Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2017 19:58 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi framkvæmdasjtóri og stjórnarformaður Pressunnar, er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá nýrri stjórn félagsins. Vísir/Ernir Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Kaflaskil: „Allt í einu er ekkert í dagatalinu“ Atvinnulíf Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Viðskipti innlent Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Viðskipti innlent Gat ekki skoðað mygluherbergið vegna „sofandi barns“ Neytendur Bannað að snorkla þar sem leiðsögumaður taldi þau ósynd Neytendur „Af hverju fara Hafnfirðingar með stiga í búð?“ Atvinnulíf Gatnamótin opin á ný við Fjarðarkaup Samstarf Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Viðskipti innlent Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Tekur við stöðu markaðsstjóra Kadeco Möguleiki á að verndaraðgerðirnar verði felldar fyrr úr gildi Sýn fær flýtimeðferð Ístak byggir Fossvogsbrú Fyrirtæki óvenju virk í fasteignakaupum í október Ísbúð Huppu flytur af Nesinu á Ægissíðuna Viðbrögð bankanna eftir vaxtamálið vonbrigði Gera ráð fyrir svipuðum hagvexti og í Covid Íslandsbanki lækkar vexti Óboðlegt að stórir aðilar auki arðsemi í krafti fákeppni Bentu hvor á annan og hlutu ólík örlög Taka minna mark á leiðsögn nefndarinnar og spá lækkunum Fyrrverandi forseti Hæstaréttar fer yfir svör gervigreindarinnar Indó ríður á vaðið Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Sjá meira
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12