Grunur um misferli með fjármuni Pressunnar og mismunun kröfuhafa Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2017 19:58 Björn Ingi Hrafnsson, fyrrverandi framkvæmdasjtóri og stjórnarformaður Pressunnar, er borinn þungum sökum í yfirlýsingu frá nýrri stjórn félagsins. Vísir/Ernir Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð. Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Ný stjórn Pressunnar segir að grunur leiki á að fyrri stórn hafi misfarið með fjármuni félagsins og annarra því tengdu og að kröfuhöfum þeirra hafi verið mismunað með ólögmætum hætti. Félagið geti ekki staðið við skuldbindingar sína og skuldi tollstjóra 150 milljónir króna í opinber gjöld. Allar eignir Pressunnar, þar á meðal dagblaðið DV og vefmiðlarnir Vefpressan og Eyjan, voru seldar til Sigurðar G. Guðjónssonar, hæstaréttarlögmanns í byrjun september. Salan var þó ekki kynnt öllum hluthöfum Pressunnar, þar á meðal stærsta hluthafanum, Fjárfestingafélaginu Dalnum ehf. Í kjölfarið óskuðu forráðamenn Dalsins eftir hluthafafundi í Pressunni. Hann var haldinn með aðstoð ráðherrra í dag, að því er segir í yfirlýsingu frá nýrri stjórn Presunnar sem var kjörin á fundinum. Stjórnina skipa nú Matthías Björnsson, Ómar R. Valdimarsson og Þorvarður Gunnarsson. Í yfirlýsingunni kemur fram að ný stjórn hafi nú aðgang að gögnum sem sýni umtalsverðar skuldir félagsins við opinbera aðila, lífeyrðissjóði og almenna kröfuhafa. Fráfarandi stjórn hafi ekki getað greint frá því hvernig félagið eigi að geta staðið við skuldbindingar sínar. Auk skuldar Pressunnar og tengdra aðila við tollstjóra séu umtalsverð vanskil annarra kröfuhafa.Handvöldu skuldir sem Björn Ingi var í persónulegum ábyrgðum fyrir Varðandi sölu eigna Pressunnar í haust segir nýja stjórnin að i kaupsamningnum komi meðal annars fram að kaupverðið sé greitt með yfirtöku á kröfu Björns Inga Hrafnssonar, fráfarandi stjórnarformanns, á félagið að fjárhæð 80.000.000 króna auk yfirtöku á handvöldum skuldum félaganna þar sem Björn Ingi er í persónulegum ábyrgðum. „Þetta ásamt öðrum atriðum, sem nánar verður gerð grein fyrir síðar, hefur gert það að verkum að legið hefur fyrir grunur um að ekki hafi einungis verið misfarið með fjármuni félaganna heldur hafi kröfuhöfum félaganna einnig verið mismunað í bága við lög,“ segir í yfirlýsingu stjórnarinnar. Nýja stjórnin segir að fyrstu störf sín verði að kanna fjárhagsstöðu félagsins nánar og meðferð fjármuna félagsins. Í framhaldinu verði tekin ákvörðun um hvort skylda beri til að gefa félagið upp til gjaldþrotaskipta og hvort atvik séu með þeim hætti að vísa eigi einstökum þáttum til héraðssaksóknara til frekari rannsóknar. Skoðað verði sérstaklega hvort Björn Ingi hafi nýtt fjármuni félagsins í eigin þágu. Dalsmenn eiga 68,27% hlut í Pressunni. Að félaginu standa fjárfestarnir Árni Harðarson, Halldór Kristmannsson, Hilmar Þór Kristinsson, Jóhann G. Jóhannsson og Róbert Wessmann. Þeir fjárfestu í Pressunni í sumar. Félagið var eitt þeirra sem lagði Pressunni til aukið hlutafél í apríl.Fréttin hefur verið uppfærð.
Tengdar fréttir Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41 Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12 Mest lesið Daði Már kennir olíufélögunum um Viðskipti innlent Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Miklar hækkanir í lágvöruverðsverslunum í byrjun árs Neytendur Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Viðskipti innlent Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Viðskipti innlent Ísland eins og stefnumótasíða í sjávarútvegi Atvinnulíf Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Viðskipti innlent Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Fasteignagjöld hækki í krónum þrátt fyrir lækkun fasteignaskatts Vínbúðinni í Smáralind lokað fyrir sumarið Halda til loðnuveiða í kvöld Íslandsbanki og útgerðarfélög þegar greitt inn í Eyjagöng Telur óþarft að blanda pólitískum skoðunum í nýtt hlutverk Bjarni Ben nýr framkvæmdastjóri SA Pétur nýr forstöðumaður hjá LV Sjá meira
Dalsmenn krefja Björn Inga um hluthafafund Meirihlutaeigendur í Pressunni vilja fá að vita hver staða fyrirtækisins eftir sölu allra helstu fjölmiðlana er í raun. 21. september 2017 06:41
Kaupin á Pressunni komu Dalsmönnum í opna skjöldu Dalurinn á 68% hlut í Pressunni en vissu ekki af kaupum Sigurðar G. Guðjónssonar fyrr en þau voru gengin í gegn. 7. september 2017 12:12