Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2017 19:58 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi framkvæmdasjtóri og stjórnarformaður Pressunnar, er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá nýrri stjórn félagsins. Vísir/Ernir Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Viðskipti innlent „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Viðskipti innlent Selja hlut sinn í Skógarböðunum Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Viðskipti erlent Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp Viðskipti innlent Jón Gunnarsson til Samorku Viðskipti innlent Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Viðskipti innlent „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Samið um norðlenska forgangsorku „Þetta eru ekki alveg óvæntar fréttir“ Formaður FÍA hafi beina hagsmuni af því að ráðast gegn Play Selja hlut sinn í Skógarböðunum Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Jón Gunnarsson til Samorku Tekur við starfi forstöðumanns lögfræðiráðgjafar Arion Ráðin fyrsti framkvæmdastjóri Kennarasambandsins Aðeins nokkrir eftir hjá PCC á Bakka eftir að þrjátíu til viðbótar var sagt upp „Hann er svolítið eins og Ragnar Reykás“ Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Krafa um íslensku leiði til minni samkeppni og hærra verðs Loka Brút og Kaffi Ó-le Sushi Corner lokar Standist ekki söguskoðun að tengja uppsagnirnar við veiðigjöldin Tekur við sem framkvæmdastjóri innanlandssviðs Samskipa Nýir mannauðsstjórar hjá Eimskip „Mér fannst þetta bara gott hjá Ingu“ Telur að fleiri fyrirtæki muni ráðast í uppsagnir Tuttugu manns sagt upp hjá Play Þorbirna og Ævar til Pálsson Töpuðu milljarði og bauna á stjórnvöld „Þetta endar náttúrulega á saklausu fólki“ Hafna alfarið ummælum um íslensk gagnaver og peningaþvætti Tólf sagt upp á Siglufirði Loka vinnslu og segja upp fimmtíu vegna veiðigjaldahækkunar Eignast meirihluta í Streifeneder Framkvæmdastjórinn hættir og níu sagt upp Sjá meira
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent