Hundruð þúsunda Spánverja vilja banna stofnun sem upphefur einræðisherrann Franco Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2017 22:52 Francisco Franco var einræðisherra á Spáni í 36 ár. vísir/getty Meira en 200 þúsund Spánverjar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að svokölluð Francisco Franco-stofnun verði bönnuð. Undirskriftalistinn var lagður inn hjá spænska þinginu í dag en þeir sem rita nafn sitt á hann vilja að þingið samþykki lög þess efnis að bannað verði að upphefja Franco og valdatíð hans en hann komst til valda eftir blóðuga borgarstyrjöld á 4. áratug síðustu aldar og var einræðisherra á Spáni frá árinu 1939 til 1975. Það sé til dæmis óhugsandi að það væri Hitler-stofnun í Þýskalandi eða Mussolini-stofnun á Ítalíu. „Það er ótrúlegt að lýðræðisríki skuli leyfa stofnun á borð við þessa sem ætlað er að vinna í þágu almennings. [...] Ef þú styrkir þessa stofnun þá færðu skattaafslátt svo stofnunin er óbeint niðurgreidd af hálfu hins opinbera. Fólk má hugsa og tjá sig eins og það vill en ríkið ætti ekki að hjálpa stofnun fjárhagslega sem lofsyngur einræðisherrann opinberlega,“ segir Emilio Silva, stofnandi samtaka sem sækjast eftir réttlæti fyrir fórnarlömb borgarstyrjaldarinnar sem og fórnarlamba einræðisstjórnar Franco. Heiðursforseti Franco-stofnunarinnar er Carmen Franco, dóttir Franco sjálfs, en hún er 91 árs gömul. Stofnunin hefur það yfirlýsta hlutverk að verja gjörðir og arfleið Franco. Þannig hætti til að mynda borgarstjórn Madrídar við það í október síðastliðnum að breyta götuheitum sem voru til heiðurs hetjum einræðisstjórnar Franco eftir að stofnunin kvartaði. 500 þúsund þurfa að skrifa undir áskorunina til spænska þingsins til þess að neðri deild þess íhugi að semja frumvarp vegna málsins. Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira
Meira en 200 þúsund Spánverjar hafa ritað nafn sitt á undirskriftarlista þar sem þess er krafist að svokölluð Francisco Franco-stofnun verði bönnuð. Undirskriftalistinn var lagður inn hjá spænska þinginu í dag en þeir sem rita nafn sitt á hann vilja að þingið samþykki lög þess efnis að bannað verði að upphefja Franco og valdatíð hans en hann komst til valda eftir blóðuga borgarstyrjöld á 4. áratug síðustu aldar og var einræðisherra á Spáni frá árinu 1939 til 1975. Það sé til dæmis óhugsandi að það væri Hitler-stofnun í Þýskalandi eða Mussolini-stofnun á Ítalíu. „Það er ótrúlegt að lýðræðisríki skuli leyfa stofnun á borð við þessa sem ætlað er að vinna í þágu almennings. [...] Ef þú styrkir þessa stofnun þá færðu skattaafslátt svo stofnunin er óbeint niðurgreidd af hálfu hins opinbera. Fólk má hugsa og tjá sig eins og það vill en ríkið ætti ekki að hjálpa stofnun fjárhagslega sem lofsyngur einræðisherrann opinberlega,“ segir Emilio Silva, stofnandi samtaka sem sækjast eftir réttlæti fyrir fórnarlömb borgarstyrjaldarinnar sem og fórnarlamba einræðisstjórnar Franco. Heiðursforseti Franco-stofnunarinnar er Carmen Franco, dóttir Franco sjálfs, en hún er 91 árs gömul. Stofnunin hefur það yfirlýsta hlutverk að verja gjörðir og arfleið Franco. Þannig hætti til að mynda borgarstjórn Madrídar við það í október síðastliðnum að breyta götuheitum sem voru til heiðurs hetjum einræðisstjórnar Franco eftir að stofnunin kvartaði. 500 þúsund þurfa að skrifa undir áskorunina til spænska þingsins til þess að neðri deild þess íhugi að semja frumvarp vegna málsins.
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Innlent Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Innlent Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Erlent Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Erlent Fleiri fréttir Segja mögulegt að yfir 30.000 hafi verið drepnir í mótmælunum Franska þingið samþykkti símabann hjá börnum Evrópusambandið og Indland ganga frá fríverslunarsamningi Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Trump sagður hafa lofað óháðum rannsóknum í Minnesota Einn lifði flugslys í Maine af en sjö dóu Hafa fundið lík síðasta gíslsins á Gasa Börnin heima þegar móðir þeirra var stungin til bana Flugferðum aflýst og hvatt til heimavinnu vegna snjókomu Leita að líkamsleifum síðasta gíslsins Morðið á Pretti gagnrýnt úr ólíklegustu áttum Skotinn til bana: Myndefnið þvert á orð ráðherrans Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Annar maður skotinn til bana af ICE Hótar að setja hundrað prósenta toll á Kanada „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Tugþúsundir mótmæltu ICE Funda um frið í skugga banvænna árása næturinnar Ungur drengur látinn eftir hákarlaárás Grinch siglt til hafnar í Marseille Ólympíufarinn eftirlýsti gómaður eftir áratug á flótta Bein útsending: Þorgerður ávarpar mannréttindaráðið vegna Íran Viðurkenna loks, fyrir mistök, að Úkraínumenn hafi sökkt Moskvu Repúblikanar leita aftur á náðir Musks Leysir upp þingið og boðar til kosninga í Japan Sex særðir eftir hnífaárás á mótmælum í Antwerpen Rússar, Úkraínumenn og Bandaríkjamenn funda í fyrsta sinn við sama borð Trump fer í fýlu og dregur boð sitt til Carney til baka „Við getum gert það sem við viljum“ Sjá meira