr í dag. Vangaveltur voru uppi um mögulega breytingu á leikstað eftir fréttir gærdagsins. Róbert Geir Gíslason, framkvæmdastjóri HSÍ, nánast staðfestir að spilað verður í Split en engin umræða hefur verið um annað nema í fréttamiðlum í Serbíu og í Ungverjalandi. Hann ræddi málið í Akraborginni á X977 í dag. „Samkvæmt EHF er þetta mál stormur í vatnsglasi, enn sem komið er. Samkvæmt þeim upplýsingum frá þeim sem ég fékk í morgun stendur ekkert annað til en að leikirnir fari fram í Split og engin umræða um neitt annað hefur átt sér stað,“ segir Róbert Geir. „Það er ekkert sem bendir til annars en að spilað verður í Split. Engar fréttir eða tilkynningar frá mótshöldurum hafa borist okkur né EHF.“ Undirbúningur strákanna okkar er klár en þeir koma saman 28. desember og æfa í Reykjavík. Eins og Dagur Sigurðsson greindi frá í Seinni bylgjunni á Stöð 2 Sport HD mætir Japan í heimsókn í janúar og spilar vináttuleik við Ísland 3. janúar. Það verður kveðjuleikur strákanna því daginn eftir fljúga þeir til Þýskalands og mæta Evrópumeisturum Þjóðverja í tveimur vináttuleikjum fimmta og sjöunda janúar. Íslenska liðið æfir í Þýskalandi til tíunda janúar og ferðast þá til Split. Fyrsti leikur strákanna okkar á EM verður svo á móti Kristjáni Andréssyni og sænska landsliðinu tólfta janúar í Split en einnig eru í riðlinum Serbar og gestgjafar Króata. Viðtalið við Róbert Geir Gíslason úr Akraborginni má heyra hér að neðan.
EM 2018 í handbolta Tengdar fréttir Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00 Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16 Mest lesið Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ Körfubolti „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Körfubolti „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sandra og Daníel koma heim og semja bæði við ÍBV Ómar Ingi frábær i fimmta sigri Magdeburg í röð Sjá meira
Höllin sem Ísland leikur í ónothæf Þegar tæpir tveir mánuðir eru í að Evrópumeistaramótið í handbolta hefjist í Króatíu er enn allt í óreiðu í kringum keppnishöllina þar sem leikir Íslands eiga að fara fram. 21. nóvember 2017 17:00
Riðill Íslendinga fer fram í Split Riðilinn sem Ísland er í á EM í Króatíu verður spilaður í Split, eins og gert hafði verið ráð fyrir. 23. nóvember 2017 13:16
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita